Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 19

Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 19
BALDUR JÓNSSON Harmonikuþáttur Um aðlögun og stafsetningu A undanfömum ámm hefir aðlögun töku- orða alloft verið gerð að umtalsefni, en henni var lengi vel óþarflega lítill gaumur gefinn. Hér er ekki ætlunin að mæla sérstak- lega með upptöku nýrra tökuorða, enda þarf sú aðgerð engrar hvatningar við. En tökuorð geta átt fullan rétt á sér og farið vel í máli, og fyrir kemur að hjá þeim verður ekki komist. Þá er mikils um vert að fella þau sem best að íslenskum málkröfum. Þeirri aðgerð eigum við að geta stjómað sjálf. Tökuorð, sem eiga sér langa sögu í íslensku, eru sum hver svo kirfilega aðlöguð að fæsta málnotendur gmnar að þau geti verið útlend að uppmna, t.d. orðið keðja úr d. kœde. Oft- ast koma þau samt upp um sig eða vekja a.m.k. gmn, líkt og útlendingur sem talar nokkum veginn lýtalaust en getur ekki dulið erlendan málhreim. A það hefir verið bent að nýyrðasmíð geti verið seinleg og fyrirhafnarsöm og árangur- inn misjafn, og þess em dæmi að nýyrði hafi legið í þagnargildi áratugum saman áður en einhverjum þóknaðist að taka það í notkun. Minna hefir verið hugað að aðlögunarferli tökuorða, en það getur verið fróðlegt að fylgja því (sjá t.d. „Nokkur ávaxtaheiti" eftir Halldór Halldórsson í bók hans, Örlögum orðanna (1958), b!s. 168-183). Sum falla umsvifalaust í skorður (skáti úr e. scout), önnur em að velkjast áratugum saman áður en landi er náð (rúsína), og sum verða aldrei eins og fullgildir borgarar í nýju samfélagi (vídeó). Tökuorð em því ekki síður erfið viðskiptis en nýyrði því að oft ríkir óvissa um aðlögun þeirra og stafsetningu. Stundum era tökuorð í notkun í mis- munandi tilbrigðum (t.d. kristall, kristallur), og misgóðum, þannig að eitt tilbrigði er greinilega betur aðlagað en annað (bridge, bridds, briss), en stundum getur verið erfitt að gera upp á milli. Gott dæmi um það er tökuorðið harmonika. Það hefir tekið á sig 6 mismunandi myndir í rituðu máli síðan það komst í notkun fyrir um 160 ámm, en engri þeirra hefir tekist að hrista hinar af sér í samkeppninni. Myndirnar em (í staf- rófsröð): harmonika, harmonikka, harmon- íka, harmónika, harmónikka og harmóníka. Ósjálfráð aðlögun hefir því ekki skilað af- dráttarlausri niðurstöðu, og sjálfráð aðlögun ekki heldur. Þegar spurt er hvemig skrifa skal er erfitt að finna fræðileg rök fyrir því að einn kosturinn sé betri en annar. Allar þessar sex myndir geta vel komið til greina og endurspegla framburð sem viðgengist hefir. Halldór Halldórsson hefir fyrir sitt leyti reynt að taka af skarið með því að taka orð- myndina harmónika upp í stafsetningar- orðabók sína (allt frá 1. útg. 1947 til 4. útg. 1994), en það hefir ekki dugað til. Má því búast við að enn um sinn verði fleiri en eitt af þessum tilbrigðum í notkun. Það ætti reyndar ekki að vera mikið áhyggjuefni ef öll mega teljast nokkum veginn jafngóð. En sannleikurinn er sá að mörgum er ami að breytilegum myndum; þeir vilja hafa eina lausn en ekki margar. Þess vegna er ómaks- ins vert að reyna að finna hana. Auk þess getur komið sér vel, og jafnvel verið nauð- synlegt, að hafa einn aðalrithátt, ef svo má að orði komast. Gott dæmi um það verður nefnt hér á eftir og er tilefni þessara skrifa. Atkvæðagreiðsla um rithátt Harmonika er öflugt hljóðfæri og hefir átt vaxandi vinsældum að fagna. Harmoniku- leikarar eru orðnir býsna fjölmennir hér á landi og starfa í félögum um allt land. Þau mynda svo heildarsamtök sem vom nefnd 19

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.