Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 16

Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Það var bjartur, kaldur apríldagur og klukkan var að slá þrettán.“ Svo hefst skáldsagan Nítján hundruð áttatíu og fjögur eftir George Orwell. Svo margt er líkt með dystópíu Orwells og viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við Panama-skjölunum, sem leiddu í ljós að nokkrir ráðamenn okkar luma á leyni- legum aflandsreikningum, að meira að segja upphafsorð bókarinnar gætu verið byrjunin á opinberri sögu Fram- sóknarflokksins á atburðunum. Í stað þess að bregðast við staðreyndum reyndu stjórnvöld að heilaþvo liðið og fullyrða að tveir plús tveir væru fimm: Tortóla er ekki skattaskjól, RÚV er að leggja forsætisráðherra í einelti, það er flókið að eiga peninga á Íslandi, hvítt er svart og svart er fjólublátt. En þótt Sigmundur Davíð hafi að endingu hrökklast úr embætti forsætisráðherra virðist Framsókn enn leita í smiðju drottnandi dávalds í anda Stóra bróður til að stýra almenningsálitinu. Ásjóna bananalýðveldis Okkur Íslendingum hefur löngum verið annt um ímynd okkar út á við. Við viljum vera vönd að virðingu okkar og það skiptir okkur máli hvað fólki úti í hinum stóra heimi finnst um okkur. Mörgum sveið því sárt hvernig hlegið var að okkur í erlendum fjölmiðlum síðustu vikur. Fyrsta verk nýs utanríkisráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, var hins vegar að ítreka að tveir plús tveir væru enn þá fimm. Þótt aðeins nokkrir dagar væru liðnir frá því að Panama-lekinn varð heimsbyggðinni ljós virtist ráðu- neyti hennar ekki eiga í minnstu erfiðleikum með að fullyrða að málið hefði á engan hátt skaðað íslenska ímynd erlendis. Tíminn mun leiða í ljós langtímaáhrif þeirrar pólitísku krísu sem ríkir hér á landi. Þar til liggur fyrir hvort Íslandi takist að hrista af sér ásjónu bananalýðveldis getum við hins vegar yljað okkur við þá staðreynd að ímynd lands- ins hefur verið verri. Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Op niður til helvítis Þótt í eldgamla daga hafi Ísland verið afskekkt og einangrað land slysaðist hingað annað slagið fólk frá útlöndum. Það sem blasti við fannst ferðalöngunum flestum alveg stórfurðulegt. Nokkrir gestanna skrif- uðu ferðabækur um upplifun sína af Íslandi. Voru lýsingar á landi og þjóð stundum eins og klipptar út úr ævintýri. Oftar voru þær þó svo neikvæðar að Íslendingar urðu sármóðgaðir. Svona kom Ísland útlendingum fyrir sjónir á 17., 18. og 19. öld samkvæmt helstu ferðabókum erlendra gesta: • Á Íslandi má finna op ofan í jörðina sem nær alla leið niður til helvítis • Íslendingar eru dónalegir og villimannlegir • Þeir eru líka lúsugir • Allir eru þeir göldróttir og margir dýrka djöfulinn • Íslendingar eru svikulir og þjófóttir, deilugjarnir, illviljaðir og hefnigjarnir • Óhófsamir, lostafullir og saurlífir búa þeir í moldarkofum ofan í jörðinni • Já, eða hellum í klettunum • Frítt konuandlit er sjaldséð á Íslandi • Konur og karlar klæða sig auk þess alveg eins • Íslendingar eru drykkfelldir og þegar þeir eru komnir í glas syngja þeir rammfalskt hver með sínu nefi • Og verst af öllu: Íslendingar eru hræðilegir dans- arar. Það sem þeir kalla dans er þegar karl og kona standa andspænis hvort öðru og hoppa upp og niður án þess að hreyfast úr stað Það er rétt hjá utanríkisráðuneytinu, við gætum verið þekkt fyrir eitthvað miklu verra en að vera ban- analýðveldi. Og munum: Tveir plús tveir eru fimm, stríð er friður, frelsi er ánauð og fáfræði er máttur. Maður og vél hafa lengi markað átaka-línur í pólitík. Verkalýðsbarátta