Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 24

Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 24
Auðvitað saknar fólk aðeins þess tíma þegar mátti leggja stund á smá einelti. Það er svo rosalega skapandi og skemmtilegt að búa til uppnefni og svoleiðis,“ segir Tyrfingur Tyrfings­ son leikskáld og glottir grallaralega enda skín af honum góðmennska og viðkunnanlegheit. „Við erum bara spendýr sem þurfa að læra að veiða sér til matar og ef það er eitthvert frík í hópnum þá verður að láta það vita. Það er bara kurteisi því það verður að vera einhver framgangur.“ Skoðum rótina Tyrfingur er á meðal eftirtektar­ verðari leikskáldum yngri kynslóð­ arinnar en hann vakti fyrst athygli með verkinu Skúrinn á sléttunni og í framhaldinu Bláskjá sem var hans fyrsta verk í fullri lengd. Fram undan er nú frumsýning í Borgar­ leikhúsinu, þar sem fyrri verk Tyrf­ ings voru einnig frumsýnd, á leik­ ritinu Auglýsing ársins í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Tyrfingur segir að óneitanlega sé hann aðeins á þessum slóðum spendýranna í nýja verkinu. „Ég var einmitt að horfa á rennsli í gær og þá hugsaði ég: Já, þetta eru spendýr. Það er nokkuð ljóst.“ Tyrfingur segist þó ekki vera þannig höfundur sem leggur til atlögu við nýtt verk með það að markmiði að skrifa um eitthvert sérstakt málefni. „Nei, eiginlega mjög langt í frá. Svona eftir á að hyggja þá velti ég því frekar fyrir mér hvort ég hafi verið að skrifa um þetta allan tímann án þess að gera mér grein fyrir því. En það kemur í rauninni langsíðast um hvað þetta er. Þetta er meira þannig að maður er að reyna að skoða eitthvað og skilja sem maður skilur ekki. Í Aug­ lýsingu ársins er ég t.d. að skoða manneskjuna og af hverju hún hagar sér eins og hún gerir. Per­ sónurnar í verkinu eru allar mjög friðlausar. Friðlausar og grimmar en þetta gamanleikrit er þannig að þær eru soldið fyndnar en rótin í þeim öllum er það sem við erum að reyna að skoða.“ Finnum til okkar Sem leikskáld er Tyrfingur stöðugt að rannsaka persónueinkenni og hann segir að eitt helsta persónuein­ kenni Íslendinga sé að finna til sín af minnsta tilefni. „Ég þekkti mann sem var að vinna á bensínstöð þegar vaktstjórinn fór í aðgerð á mjöðm. Þá var þessi maður gerður að vaktstjóra rétt á meðan og hann bara skildi við konuna sína. Framinn og valdið bara fóru með hann og við erum soldið svona. Þetta er eins og með nem­ endur Vigdísar Finnbogadóttur sem er svona hofmóðugt fólk sem skrifar passív­agressívar greinar um kær­ leikann og er alltaf að messa yfir manni. Það felst í því ákveðið frið­ leysi að reyna stöðugt að búa til frið í öðrum – halda öðrum í skefjum. Það er mikið fjallað um markaleysi annarra, mikið talað um gerendur og ljóta kallinn. Það er þessi sami galli í pólitík og leikhúsi. Í leikhúsi er til fólk sem hefur í rauninni engan áhuga á leik­ húsi heldur áhuga á sér í leikhúsinu. Það sama gildir um stjórnmálin. Það er fólk sem hefur engan áhuga á því að gera samfélagið betra heldur hefur áhuga á sér í stjórnmálum. Þess vegna er svo gaman að vera að frum­ sýna í svona sviðsetningarástandi í samfélaginu. Það er bara hver svið­ setningin sem rekur aðra. Þá fara líka að rokseljast miðar í leikhúsið og mér finnst það soldið flott að fólk skuli tengja og leita til okkar.“ Manngerð rómantík Tyrfingur segir að það sé nóg gert af því að predika yfir fólki í samfélaginu og því eigi slíkt ekkert erindi í leikhús­ ið. „Það er alltaf verið að þvinga upp á okkur væmni og tilfinningasemi. Reyna að stýra fólki með væmni og að koma fyrir í því samviskubiti og það er eins og heilu miðlarnir snúist um það. Kannski er það af því að mamma gerði svo mikið af því við mig að ég kann mjög illa við þetta. Væmnin er passív­agressív í eðli sínu, hún er óheiðarleiki á sumarkjól, aldrei sönn. Hana er ekki heldur að finna í náttúrunni þannig að hún er búin til. Manngerð rómantík. Hugmynd sem við þurfum að fara að vara okkur á. Þessi yfirborðsmennska er eitt af því sem við erum að takast á við í þessu verki sem gerist á auglýsinga­ stofu en ég vann einmitt á slíkri stofu. Í verkinu kemur kúnni inn á þessa Maður þarf að vera soldið vondur Tyrfingur Tyrfingsson er ungt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli og í kvöld verður frumsýnt eftir hann gaman- leikritið Auglýsing ársins í Borgarleikhúsinu. Þar hitta áhorfendur fyrir friðlausar og grimmar persónur sem reyndu talsvert á sálarlíf skáldsins sem elskar sviðsetningar, þolir ekki væmni og segist eiga það til að vera dramatískur. Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld á Nýja sviði Borgarleikhússins þar sem Auglýsing ársins verður frumsýnd í kvöld eftir langa og dramatíska meðgöngu. FréTTABlAðið/erNir Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Væmnin er passíV- agressíV í eðli sínu, hún er óheiðarleiki á sumarkjól, aldrei sönn. hana er ekki heldur að finna í náttúrunni þannig að hún er búin til. 1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r24 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 9 -F 5 6 4 1 9 1 9 -F 4 2 8 1 9 1 9 -F 2 E C 1 9 1 9 -F 1 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.