Málfregnir - 01.12.1998, Side 17

Málfregnir - 01.12.1998, Side 17
- Þetta er nothing in itfor me. - En low. - Það er einmitt það sem ég œtlaði að segja, þetta er svo low. Hvaðan kemur þetta tungumál? Búum við í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna eða hvað? Fyrir þá sem ekki vita betur mætti halda að Island væri einangrað frá öðrum hlutum heimsins en þeim ensk-ameríska. Nóg um það. Einn nemandinn dró þá ályktun að með því að tala svona tungumál væri verið að reyna að þóknast hlustendum. Það sé eins og að útvarpsmennirnir kappkosti að nota lélegt málfar, noti það meðvitað. Kannski halda þeir að með því höfði þeir til þess hlustendahóps sem þeir þjóna. Útvarps- mennirnir vilja virka svalir í augum - fyrir- gefið: eyrum hlustenda. A einni unglingastöðinni var talað um dí djeia en ekki plötusnúða, hany baby notað sem gæluheiti og hlutimir era ýkt speisaðir svo að ekki sé nú minnst á hina þekktu slettu ókei. Sumar setningamar eru næstum því óskiljanlegar og eru ágætisdæmi um óröklega tjáningu. Föstudagskvöld og mikið afliði að gerast svona smá kœrulaust og hér er allt á leið- inni til helvítis. Það mœtti nú alveg demba á svona eins og ein hitabylgja á Frónbúa. Klukkan er að detta í hálfellefu. Stelpurnar, þœr vantar einhvern loðinn rass til þess að fara í partí til. Einnig er hægt að nefna dæmi um að þátt- argerðarmennimir virðist spara orðin með því að tengja setningamar ekki saman. Dæmi um slíkt gæti verið: Fram undan í tón- listinni hjá okkur: við œtlum að heyra í Seal eftir skamma stund og einnig Jónu Jóns. Svo eru það bíómiðar. Við œtlum að hlusta á hljóðið. Alltaf jjör á þessari útvarpsstöð. Engin spuming. Hérna nœst: þetta eru Steps og óskalag á útvarpsstöðinni, Last thing on my mind. Það er til hennar Siggu Mýrdal, hún er tvítug, frá honum Kalla. Tungumálið, sem talað var á sumum útvarpsstöðvunum, var þannig óformlegt og á köflum var um að ræða mjög óvandað talmál. Tjáningin var oft órökrétt og virtust útvarpsmennirnir stundum eiga mjög erfitt með að tjá sig (koma orðum að hlutunum). Þó er þetta ekki algilt, þama vom undan- tekningar á þar sem talmálið var vel undir- búið og skýrt fram sett. A einni stöðinni var framburður oft mjög óskýr og á köflum svo óskýr að varla var hægt að skilja hvað viðkomandi var að segja, jafnvel þótt spólað væri oft til baka og hlustað aftur og aftur. Á annarri stöð var framburðurinn kæruleysislegur. Þáttar- stjórnandinn, vanur útvarpsmaður sem bú- inn er að vera í faginu í mörg ár, nennti varla að tala. Allt of hratt var farið yfir, mál og framsetning var óskipuleg og hlustandinn velti vöngum yfir því hvort hann hefði hugs- anlega óvart stillt inn á útlenda útvarpsstöð. Hvaðan er sá menningarheimur sem íslenskum útvarpshlustendum er boðinn? Ef ekkert er skoðað nema tónlistin er þetta aug- ljóst. Yfirgnæfandi meirihluti hennar er enskur/amerískur og kemur það víst fáum á óvart. Slettumar em enskar/amerískar en hvað er svo fólkið í útvarpinu að tala um? Á einni stöð, sem telst víst til tónlistarstöðvanna, vom fjögur innskot með töluðu máli. At- hygli vakti að þrjú þeirra vora á íslensku en það fjórða, viðtal á ensku við Englending, var sent út beint óþýtt. Aðeins eitt af þessum innskotum fjallaði um íslenskan vemleika. Þrjú innskot af fjómm vom sem sagt á ensku eða fjölluðu um bandarískan vem- leika úr bíómyndum eða öðmm fjölmiðlum. Niðurstaðan er því harla nöturleg fyrir íslenskumenn. Hverju skiptir það að fólk tali eitthvert tungumál ef það sem talað er um á því tungumáli er hvort eð er þýðing á öðram menningarheimi? Yfirskrift málþingsins í dag er: Efla ljós- vakamiðlarnir íslenska tungu? Þeirri spum- ingu verður ekki svarað með þessari könnun en við skulum spyrja sjálf okkur hvaða kröfur við gerum til íslensks talmáls. Hvaða kröfur gemm við til sjálfra okkar? Gerum við aðrar kröfur til útvarpsmanna? Á talmál 17

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.