Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2016, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 16.04.2016, Qupperneq 36
Um þessar mundir eru 30 ár síðan ung hljómsveit frá Húsavík vann Músíktilraunir og hóf þar með lang- an og farsælan feril. Hljómsveitin heitir auðvitað Greifarnir og mán- uðirnir sem fylgdu í kjölfarið áttu eftir verða ótrúlega viðburðarík- ir þegar sveitinni skaut ógnarhratt upp á stjörnuhiminn. Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi eins og hann er alltaf kall- aður, er gítarleikari Greifanna og einn laga- og textahöfunda sveitar- innar. Hann segist varla trúa því að liðin séu 30 ár síðan þeir unnu Mús- íktilraunir enda líður honum eins og hann sé tæplega þrítugur sjálfur. „Það var náttúrulega rosaleg upp- lifun fyrir strákpjakka frá Húsavík að vinna Músík tilraunir.Við tókum þátt árinu áður undir nafninu Speci- al Treatment og lentum í 2. sæti. Við mættum því ári síðar undir nýju nafni, með íslenska texta og Felix Bergsson sem söngvara. Þannig unnum við keppnina sem var stór- kostleg tilfinning.“ Allt fór á fleygiferð í lífi ungu mannanna og næstu mánuðir urðu viðburðaríkir. Í júní var sveitin valin sem ein fjöggurra íslenskra hljómsveita til að hita upp á Lista- poppi, tveggja daga tónleikum í Laugardalshöll, og í ágúst spiluðu Greifarnir á stórtónleikum sem haldnir voru við Arnarhól í Reykja- vík. Báðir tónleikarnir áttu stóran þátt í að gera Greifana að einni vin- sælustu hljómsveit landsins næstu ára. EFTIRMINNILEGIR TÓNLEIKAR Bjössi rifjar upp þessa örlagaríku mánuði. „Að vinna Músíktilraunir 1986 var mikill happafengur fyrir okkur. Reykjavíkurborg átti 200 ára afmæli sama ár og voru af því tilefni skipulagðir stórtónleikarnir Listapopp. Þar komu fram Simply Red, Madness, Fine Young Canni- bals, Loyd Cole and the Commo- tions og svo íslensku sveitirnar Grafík, Greifarnir, Rickshaw og Bjarni Tryggva.“ Gríðarlegur metnaður var lagð- ur í útlit og fatnað sveitarinn- ar að sögn Bjössa og var Gerður í Flónni fengin til að sérsauma bún- inga eftir nýjustu tísku frá Lond- on. „Svo vorum við með margverð- launaða hárgreiðsludömu sem sá um klippingu og förðun enda var þetta á „eighties“ tímabilinu.“ Risatónleikarnir á Arnarhóli voru í beinni útsendingu á RÚV en um 20.000 manns voru viðstadd- ir þá sem var einstakt á þeim tíma. Þeir fengu mikið áhorf og voru að sögn Bjössa ábyggilega teknir upp á VHS-vídeóspólu á öðru hvoru heim- ili. „Við stóðum okkur vel á þessum tónleikum og þar með var frægðin kominn í einum hvelli og við tæp- lega undirbúnir fyrir ósköpin sem þessu fylgdu. Reyndar var frægðin komin á undan tónleikunum. Þegar við mættum á svæðið voru einhver bönd búin að spila. Þá sögðu Gulli Helga og Þorgeir Ástvaldsson sem voru kynnar við okkur: „Gott að þið eruð komnir, það er allur skarinn búinn að vera að kalla á Greifana.“ Við héldum að þeir væru að grínast og fórum allir í hnút en svo heyrð- um við á milli laga að þetta var rétt. Eftir tónleikana þurftum við að- stoð lögreglu til að komast í burtu af svæðinu.“ GÓÐAR MINNINGAR Ýmsar útihátíðir og sveitaböll standa upp úr í minningunni. „Við voru t.d. eina bandið sem spilaði á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum árið 1988 utan þess að Sléttuúlfarnir spiluðu í klukku- stund.