Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 50
| ATVINNA | 16. apríl 2016 LAUGARDAGUR10
OKKUR VANTAR MIKILVÆGA HLEKKI Í KEÐJUNA
Laus störf
Um er að ræða störf hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga, sérgreinarritara/Skrifstofustjóra og deildarlæknia. Ef þú hefur áhuga á að takast á við
krefjandi starf, í líflegu og skemmtilegu umhverfi þá erum við að leita að þér.
Röntgendeild
DEILDARLÆKNAR
Lausar eru til umsóknar tvær stöður deildarlækna
röntgendeildar. Annars vegar er boðið upp á 6
eða 12 mánaða ráðningu. Fyrir þá sem hafa hug á
sérfræðinámi í myndgreiningu er boðið upp á allt að
tveggja ára stöðu sem nýtist til sérnáms.
Hins vegar á röntgendeild LSH, ísótópar, með
sérstakri áherslu á ísótóparannsóknir og „molekular
imaging”. Boðið er upp á allt að tveggja ára stöðu sem
nýtist til sérnáms.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Almenn störf deildarlæknis á röntgendeild
• Þátttaka í kennslu og þjálfun læknanema
• Þátttaka í rannsóknarvinnu
Hæfnikröfur
• Nákvæmni í vinnubrögðum
• Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
• Íslenskt lækningaleyfi
Nánari upplýsingar veitir Pétur H Hannesson,
yfirlæknir (peturhh@landspitali.is, 824 5322).
Umsóknarfrestur er til og með 26.10.2015.
Starfshlutfall er 100% og eru störfin laus frá
1. desember 2015 eða eftir samkomulagi.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Laun skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á;
www.landspitali.is, undir „laus störf”. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölmennur vinnustaður með um 5.100 starfsmenn. Hann er aðalsjúkrahús landsins og miðstöð menntunar og rannsókna í heil - brigðisvísindum.
Á Landspítala er lögð áhersla á öryggi, jafnrétti, ábyrgan rekstur, góðan starfsanda og bættan húsakost.
FRAMKVÆMDASTJÓRAR Á LANDSPÍTALA
LANDSPÍTALI AUGLÝSIR LAUSAR TVÆR STÖÐUR FRAMKVÆMDASTJÓRA
Leitað er að stjórnendum sem hafa bre na i áhuga á að vinna með forstjóra að því að byggja upp sterka
liðsheild og að framfylgja stefnu, markmiðasetningu og framtíðarsýn Landspítala. Miklar breytingar eru
framundan á spítalanum og mikilvægt að framkvæmdastjórar séu kraftmiklir og farsælir leiðtogar, reyndir
breytingastjórnendur og þekki til straumlínustjórnunar (“lean”).
Framkvæmdastjórar heyra beint undir forstjóra og sitja í framkvæmdastjórn spítalans. Framkvæmdastjórnin
er teymi sem vinnur saman að stefnumótun og ber sameiginlega ábyrgð á spítalanum í heild.
FRAMKVÆMDASTJÓRI LÆKNINGA
Undir framkvæmdastjóra lækninga, ásamt framkvæmdastjóra hjúkrunar,
heyra gæða- og sýkingavarnadeild, vísindadeild og mennt deild.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Vinna að öryggismenningu, gæðum í þjónustu og stöðugum umbótum
• Vinna að uppbyggingu kennslu- og vísindastarfs á spítalanum
• Vinna að eflingu mannauðs lækna og annarra heilbrigði stétta
• Innleiða nýjungar og breytingar og stuðla að framþróun starfseminnar
• Ber ábyrgð á sjúkraskrá spítalans og úrvinnslu kvartanamála
Hæfnikröfur
• Brennandi áhugi á framþróun spítalans
• Leiðtogahæfileikar
• Framúrskarandi samskiptahæfni
• Farsæl stjórnunarreynsla í heilbrigðisþjónustu
• Frumkvæði, áræðni og jákvætt viðmót
• Reynsla af þróunar- og rannsóknavinnu
• Hæfni og vilji til að líta á starfsemi spítalans sem eina heild
• Læknir með íslenskt sérfræðileyfi
• Veruleg akademísk reynsla
FRAMKVÆMDASTJÓRI FJÁRMÁLA
Undir framkvæmdastjóra fjármála heyra reikningshald, fjárstýring,
lau avinnsla, innkaup, hagdeild og vöruhús gagna.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Vinna að langtímaáætlunum, fjárhagsáætlunum,
kostnaðargreiningum, uppgjöri og eftirfylgni
• Vinna að umbótum og breytingum til að auka hagkvæmni í rekstri
og gegnsæja nýtingu fjármuna
• Vinna að samhæfingu fjármálastjórnunar við stefnu og starfsáætlun
spítalans
• Samstarf og tengsl við ráðuneyti, Sjúkratryggingar Íslands,
heilbrigðisstofnanir ofl.
Hæfnikröfur
• Brennandi áhugi á framþróun spítalans
• Leiðtogahæfileikar
• Framúrskarandi samskiptahæfni
• Frumkvæði, áræðni og jákvætt viðmót
• Hæfni og vilji til að líta á starfsemi spítalans sem eina heild
• Farsæl og yfirgripsmikil stjórnunarreynsla í sambærilegu starfi
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg
Landspítali er þjóðarsjúkrahús með víðtækt þjónustu,- menntunar- og vísindahlutverk. Framtíðarsýn spítalans er
að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Megináherslur í stefnu og starfs-
áætlun 2016 eru öryggismenning, þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. Gildi Landspítala eru:
Umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.
Landspítali er lifandi og fjölmennur vinnustaður með um 5.100 starfsmenn. Hann er aðalsjúkrahús landsins
og miðstöð menntunar og rannsókna í heil brigðisvísindum. Á Landspítala er lögð áhersla á öryggi, jafnrétti,
ábyrgan rekstur, góðan starfsanda og bættan húsakost.
Mat á umsóknum verður í höndum valnefndar þar sem forstjóri Landspítala tekur virkan
þátt, en forstjóri tekur ákvörðun um ráðningar í störfin. Ráðið er í störfin til 5 ára og er
starfshlutfall 100%.
Nánari upplýsingar á vef Landspítala; www.landspitali.is/mannaudur og Starfatorgi; www.
starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2016
www.hagvangur.is
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi
1
6
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
9
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
1
A
-1
C
E
4
1
9
1
A
-1
B
A
8
1
9
1
A
-1
A
6
C
1
9
1
A
-1
9
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
0
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K