Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 10

Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 10
StjórnSýSla Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur ekki þátt í vinnu við gerð nýs frumvarps um endur- skoðun almannatryggingakerfisins þrátt fyrir boð ráðherra þar um. „Það hvarflar ekki að okkur að taka þátt í frumvarpsvinnu sem við getum ekki skrifað undir mannrétt- inda vegna. Við getum ekki boðið fólki upp á svona kerfi,“ segir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ. Meirihluti nefndar um endur- skoðun almannatryggingakerfisins skilaði skýrslu sinni til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðis- málaráðherra, 1. mars síðastliðinn. Fulltrúar minnihlutans og ÖBÍ skil- uðu séráliti. Ellen segir vinnu hafna við gerð frumvarps sem byggi á niðurstöð- um meirihlutans og ÖBÍ hafi verið boðið að taka þátt. „Við eigum að sitja þarna með sama fólkinu og við höfum setið með í nefnd í tvö og hálft ár.“ Allan þann tíma hafi ÖBÍ ekki komið neinni af sínum til- lögum fram þrátt fyrir að hafa lagt til ítarlega skýrslu þar um. Skýrslan ber heitið „Virkt samfélag“ og var kynnt fyrir um ári en þar koma fram helstu breytingar sem gera þyrfti á almannatryggingakerfinu samhliða því að horfið yrði frá örorkumats- kerfi yfir í kerfi sem byggði á starfs- getumati. „Nú á sama fólk og sat í nefnd- inni að skrifa frumvarpið, nema nú er stjórnarandstöðunni ekki boðið að taka þátt,“ segir Ellen. ÖBÍ er boðið upp á að sitja í hópi sem lokað hafi eyrunum fyrir tillögum samtakanna í tvö og hálft ár. Þeim hjá ÖBÍ misbjóði að ekkert mark hafi verið tekið á faglega unnum tillögum heildarsamtaka fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, með 41 aðildarfélag og 30 þúsund manns undir. „Þetta er sýndarsamráð. Það er ekki hægt að sjá eða finna á félagsmálaráðherra að hún hafi nokkurn tímann ætlað að hlusta á okkar tillögur.“ ÖBÍ gerir fjölda athugasemda við tillögur meirihlutans. Þar á meðal eru gagnrýndar auknar skerðingar á þann hóp fólks sem hafi minnsta starfsgetu. „Við getum ekki sætt okkur við að festa eigi fátækasta fólkið í fátæktargildru og ekki veita því neina möguleika á að afla sér aukatekna.“ Þá verði, samkvæmt tillögum meirihluta nefndarinnar, ekkert þak sett á þær tekjur sem fólk með 50 prósenta starfsgetumat megi vinna sér inn. „Þú getur verið með 800 þúsund krónur á mánuði og færð samt borguð 50 prósent frá Tryggingastofnun. Þetta er algjör- lega galin hugmynd,“ segir Ellen. Í fyrsta lagi eigi almannatryggingar ekki að þurfa að greiða til fólks með rífandi tekjur og í öðru lagi sé vand- séð hvernig haga eigi eftirliti með þessum málum. „Það er algjörlega órætt.“ olikr@frettabladid.is Kæra sig ekki um meira sýndarsamráð ÖBÍ er misboðið vegna þess hve lítið mark hefur verið tekið á innleggi bandalagsins við endurskoðun almannatryggingakerfisins. Nýtt kerfi festi fátækasta hópinn í fátæktargildru. Afþakka þátttöku í gerð frumvarps sem byggir á niðurstöðu meirihluta nefndarinnar. Óttast fjölgun bótaþega Núna er kerfið þannig að þeir sem ekki geta unnið fulla vinnu sökum skertrar starfsgetu geta sótt um örorkulífeyri hjá Tryggingastofnun. FréTTablaðið/PjeTur Þetta er sýndar­ samráð. Það er ekki hægt að sjá eða finna á félagsmálaráðherra að hún hafi nokkurn tímann ætlað að hlusta á okkar tillögur. Ellen Calmon, formaður Öryrkja­ bandalags Íslands Kallað er eftir fleiri þrepum en tveimur í starfsgetumati í um­ sögnum bæði Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar við skýrslu nefndar um endurskoð­ un almannatryggingakerfisins. Án viðbótarþreps sé viðbúið að fjölgi í þeim hópi sem óski eftir fjárhags­ aðstoð frá sínu sveitarfélagi, enda liggi fyrir að framboð og aðgengi að hlutastörfum sé misjafnt. Kallað er eftir að áhrif nýs starfsgetumats á fjárhag og stjórnsýslu sveitarfélaga verði greind með formlegum hætti. „Óeðlilegt er að annað stjórnsýslu­ stigið skerði einstaklingsbundin réttindi til þess eins að auka útgjöld hins stjórnsýslustigsins,“ segir í um­ sögnum bæði sveitarfélaganna og borgarinnar. Landsbankinn.is Arðgreiðslur Landsbankans í milljörðum króna. Landsbankinn greiðir arð til samfélagsins og greiðir á fjórum árum samtals 82 milljarða í arð, þar af rúmlega 98% til ríkissjóðs. 2013 2014 2015 2016 10 20 24 28,5 1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 1 2 0 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 9 -E 6 9 4 1 9 1 9 -E 5 5 8 1 9 1 9 -E 4 1 C 1 9 1 9 -E 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.