“ Eitt ball í Hreðavatns- skála var líka sérlega eftirminni- legt. „Þá þurfti að loka þjóðvegi eitt sem liggur við húsið í rúma klukkustund vegna mannmergð- ar. Við spiluðum í tjaldinu við hlið- ina á skálanum og stemmingin sem myndaðist þar var einstök.“ Á tímabili var í miklu uppáhaldi hjá bandinu að spila í Tjarnarborg á Ólafsfirði. „Ástæðan var aðal- lega hversu skemmtilegur staðar- haldarinn var á þeim tíma en þar réð Rögnvaldur Ingólfsson lögum og lofum. Ævinlega urðu deilur í lok dansleiks við Rögnvald en hann vildi alltaf að við fengjum meira borgað en samið hafði verið um. Það kom ekki til greina af okkar hálfu. Samningar náðust þó alltaf á endanum.“ SAKNAR SVEITABALLA Margt hefur breyst í bransanum síðustu þrjá áratugi, sumt til betri vegar, annað ekki. „Ég er alinn upp á blómatímabili sveitaballa þar sem allir eldri en 16 ára skemmtu sér saman á sveitaböllum. Ég sakna þessa tíma, bæði sem gestur og líka sem hljómsveitarmeðlimur uppi á sviði. Þetta er liðin tíð og sveita- ballamenningin er nánast horfin.“ Aftur á móti er í dag hægt að halda veglegri tónleika en áður og fólk er duglegra að mæta og um leið tilbúið að borga hærra miða- verð. „Í dag upplifi ég gríðarlega grósku í tónlistarbransanum og næ ekki að fylgjast með nándar nærri öllu sem er í gangi. Ég kvíði engu þegar kemur að framtíð íslenskrar tónlistar.“ ANNIR FRAM UNDAN Undanfarin ár hafa Greifarnir spilað opinberlaga 10-20 sinnum á ári. Nú er hins vegar ætlunin að spila meira að sögn Bjössa og fara í órafmagnaða tónleikaferð um landið í tilefni 30 ára afmælisins. „Þar munum við leggja áherslu á mikla nánd við áhorfendur, taka lög sem heyrast ekki oft á böllum auk þess að rifja upp sögur af ferl- inum. Þetta er enn á undirbúnings- stigi og ekki komnar neinar fastar dagsetningar. Svo höfum við verið að hittast til að skoða og semja nýtt efni sem við höfum ekki gert lengi. Hvort eða hvenær við gefum þetta efni út kemur svo bara í ljós.“ ALLT Á FLEYGIFERÐ Greifarnir unnu Músíktilraunir fyrir 30 árum og hafa síðan skemmt landsmönnum. Fram undan er órafmögnuð tónleikaferð um landið. Greifarnir tilbúnir fyrir Listapoppstónleikana 1986. Ein bakraddasöngkona Fine Young Cannibals átti ekki til orð yfir hvað fötin voru flott. MYND/ÚR EINKASAFNI „Við stóðum okkur vel á þessum tónleikum og þar með var frægðin kominn í einum hvelli og við tæplega undirbúnir fyrir ósköpin sem þessu fylgdi,“ segir Bjössi um stórtónleikana á Arnarhóli 1986. MYND/VILHELM Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi *skv. gjaldskrá levi.com og gengistöflu Íslandsbanka 15.04.16 514 Straight frá kr. 12.990 Beinar niður Sitja á mjöðmum Létt teygja Verð í Danmörk frá kr. 14.137* Verð í Bretlandi frá kr. 12.367* 1 6 . A P R Í L 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R2 F Ó L K ∙ K Y N N I N G A R B L A Ð ∙ X X X X X X X XF Ó L K ∙ K Y N I N G A R B L A Ð ∙ H E L G I N 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 A -1 3 0 4 1 9 1 A -1 1 C 8 1 9 1 A -1 0 8 C 1 9 1 A -0 F 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.