snýst gjarnan um tilvik þar sem vinnuveitendur hafa sagt upp starfs-fólki vegna þess að vélar hafa leyst mannshöndina af hólmi. Gott dæmi frá Bretlandi á níunda áratug síðustu aldar var þegar Rupert Murdoch, eigandi News International, nú Sky, sem á þeim tíma rak meðal annars dagblöðin Times og The Sun, flutti prentun blaðanna í skjóli nætur í nýja verksmiðju í Austur-Lundúnum. Þar með fækkaði starfsmönnum sem unnu við prentun blaðanna í einni svipan. Einn maður kom í stað fjögurra. Aðgerðin var umdeild og breskt samfélag stóð í ljósum logum. Það jafnaði sig með tímanum – nú heldur varla nokkur málsmetandi manneskja því fram að í prentiðn skuli horfið til fyrri vinnubragða. Leigubílstjórum dagsins í dag stendur ekki einungis ógn af snjallforritinu Uber, heldur einnig ökumanns- lausum bifreiðum, sem koma á markað innan tíðar. Óumdeilt er að Uber hafi umbylt bæði upplifun farþega og snarminnkað kostnað við leigubílaferðir. Því er erfitt að sjá rök fyrir því að leigubílarekstur eigi að njóta sér- stakrar ríkisverndar eða fá vernd fyrir tækninýjungum. Nýjustu fiskiskip afkasta margfalt miðað við það sem áður var. Þeim má líkja við fljótandi tækniundur. Burðargeta fullkomnustu loðnuskipa er fjórföld á við það sem hún var fyrir aldarfjórðungi. Þegar vel veiðist eru þau jafnfljót að fylla sig. Mun færri eru í áhöfninni. Afköstin á hvern fiskimann hafa í sumum tilfellum tífaldast. Sama þróun á sér stað á botnfiskveiðum. Afköst togaranna eru miklu meiri en áður var og skipverjar færri. Á síðutogara voru 30 kallar um borð en á nýjustu glæsifleyjunum, sem eru margfalt stærri, er gjarnan sex til átta manna áhöfn, karlar og konur. Aflinn er stundum fullunninn úti á sjó. Fyrir vikið fækkar störfum við vinnslu í landi. Fiskveiðar eru orðnar hátæknigrein sem æ færri hendur koma að. Alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefur rannsakað áhrif tækninýjunga á vinnumarkaðinn. Niðurstaðan var afgerandi. Tækninýjungar verða ekki til þess að störfum fækki, heldur skapast ný störf sem vega upp á móti þeim sem úreldast. Stórkostlega hefur dregið úr hefðbundinni erfiðisvinnu, en í staðinn hafa skapast störf við þjónustu, umönnun, menntun og listir. Svokölluðum afþreyingarstörfum fjölgar mest. Þau tengjast gjarnan skemmtistöðum, veitingahúsum eða knæpum. Skýrsluhöfundar, sem hafa verið tilnefndir til fjölda alþjóðlegra verðlauna, skýra þróunina með því að fólk hafi meiri frítíma en áður og meira laust fé til að eyða í þjónustu sem ef til vill telst ekki lífsnauðsynleg. Með öðrum orðum, eftir því sem tækninni fleygir fram hafa lífsgæði batnað stórkostlega. Störfin eru manneskjulegri en áður og fólk finnur sér farveg þótt breytingar til skamms tíma geti verið sárar. Í grófum dráttum fer daglegt líf batnandi, þótt vissu- lega geti stundum verið erfitt að skynja það í umræðu hversdagsins. Betra líf Aðgerðin var umdeild og breskt sam- félag stóð í ljósum logum. Það jafnaði sig með tím- anum. Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda og strigaprentun. Segulmerki, textaskraut og sandblástursfilmur. Banner-up standar og harðspjöld. GSM hulstur og margt fleira... Xprent ehf - Sundaborg 1 - 104 Reykjavík - Sími 777-2700 - email: konni@xprent.is Bílamerkingar Límmiðar Sandblásturs filmur 1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð i ð SKOÐUN 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 8 F B 1 2 0 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 9 -A B 5 4 1 9 1 9 -A A 1 8 1 9 1 9 -A 8 D C 1 9 1 9 -A 7 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.