Fréttablaðið - 16.04.2016, Síða 12

Fréttablaðið - 16.04.2016, Síða 12
Efnahagsmál Íslensk heimili hafi notið góðs af lækkun á verði á hrá- olíu. Ef olíuverð hækkar á ný mun bensínverð hækka og verðbólga einnig sem myndi hafa áhrif á hús- næðislán. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá grein- ingardeild Arion banka. Olíuverð varð í vikunni það hæsta sem það hefur verið á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. Í mars sögðu forsvarsmenn Alþjóðaorkumálastofnunarinnar að vísbendingar væru um að hrá- vöruverð á olíu væri að verða stöð- ugt á ný og kæmi jafnvel til með að hækka. Allir helstu hagsmunaaðilar í olíu- framleiðslu funda saman á sunnu- daginn. Miklar væntingar eru gerðar til fundarins þar sem ræddur verður möguleikinn á samstilltu átaki til að sporna gegn offramboði. Það gæti komið til með að hækka olíuverð á ný. Erna Björg segir að olíuverð hafi bæði bein og óbein áhrif á íslensk heimili. „Hið almenna íslenska heimili hefur notið góðs af lækkun- um. En ef einhverjir hafa hag af því að olíuverð sé hærra þá getur þetta haft neikvæð áhrif á þá,“ segir hún. „Beinu áhrifin á íslensk heimili eru í gegnum rekstur bifreiða. Greiningardeildin fjallaði um það í febrúar að rekstur bifreiða teljist ellefu prósent af neyslu heimila og áætlar að af þessu sé helmingurinn bensínverð. Áætla má þá að heim- ilin hafi sparað sjö milljarða króna í fyrra á olíuverðlækkun,“ segir Erna. „Það má líka gera ráð fyrir því að olíuverðslækkun, lækkun á hrávöru og styrking krónunnar hafi gefið fyrirtækjum landsins ákveðið svig- rúm til að takast á við launahækk- anir. Þetta hefur haldið aftur af verðbólguþrýstingi sem hefur áhrif á heimilin í gegnum verðtryggð lán. Mörg heimili eru með slík lán. Ef olíuverð stendur í stað eða hækkar gæti því verðbólga stigið upp á við sem hefur áhrif á húsnæðislán,“ segir Erna. „Bensínverð er nú þegar aðeins farið að þokast upp.“ Hún telur að olíuverð í fram- tíðinni velti mikið á fundinum á sunnudaginn. „Ég gæti trúað því að ef ekki verður komist að samkomu- lagi muni olíuverð eitthvað lækka í kjölfarið,“ segir Erna Björg Sverris- dóttir. saeunn@frettabladid.is jan feb mars apríl 50 40 30 Dollarar á tunnu 14.04.16 44,26 ✿ Þróun á verði á Brent-hráolíu frá áramótum Heimilin hafa notið góðs af lækkunum Helstu olíuframleiðendur heims funda á morgun um möguleika á samstilltu átaki til að sporna gegn offramboði á olíu. Niðurstaða fundarins gæti hækkað eða lækkað olíuverð. Olíuverð náði hæstu hæðum í vikunni meðal annars vegna væntinga um fundinn. MORGUNMÁLÞING VINNUMÁLASTOFNUNAR Miðvikudaginn 20. apríl klukkan 9-12 í Gamla bíó Þörf vinnumarkaðarins fyrir erlent starfsfólk – áskoranir og ávinningur Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, setur fundinn. Stjórnandi málþings: Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun Kringlunni 1, 103 Reykjavík Sími 515 4800 www.vmst.is Fyrirmyndarþjónusta Virðing Áreiðanleiki Skráning á www.vmst.is Erindi: Þörf vinnumarkaðarins fyrir erlent starfsfólk Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun Félagsleg undirboð á vinnumarkaði Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður Mirra Birtingarmynd vinnumansals á Íslandi Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfr., Lögreglustj. á höfuðborgarsvæðinu Sjónarmið stéttarfélaga Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Frjáls för og þjónustuviðskipti - áhrif þess á samkeppnisstöðu atvinnulífsins Ragnar Árnason, forstöðum. Vinnumarkaðssviðs SA Að loknum erindum verða pallborðs umræður frummælenda. K RÍ A h ön nu na rs to fa / / 14 04 16 AKUREYRI – HAUKAR 16. apríl kl. 16.00 0–1 KA-heimilið GRÓTTA – ÍBV 17. apríl kl. 16.00 0–1 Hertz-höllin FRAM – VALUR 17. apríl kl. 16.00 0–1 Framhús FH – AFTURELDING 17. apríl kl. 19.30 0–1 Kaplakriki 8 LIÐA ÚRSLIT KARLA 2. UMFERÐ #olisdeildin sVÍÞJÓÐ Karlkyns læknir í Svíþjóð neitaði konu um læknisskoðun þar sem hún vildi ekki heilsa honum með handabandi af trúarlegum ástæðum. Læknirinn vísaði þá kon- unni til kvenkyns læknis. Konan kærði hann fyrir mismun- un. Héraðsdómur úrskurðaði að um mismunun hefði verið að ræða en nú hefur millidómstig úrskurðað svo hafi ekki verið. – ibs Neitun læknis ekki mismunun KÚBa Kúbverjar hafa ekki undan við að brynna þyrstum ferðamönnum. Vegna aukins fjölda þeirra ríkir nú bjórskortur á eyjunni. Ferðamönn- um á Kúbu fjölgaði um sautján pró- sent milli 2014 og 2015. Í maí hefjast ferjusiglingar milli Flórída í Banda- ríkjunum og Havana á Kúbu sam- tímis því sem bandarísk flugfélög keppa um hvert þeirra hefji fyrst flug þangað. Kúbverjar sjá fram á að þurfa að reisa nýja bruggverksmiðju vegna aukinnar eftirspurnar. – ibs Skortur á bjór á Kúbu mansal Bresk og rúmensk lögreglu- yfirvöld ásamt Europol og Eurojust hafa upprætt rúmenskan kynlífs- mansalshring í Skotlandi. Aðgerðir lögreglunnar fóru fram þann 8. apríl í Skotlandi og fólu í sér fjórar húsleitir, einn var handtekinn og enn á eftir að handtaka fleiri grunaða. – kbg Mansalshringur upprættur Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. Fréttablaðið/Getty Það má líka gera ráð fyrir því að olíu- verðslækkun, lækkun á hrávöru og styrking krón- unnar hafi gefið fyrirtækjum landsins ákveðið svigrúm til að takast á við launahækk- anir. Erna Björg Sverris- dóttir, sérfræðing- ur í greiningardeild Arion 7 milljarða króna spöruðu íslensk heimili í fyrra vegna lægra olíuverðs. 1 6 . a p r Í l 2 0 1 6 l a U g a r D a g U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 8 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 9 -D 2 D 4 1 9 1 9 -D 1 9 8 1 9 1 9 -D 0 5 C 1 9 1 9 -C F 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.