Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 30

Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 30
Leikkonan Anita Briem datt óvart inn á leiksviðið níu ára gömul og hefur leik-listarbakterían haldið henni í heljargreipum síðan. Þrátt fyrir að hafa aðeins átta ára lýst því yfir að hún ætlaði sér ekki að feta í fótspor foreldra sinna, tónlistarfólks- ins Ernu Þórarinsdóttur og Gunn- laugs Briem, og verða listamaður. Í slíku umhverfi, þar sem óöryggið og óvissan var alltumlykjandi ætlaði hún ekki að ala upp sín börn. Hún er ein þekktasta leikkona okkar Íslendinga á erlendri grund og unir sér vel í Los Angeles þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum, leikstjór- anum Constantine Paraskevopoulos, og tveggja ára gamalli dóttur þeirra hjóna, Míu. Nýverið venti hún kvæði sínu í kross, er hún sendi frá sér sína fyrstu bók. Hollywood aldrei draumurinn Anita hlær þegar hún er spurð hvort þetta sé vegur sem hún hafi alltaf ætlað sér að feta. „Nei. Ég ætlaði aldrei að verða leikkona, hvað þá Hollywood-leikkona. Amma mín, sem var ekki vön að ota sér og sínum skoðunum að neinum, hringdi heim einn daginn og sagði að ég yrði að fara í prufu fyrir Ídu í uppsetningu á Emil í Kattholti. Auglýsinguna hafði hún séð í blaði og þetta yrði ég að gera. Þá var ég níu ára og hafði aldrei leikið áður utan þess að setja upp misleiðinlega leikþætti heima fyrir mömmu og pabba.“ Úr varð að Anita dróst inn á fjalir Þjóðleikhússins og ílengdist þar þangað til hún var sextán ára. „Ég barðist samt mikið á móti því að verða leikkona. Ég vissi hvað þetta var ruglaður lífsstíll. Mamma og pabbi voru bæði listamenn. Það var ekkert auðvelt, óreglulegur tími á öllu, launin óregluleg líka og erfitt fyrir börn að vera í svona óvissu og öryggi. Mér fannst þetta auðvitað líka æði. Að fá að fara með í Hemma Gunn þegar þau voru að spila þar og vera með í stúdíóinu þar til klukkan fjögur um nótt var spennandi. En á sama tíma fann ég óöryggið. Þegar ég var átta ára lýsti ég því yfir að ég ætlaði sko ekki að ala mín börn upp í svona umhverfi,“ segir hún kímin. „En þegar ég var sextán ára að leika í Óskastjörnunni með Elvu Ósk og Gunnari Eyjólfs rann þetta upp fyrir mér. Ég varð að vera hreinskilin við mig um hvort ég ætlaði að gera þetta eða ekki. Og ég valdi þennan lífsstíl, en ekki af kæruleysi og ákvað strax að læra erlendis. Ekki til að verða stór- stjarna í útlöndum, heldur til að læra tungumálið og sýna sjálfri mér að ég gæti þetta.“ Uppleiðin hröð Úr varð að Anita fluttist til London og settist á skólabekk í Royal Aca- demy of Dramatic Art. „Mér fannst Reykjavík rosalega lítil borg. Ég fékk innilokunarkennd. Allir vissu alltaf hvað þú varst að gera og maður endalaust opinn fyrir krítík. Ég hljóma eflaust paranojuð en ég er mjög prívat manneskja.“ Anita fann sig vel í London. Hún taldi næsta víst að þar myndi hún skjóta rótum. „Ég fór strax að vinna eftir útskrift, þetta fór mjög vel í gang hjá mér. Ég hafði unnið virki- lega mikið í að ná hreimnum og tal- aði breskuna alveg þannig að ég gat þóst vera innfædd. Svo gerist það fyrir slysni að ég er boðuð í prufu fyrir bandarískan sjónvarpsþátt og flýg yfir. Út frá henni spratt önnur prufa og þaðan önnur. Íbúðin mín í London endaði svo á að standa tóm í ár,“ segir hún og hlær innilega. „Kaflaskiptin urðu svo þegar ég fékk hlutverkið í myndinni The Journey to the Center of the Earth. Það var stórt stökk og raunveru- leikinn varð öðruvísi eftir þá mynd. Þetta var rosalega stórt batterí í kringum það dæmi. Maður verður ringlaður fyrst og mér fannst ég ein. Ég hefði viljað hafa einhvern mentor með mér, sérstaklega þar sem engu af þessu fólki er annt um þína velferð. Maður áttar sig ein- mitt ekki á því strax, þar sem þetta fólk er mjög upptekið af að segja þér að því sé umhugað um þig. Nú veit ég hins vegar betur en það var mjög erfitt að átta sig ekki á því fyrst. Svo fer maður í að finna jafn- vægið á milli þess að treysta og vera á varðbergi. Það er ekki hægt að vantreysta öllum endalaust. Mig langar ekki að lifa svoleiðis lífi. Ég vinn með þennan jafnvægispunkt á hverjum einasta degi.“ Falin bumba fram á lokasprettinn Baráttan um hlutverkin er ansi hörð í Hollywood og má lítið gefa eftir. Þegar Anita varð barnshafandi tók við dálítill feluleikur. „Hún er mitt fyrsta barn, svo mér tókst að fela óléttuna þar til ég var komin sex og hálfan eða sjö mánuði á leið. Ég fór á alla fundina en passaði mig á að vera í stórum peysum. Maður er ekkert að tilkynna þetta neinum fyrr en þetta er farið að sjást almennilega,“ útskýrir hún og bendir á að ástæðan sé nokkuð einföld. „Vinkona mín er leikkona í New York og var komin fjóra mánuði á leið þegar hún landaði stóru verk- efni í bíómynd. Um leið og þeir komust að því að hún væri barns- hafandi var hún dregin út úr verk- efninu. Samt hefði það aldrei skipt máli, því ekkert var farið að sjást á henni og hefði aldrei komið að sök.“ Á hvaða forsendum er henni þá sagt upp, spyr blaðamaður og svarar Anita sposk á svip: „Já, það er nú það. Þetta er sennilega löglegt en ekki siðferðislega rétt. Ég var meðvituð um þetta. Fólk er ofboðs- lega dómhart varðandi konur og aldur þeirra. Partur af mér hugsaði að aðrir myndu tala um að fyrst ég væri orðin mamma þá væri ég orðin gömul – á Hollywood-mælikvarða. En svo í enda dags þá er þetta allt spurning um að standa með sjálfri sér. Þetta fer á sinn veg.“ Ætlaði aldrei að verða leikkona Anita Briem flutti sextán ára til London þar sem hún sá fyrir sér að skjóta rótum. Strax eftir leiklistarnámið fór ferillinn hratt af stað og hún endaði í Los Angeles, hringiðu kvikmyndanna. Hún segir lífið sífellt koma sér á óvart. Guðrún Ansnes gudrun@frettabladid.is AðverA í sjónlínunni skiptir miklu máli. ef mAður hverfur í of lAngAn tímA, hefur þAðáhrif. Ég er bArA þAð sem Ég legg í þettA. Ég vinn og skApA, en ef Ég stoppA, þá stoppAr Allt. Anita fluttist til London þegar hún hóf nám í leiklistarskóla og átti ekki von á öðru en að skjóta þar rótum. Hollywood var sannarlega ekki á stefnuskránni. FréttAbLAðið/Ernir ↣ 1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r30 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 8 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 9 -C 8 F 4 1 9 1 9 -C 7 B 8 1 9 1 9 -C 6 7 C 1 9 1 9 -C 5 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.