Málfregnir - 01.12.1998, Side 28

Málfregnir - 01.12.1998, Side 28
(Vf.)“, sjá aðalsafn, bls. 244). Eina dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina er úr Bellerofontis rímu frá miðri 17. öld, líklega eftir Guðmund Andrésson (d. 1654), í merk- ingunni „fremja galdur“ (Rit Rímnafélags- ins II, bls. 101): Ogn fyrir augum allra var ólm forynjan ljóta, gríðar draugum galdra par geglaði skrímsl óbóta. Um geglerí eru heldur yngri dæmi. Hið elsta mér kunnugt er úr orðabók Jóns bisk- ups Amasonar frá 1738, þar sem hann þýðir facere histrioniam með „ad hpndla med Gegleri" (bls. 69) og ludia með „Danskona, su sem fer med gieglery, Missyningar" (bls. 147). OH hefur alls sex dæmi um orðið, fimm frá því um miðja 18. öld og fram á miðja 19. öld (þar af eitt úr orðabók Jóns Ámasonar, áðurnefnt) og eitt frá 20. öld (þar vitnað í heimild frá miðri 19. öld). Um orðið geglari eru nokkur dæmi í orðabókum 18. og 19. aldar. Gunnlaugur Oddsson þýðir t.d. danska orðið Tasken- spiller með „géglari“ í dansk-íslenskri orðabók sinni frá 1819. Þar kemur einnig fyrir samsetningin geglaraleikur sem þýð- ing á hocus pocus. I íslensk-latn- eskri/danskri orðabók Bjöms Halldórs- sonar, sem Rasmus Rask gaf út 1814, kemur Géglari fyrir og er þýtt með „prœstigiator, Gpgler"; orðið er þar merkt með „(N. 0.)“ sem skv. formála útgefanda nýrrar útgáfu frá 1992 (bls. xv) merkir að Rask telji það nýlega tekið upp í íslensku. I áðurnefndri orðabók sinni frá 1738 notar Jón Árnason orðið geglari sem þýðingu á latnesku orðunum gesticulator („geiglare“, bls. 101), histrio („Comediu spilare, Giegl- are“, bls. 112), pilarius („Gieglare", bls. 234), prœstigiator („Tpfrare, Gieglare, sa sem giprer Sionhverfingar, 2. met. svikare", bls. 250), derisor („Spottare, 2. Gieglare", bls. 280) og ventilator („Vinsare4,2 Geigl- are“, bls. 383), svo og í skýringu við petaurum sem hann segir að sé „allrahanda Apaspil, sem Geiglarar og Lijnudansarar bruka“ (bls. 231). Orðabók Háskólans hefur aðeins eitt dæmi í ritmálssafni sínu, úr orðabók Gunnlaugs Oddssonar sem að ofan er getið. Enn má nefna að skv. ritmálssafni OH kemur orðið geglan fyrir í kvæði eftir Bjama Gissurarson (d. 1712): „Gjeglan gamla kryp- ur / gjetur ej leingur beitt“ (Thott 473,4to). Ég hef ekki haft tækifæri til að athuga kvæðið og er því í nokkmm vafa um merkingu orðsins og reyndar einnig hvort hér sé um að ræða afleiðslu með -an eða nafnorðið gegla með greini, sem er líklegra. Frá 20. öld er einnig dæmi í ritmálsskrá OH um viðumefnið geglir, úr Sögum og sögnum úr Vestmannaeyjum eftir Jóhann Gunnar Olafsson (Vestmannaeyjum 1938-1939, bls. 248): „Guðmundur geglir, Ólafurkúkur, Hannes sladdi ...“. Þess má loks geta að Jón Ólafsson úr Grunnavík notar orðið guklari í þýðingu sinni á Nikulási Klím eftir Holberg (J.Ó. þýddi úr þýsku 1745): „einn af voru skips- fólke hafði farit at spatzjera um staðinn. Þann óvirðte einn gaukr, og kallaði hann af spotti P e r i p o m, sem þýðer hjá oss einn töskuspilara eður guklara" (bls. 183). 4 Það er augljóst að ekki er hægt að nota orð eins og loddari eða trúður eða sjónhverf- ingamaður um þá sem „leika (boltum, kylf- um o.þ.u.l.); henda tveimur eða fleiri hlutum þannig að ætíð sé einn á lofti“. Til þess er merking þeirra of fjarlæg. Þrátt fyrir tals- verð heilabrot hefur undirrituðum ekki hug- kvæmst neitt eitt, íslenskt orð sem gæti lýst þessari athöfn eða fremjanda hennar. Og þótt nýyrðaleiðin kunni e.t.v. að vera fær hefur hvorki þeim sem þetta skrifar né öðr- um, sem hafa verið spurðir ráða, tekist að banga saman tækum orðum um þetta svið. 4 Þ.e. vingsari, sbr. skýringu við lat. ventilo: „vinxa, slæ ut i Lopted" (s.st.). 28

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.