Fréttablaðið - 16.04.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 16.04.2016, Síða 34
Dilma Rousseff forseti ásamt forvera hennar í embættinu, Inacio Lula da Silva. Þau nutu ómældra vinsælda í Brasilíu þangað til rannsókn hófst á víðtæku spillingarneti í tengslum við ríkisrekna olíufyrirtækið Petrobras. FRéttaBLaðIð/EPa Mótmæli gegn Dilmu Rousseff og stjórn hennar hafa verið tíð í Brasilíu undanfarið. Stuðningsmenn hennar hafa reyndar efnt til fjölmennra útifunda líka. FRéttaBLaðIð/EPa Lofar öllu fögru hafni þingið málshöfðun Rannsókn á ríkisrekna olíufyrirtækinu Petrobras hefur leitt í ljós víðtæka spillingu í viðskiptalífi og stjórnmálum Brasilíu. Dilma Rousseff forseti á yfir höfði sér málshöfðun til embættismissis en ætlar að berjast af krafti. Neðri deild þjóðþings Brasilíu greiðir á morgun atkvæði um það hvort höfða eigi mál á hendur Dilmu Rousseff forseta til embættismissis. Tillaga þess efnis var samþykkt í þingnefnd á mánudaginn. Rousseff er sökuð um að hafa logið til um skuldastöðu ríkisins í aðdraganda síðustu kosninga. Hún er sögð hafa fegrað ríkisbókhaldið til að geta ótrauð haldið áfram að dæla fé úr ríkissjóði til vinsælla verkefna, sem hafi svo tryggt henni endurkjör. Hún segist nú ætla að leggja alla áherslu á nauðsynlegar umbætur í stjórnmálum og ríkisfjármálum, og lofar meira að segja að mynduð verði þjóðstjórn allra flokka til að takast á við það verkefni. Vinsældir forsetans eru í lág- marki, en á hinn bóginn njóta and- stæðingar hennar á þingi ekki mikils stuðnings heldur meðal almennings. Petrobras-hneykslið Óánægja almennings í garð stjórn- málamanna almennt á rætur að rekja til rannsóknar á ríkisrekna olíufyrirtækinu Petrobras. Rann- sóknin hefur leitt í ljós víðtæka spill- ingu sem nær bæði til flestra helstu verktakafyrirtækja landsins og teygir einnig ýmsa anga inn í heim stjórnmálanna. Petrobras-braskið stóð yfir í ára- tug, frá 2004 til 2014, og snerist um að byggingafyrirtæki höfðu með sér leynilegt samráð um verktakasamn- inga við ríkisfyrirtækið Petrobras. Fyrirtækin græddu verulega á því að skipta þannig með sér kökunni, en peninginn notuðu þau meðal annars til að greiða yfirmönnum hjá Petrobras mútur. Tugir stjórnmála- manna fengu einnig vænar mútur fyrir að láta sem þeir sæju ekkert. Rannsókn hófst á þessu öllu árið 2014 og hefur nú orðið til þess að tugir manna hafa verið ákærðir. Auðkýfingar og áhrifamenn úr flestum stjórnmálaflokkum hafa verið dæmdir í fangelsi. Í síðasta mánuði var til dæmis Marcelo Odebrecht, tæplega fimm- tugur fyrrverandi forstjóri stærsta byggingafyrirtækis Suður-Ameríku, dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir stór- felldar mútugreiðslur. Nú síðast var Gim Argello, fyrr- verandi öldungadeildarþingmaður, handtekinn fyrir að þiggja mútur í tengslum við Petrobras-braskið. Hann sjálfur var varaformaður þing- nefndarinnar sem sá um rannsókn á Petrobras-hneykslinu en er sak- aður um að hafa komið forstjórum að minnsta kosti tveggja fyrirtækja undan yfirheyrslum. Hriktir í stoðum Þetta er stærsta hneykslismálið í sögu Brasilíu, að minnsta kosti í seinni tíð, og nú hriktir í stoðum stjórnmálanna þar í landi. Almenningur er reiður og reiðin beinist ekki síst að Roussef og Verka- mannaflokknum hennar, sem hefur verið við völd í þrettán ár samfleytt. Andstæðingar stjórnarinnar segja hana bæði gjörspillta og ekkert ráða við efnahagsvandann, sem nú hrjáir landsmenn. Rousseff var sjálf formaður í stjórn Petrobras á árunum 2003 til 2010, en segist samt aldrei hafa vitað af því sem var í gangi. Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós nein bein tengsl hennar við verktakasvindlið, en hún á engu að síður undir högg að sækja vegna tengsla félaga sinna við það. Reyndi að koma Lula í skjól Meðal annars hefur Luiz Ignacio Lula da Silva, forveri Rousseff í embættinu og lærimeistari hennar í Verkamannaflokknum, sætt alvar- legum ásökunum um aðild að þessu spillingarneti í kringum Petrobras- olíufyrirtækið. Rousseff reyndi fyrir nokkrum vikum að bjarga Lula með því að gera hann að lykilráðherra í ríkis- stjórn sinni. Embættið er kallað skrifstofustjóri ríkisstjórnarinnar, en er að nokkru sambærilegt við embætti forsætisráðherra. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is ✿ Kæra til embættismissis Rauða bylgjan í Suður-Ameríku Fyrir um það bil áratug tóku mið- og suður-amerískir kjósendur í hverju landinu á fætur öðru að halla sér að vinstri flokkum í auknum mæli. Áratugina á undan hafði álfan að stórum hluta verið undirlögð af herforingja- stjórnum og einræðisherrum á hægri kantinum. 1999 Hugo Chavez fyrst kosinn forseti í Venesúela. Nicolas Maduro tók við af honum 2013. 2003 Nestor Kirchner kosinn forseti Argentínu. Eiginkona hans Cristina Fernandez de Kir- chner tók við árið 2007 og ríkti í tvö kjörtímabil til 2015. 2003 Luiz Inacio Lula da Silva kosinn forseti í Brasilíu og ríkti í tvö kjörtímabil. Dilma Rousseff tók við árið 2011. 2005 Tabare Vazquez kosinn forseti í Úrúgvæ. Hann lét af embætti 2010 en sneri aftur 2015. Flokksbróðir hans, Jose Mujica, ríkti 2010 til 2015. 2006 Evo Morales kosinn í Bóli- víu og ríkir þar enn. 2006 Michelle Bachelet kosin forseti í Síle. Hún tapaði kjöri 2010 en sneri aftur 2014. 2006 Allan Garcia kosinn í Perú. Ollanta Humala tók við keflinu árið 2011. 2006 Manuel Zelaya kosinn forseti í Hondúras og ríkti þar til 2009. 2007 Daniel Ortega endurkosinn forseti í Níkaragva og ríkir enn, en hann var forseti Sandinista- stjórnarinnar 1979-1990. 2007 Rafael Correra kosinn for- seti í Ekvador og ríkir þar enn. 2008 Fernando Lugo kosinn for- seti í Paragvæ og ríkti til 2012. 2008 Alvaro Colom kosinn forseti í Gvatemala og ríkti þar til 2012. 2009 Mauricio Funes kosinn forseti í El Salvador en Salvador Sanchez Ceren tók við af honum 2014. Hefði Lula fengið að sitja í þessu embætti væri erfiðara að höfða mál gegn honum. Hrap úr vinsældahæðum Lula var vinsæll verkalýðsleiðtogi sem var kosinn forseti Brasilíu árið 2002 og gegndi embættinu í tvö kjörtímabil við miklar vinsældir. Þegar hann hætti var hann sagður vinsælasti forseti veraldar. Efna- hagslífið blómstraði og Rousseff naut góðs af því þegar hún tók við af honum í byrjun árs 2011. Rétt eins og Rousseff neitar Lula allri aðild að spillingarnetinu og segist aldrei hafa þegið mútur. Rousseff og stuðningsmenn hennar segja málshöfðunina á hendur henni runna undan rifjum andstæðinga þeirra og jafnast á við valdarán. Rousseff hefur meira að segja sakað Michel Temer varafor- seta, sem verður forseti ef Rousseff verður vikið frá, um aðild að sam- særi gegn sér. 1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r34 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 9 -F F 4 4 1 9 1 9 -F E 0 8 1 9 1 9 -F C C C 1 9 1 9 -F B 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.