Málfregnir - 01.12.1998, Qupperneq 21

Málfregnir - 01.12.1998, Qupperneq 21
ekki aðra umferð til. Þegar þetta er ritað er hausthefti blaðsins nýkomið út, og nú heitir blaðið Harmonikan - blað harmonikuunn- andans. Ætla má að harmonika verði ríkj- andi ritháttur í heitum félaganna um allt land og heildarsamtakanna. Reynslan verð- ur síðan að leiða í ljós hvort menn sætta sig við þessa niðurstöðu þegar til lengdar lætur. Ég býst ekki við að atkvæðagreiðsla, eins og sú sem nú var sagt frá, sé nothæf aðferð til að úrskurða um rithátt tökuorða. En mér fannst ómaksins vert að gera þessa tilraun af því að svo sérstaklega stendur á að ekki verður með fræðilegum rökum gert upp á milli þeirra sex tilbrigða sem í boði eru. Ef miðað er við fyllstu aðlögunarkröfur, eins og þær hafa t.d. verið settar fram í íslensk- um gjaldmiðlaheitum (1997), bls. 11, er ekkert tilbrigðanna ótvírætt betra en annað. Ritháttur orðabúka Það yrði of langt mál að rekja dæmi um til- brigðin sex í íslenskum ritum, og auðvitað óvinnandi vegur að safna þeim saman, en til gamans heft ég hugað að þeim í kunnum orðabókum og kynnt mér dæmi Orðabókar Háskólans. Verður gerð nokkur grein fyrir því hér á eftir og þá um leið drepið á atriði úr sögu hljóðfærisins og upphaflega notkun hins erlenda orðs. Fyrst koma hér dæmi um rithátt orðsins harmonika í nokkrum íslenskum orðabók- um, raðað í tímaröð eftir útgáfuári bókar. 1896: harmoníka (Jónas Jónasson o.fl. Ný dönsk orðabók með íslenzkum þýð- ingum) 1920-1924: harmóníka [harmoníka] (Sigfús Blöndal. íslensk-dönsk orðabók) 1932: harmónika (undir accordion og concertina) (G.T. Zoéga. Ensk-íslenzk orða- bók. 3. útg. endurprentuð) 1935: harmonika (Jón Ofeigsson. Þýzk- íslenzk orðabók) 1947: harmónika (Halldór Halldórsson. Stafsetningarorðabók með skýringum) 1957: harmoníka (Freysteinn Gunnars- son. Dönsk-íslenzk orðabók. Endurskoðuð og breytt útgáfa. Agúst Sigurðsson, Frey- steinn Gunnarsson og Ole Widding sáu um útgáfuna) 1959: harmóníka (í sams. harmón- íkuhurð) (Sigurður Guðmundsson. Tœkni- orðasafn. Halldór Halldórsson bjó til prent- unar) 1962: harmonika, harmóníka (Valeríj Bérkov og Arni Böðvarsson. Islenzk-rúss- nesk orðabók) 1963: harmoníka, harmóníka (einnig undir dragspil) (Arni Böðvarsson (ritstj.). Islenzk orðabók handa skólum og almenn- ingi) 1972: harmóníka (Gunnar Leijström, Jón Magnússon og Sven B.F. Jansson. ís- lenzk-sœnsk orðabók. 3. útg.) 1976: harmoníka, harmóníka (Ole Widding, Haraldur Magnússon og Preben Meulengracht Sprensen. íslenzk-dönsk orðabók) 1982: harmoníka (undir dragspel), harmonika (í harmonikuleikari, undir dragspelare) (Aðalsteinn Davíðsson og Gösta Holm. Sœnsk-íslensk orðabók) 1983: harmoníka, harmóníka; harmonika (undir dragspil) (Ámi Böðvars- son (ritstj.). íslensk orðabók handa skólum og almenningi. 2. útg. aukin og bætt) 1984: harmóníka (undir accordion og concertina) (Sören Sörenson. Ensk-íslensk orðabók með alfrœðilegu ívafi. Jóhann S. Hannesson bjó til prentunar ásamt fleimm) 1985: harmonika (Svavar Sigmundsson (ritstj.). Islensk samheitaorðabók) Ekki verður séð á þessu að nein þróun eigi sér stað á tímabilinu 1896-1985 þannig að eitt tilbrigði sæki á fremur en annað. Nokkr- ar orðabækur hafa fleiri en eitt dæmi, sum í samsetningum, og er ritháttur þeirra stund- um mismunandi í sömu bókinni. í orðabók Blöndals er aðeins eitt flettiorð, harmóníka, og það er auðkennt með spurningarmerki sem táknar óvandað mál, en samkvæmt því 21

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.