Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 12
Efnahagsmál Íslensk heimili hafi
notið góðs af lækkun á verði á hrá-
olíu. Ef olíuverð hækkar á ný mun
bensínverð hækka og verðbólga
einnig sem myndi hafa áhrif á hús-
næðislán. Þetta segir Erna Björg
Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá grein-
ingardeild Arion banka.
Olíuverð varð í vikunni það hæsta
sem það hefur verið á árinu eftir að
hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst
2014. Í mars sögðu forsvarsmenn
Alþjóðaorkumálastofnunarinnar
að vísbendingar væru um að hrá-
vöruverð á olíu væri að verða stöð-
ugt á ný og kæmi jafnvel til með að
hækka.
Allir helstu hagsmunaaðilar í olíu-
framleiðslu funda saman á sunnu-
daginn. Miklar væntingar eru gerðar
til fundarins þar sem ræddur verður
möguleikinn á samstilltu átaki til að
sporna gegn offramboði. Það gæti
komið til með að hækka olíuverð
á ný.
Erna Björg segir að olíuverð hafi
bæði bein og óbein áhrif á íslensk
heimili. „Hið almenna íslenska
heimili hefur notið góðs af lækkun-
um. En ef einhverjir hafa hag af því
að olíuverð sé hærra þá getur þetta
haft neikvæð áhrif á þá,“ segir hún.
„Beinu áhrifin á íslensk heimili
eru í gegnum rekstur bifreiða.
Greiningardeildin fjallaði um það
í febrúar að rekstur bifreiða teljist
ellefu prósent af neyslu heimila og
áætlar að af þessu sé helmingurinn
bensínverð. Áætla má þá að heim-
ilin hafi sparað sjö milljarða króna í
fyrra á olíuverðlækkun,“ segir Erna.
„Það má líka gera ráð fyrir því að
olíuverðslækkun, lækkun á hrávöru
og styrking krónunnar hafi gefið
fyrirtækjum landsins ákveðið svig-
rúm til að takast á við launahækk-
anir. Þetta hefur haldið aftur af
verðbólguþrýstingi sem hefur áhrif
á heimilin í gegnum verðtryggð lán.
Mörg heimili eru með slík lán. Ef
olíuverð stendur í stað eða hækkar
gæti því verðbólga stigið upp á við
sem hefur áhrif á húsnæðislán,“ segir
Erna. „Bensínverð er nú þegar aðeins
farið að þokast upp.“
Hún telur að olíuverð í fram-
tíðinni velti mikið á fundinum á
sunnudaginn. „Ég gæti trúað því að
ef ekki verður komist að samkomu-
lagi muni olíuverð eitthvað lækka í
kjölfarið,“ segir Erna Björg Sverris-
dóttir. saeunn@frettabladid.is
jan feb mars apríl
50
40
30
Dollarar á
tunnu
14.04.16 44,26
✿ Þróun á verði á Brent-hráolíu frá áramótum
Heimilin hafa
notið góðs af
lækkunum
Helstu olíuframleiðendur heims funda á morgun
um möguleika á samstilltu átaki til að sporna gegn
offramboði á olíu. Niðurstaða fundarins gæti hækkað
eða lækkað olíuverð. Olíuverð náði hæstu hæðum í
vikunni meðal annars vegna væntinga um fundinn.
MORGUNMÁLÞING
VINNUMÁLASTOFNUNAR
Miðvikudaginn 20. apríl klukkan 9-12 í Gamla bíó
Þörf vinnumarkaðarins fyrir erlent starfsfólk
– áskoranir og ávinningur
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, setur fundinn.
Stjórnandi málþings: Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Vinnumálastofnun Kringlunni 1, 103 Reykjavík Sími 515 4800
www.vmst.is
Fyrirmyndarþjónusta Virðing Áreiðanleiki
Skráning á www.vmst.is
Erindi:
Þörf vinnumarkaðarins fyrir erlent starfsfólk
Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun
Félagsleg undirboð á vinnumarkaði
Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður Mirra
Birtingarmynd vinnumansals á Íslandi
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfr., Lögreglustj. á höfuðborgarsvæðinu
Sjónarmið stéttarfélaga
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ
Frjáls för og þjónustuviðskipti - áhrif þess á samkeppnisstöðu atvinnulífsins
Ragnar Árnason, forstöðum. Vinnumarkaðssviðs SA
Að loknum erindum verða pallborðs umræður frummælenda. K
RÍ
A
h
ön
nu
na
rs
to
fa
/
/
14
04
16
AKUREYRI – HAUKAR 16. apríl kl. 16.00
0–1 KA-heimilið
GRÓTTA – ÍBV 17. apríl kl. 16.00
0–1 Hertz-höllin
FRAM – VALUR 17. apríl kl. 16.00
0–1 Framhús
FH – AFTURELDING 17. apríl kl. 19.30
0–1 Kaplakriki
8 LIÐA ÚRSLIT KARLA
2. UMFERÐ
#olisdeildin
sVÍÞJÓÐ Karlkyns læknir í Svíþjóð
neitaði konu um læknisskoðun þar
sem hún vildi ekki heilsa honum
með handabandi af trúarlegum
ástæðum. Læknirinn vísaði þá kon-
unni til kvenkyns læknis.
Konan kærði hann fyrir mismun-
un. Héraðsdómur úrskurðaði að um
mismunun hefði verið að ræða en
nú hefur millidómstig úrskurðað
svo hafi ekki verið. – ibs
Neitun læknis
ekki mismunun
KÚBa Kúbverjar hafa ekki undan við
að brynna þyrstum ferðamönnum.
Vegna aukins fjölda þeirra ríkir nú
bjórskortur á eyjunni. Ferðamönn-
um á Kúbu fjölgaði um sautján pró-
sent milli 2014 og 2015. Í maí hefjast
ferjusiglingar milli Flórída í Banda-
ríkjunum og Havana á Kúbu sam-
tímis því sem bandarísk flugfélög
keppa um hvert þeirra hefji fyrst
flug þangað.
Kúbverjar sjá fram á að þurfa að
reisa nýja bruggverksmiðju vegna
aukinnar eftirspurnar. – ibs
Skortur á bjór
á Kúbu
mansal Bresk og rúmensk lögreglu-
yfirvöld ásamt Europol og Eurojust
hafa upprætt rúmenskan kynlífs-
mansalshring í Skotlandi. Aðgerðir
lögreglunnar fóru fram þann 8. apríl
í Skotlandi og fólu í sér fjórar húsleitir,
einn var handtekinn og enn á eftir að
handtaka fleiri grunaða. – kbg
Mansalshringur
upprættur
Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum
á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi
frá því í ágúst 2014. Fréttablaðið/Getty
Það má líka gera ráð
fyrir því að olíu-
verðslækkun, lækkun á
hrávöru og styrking krón-
unnar hafi gefið fyrirtækjum
landsins ákveðið svigrúm til
að takast á við
launahækk-
anir.
Erna Björg Sverris-
dóttir, sérfræðing-
ur í greiningardeild
Arion
7
milljarða króna spöruðu
íslensk heimili í fyrra vegna
lægra olíuverðs.
1 6 . a p r Í l 2 0 1 6 l a U g a r D a g U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
1
6
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
8
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
1
9
-D
2
D
4
1
9
1
9
-D
1
9
8
1
9
1
9
-D
0
5
C
1
9
1
9
-C
F
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K