Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 59

Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 59
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 16. apríl 2016 19 Leikskólakennarar óskast Leikskólakennara og deildarstjóra vantar í leikskólann Krakkaborg í Flóahreppi. Krakkaborg er þriggja deilda og að jafnaði dvelja þar um 40-45 börn frá 9 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Krakkaborg er í fimm mínútna akstri frá Selfossi. Hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun • Góð færni í mannlegum samskiptum • Áhugi og metnaður fyrir faglegu leikskólastarfi • Skipulagshæfni • Frumkvæði • Sjálfstæði í vinnubrögðum Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí. Við óskum einnig eftir skólaliða í Krakka- borg, í 87% stöðuhlutfall. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí. Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Hólm Þorkelsdóttir leikskóla stjóri í síma 480-0151. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið guggaholm@floahreppur.is SPENNANDI STÖRF Í HÁTÆKNIFYRIRTÆKI Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki með hátt í 4600 starfsmenn, þar af 500 á Íslandi. Fyrirtækið er brautryðjandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja og hugbúnaðar fyrir matvælaiðnað. Við leggjum ríka áherslu á nýsköpun og framþróun í öllu okkar starfi. Þess vegna viljum við ráða til okkur öflugar konur og karla sem hafa áhuga á að mæta nýjum og spennandi áskorunum á hverjum degi. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt, vinnutíminn er sveigjanlegur, félagslífið gott, lögð er áhersla á heilsueflingu starfsfólks m.a. með góðu mötuneyti og framúrskarandi íþróttaaðstöðu. VÖRUSTJÓRI HUGBÚNAÐAR Um er að ræða vörustjórnun (product management) fyrir hugbúnað sem snýr sérstaklega að MES lausnum (Manufacturing Execution System). Vörustjóri er ábyrgur fyrir vörunni, frá upphafi og út líftíma hennar. Starfið felur í sér samstarf við vöruþróun, þjónustu og sölunet Marel auk samskipta við viðskiptavini og samstarfsaðila á Íslandi og erlendis. Hæfniskröfur eru menntun í viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilegu. Reynsla af stefnumótun, þekking á alþjóðamörkuðum og reynsla af vörustjórnun er mikill kostur. VERKEFNASTJÓRI HUGBÚNAÐARVERKEFNA Starfið felst í verkefnastjórnun söluverkefna og þá sérstaklega hugbúnaðarhluta slíkra verkefna. Verkefnastjóri skipuleggur samstarf viðskiptavina, hugbúnaðarráðgjafa, vöruþróunar og annarra hagsmunaaðila á sviði hönnunar, uppsetningar, prófana, þjálfunar og innleiðingar á Innova hugbúnaði. Hæfniskröfur eru menntun á sviði verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði eða verkefnastjórnunar. Reynsla af verkefnastjórnun hugbúnaðarverkefna og samskiptum við viðskiptavini er mikill kostur. HUGBÚNAÐARRÁÐGJAFI Starfið felst í ráðgjöf, uppsetningu og innleiðingu á hugbúnarkerfum og verkferlum hjá viðskiptavinum Marel. Hæfniskröfur eru menntun á sviði rekstrarfræði, iðnaðarverkfræði, kerfisfræði eða sambærilegu. Reynsla af hugbúnaðarráðgjöf, innleiðingu og uppsetningu á hugbúnaðarkerfum er mikill kostur. „Að sjá hugmynd verða að veruleika er ótrúlega gefandi. Hjá Marel fæ ég að nýta öll verkfærin í kistunni til þess að að búa til hugbúnað sem notaður er út um allan heim.“ Ólafur Hlynsson, hugbúnaðar- verkfræðingur, kerfisforritari og áhugamaður um flug Marel leitar að snjöllu, skipulögðu og úrræðagóðu fólki í þrjár spennandi stöður í INNOVA hugbúnaðarteymi fyrirtækisins. Um er að ræða alþjóðleg verkefni sem krefjast ferðalaga erlendis. INNOVA er framleiðsluhugbúnaður fyrir matvælaiðnað sem styður við vinnsluferli, allt frá móttöku hráefnis til vöruafhendingar. Um 130 manns starfa við þróun, sölu og þjónustu á Innova. Hugbúnaðurinn er notaður af öllum helstu matvælafyrirtækjum heims. Innova er ört vaxandi þáttur í starfsemi Marel og skapar fyrirtækinu sérstöðu í þróun hátæknilausna fyrir matvælaiðnaðinn. Allar nánari upplýsingar um störfin og umsóknarform er að finna á marel.is/störf Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl. ORGANISTI KÓRSTJÓRNANDI LISTRÆNN STJÓRNANDI ORGANISTI – KÓRSTJÓRNANDI – LISTRÆNN STJÓRNANDI Langholtssókn í Reykjavík auglýsir laust til umsóknar starf organista. Um er að ræða 100% stöðu. HÆFNISKRÖFUR Gerð er krafa um að umsækjandi hafi kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða sambærilega menntun og hafi reynslu og þekkingu af kórstjórn. Við leitum að metnaðarfullri manneskju sem: - Býr yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum. - Leggur áherslu á tónlistarflutning í helgihaldi. - Vill starfa með teymi starfsfólks og sjálfboðaliða í syngjandi kirkju að kórastarfi og tónlistaruppeldi. Við mat á hæfni umsækjenda er að öðru leiti vísað til starfslýsingar/erindisbréfs sem finna má á heimasíðu: Langholtssóknar www.langholtskirkja.is. Launagreiðslur miða við launataxta kjarasamnings - Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO/organistadeildar FÍH. SKIL UMSÓKNA Umsóknarfrestur er til 14. maí 2016 en ráðið verður í starfið frá 1. ágúst 2016. Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem sóknarnefnd er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjenda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Eyðublaðið er á vef kirkjunnar, https://innri.kirkjan.is/pdf/samthykki-fyrir-oflun- upplysinga-ur-sakaskra.pdf Ráðningarferli verður með þeim hætti að valnefnd sem skipuð hefur verið af sóknarnefnd fer yfir umsóknir og boðar til viðtala í samráði við faglegan ráðgjafa. Sóknarnefnd tekur endanlega ákvörðun um ráðningu. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Frekari upplýsingar um starfið veita: Björg Dan Róbertsdóttir formaður sóknarnefndar og sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur. Starfslýsingu má finna á vef Langholtssóknar www.langholtskirkja.is Umsóknum ásamt afritum af prófskírteinum og ferilskrá skal skilað rafrænt á neðangreint netfang: bjorgdr@gmail.com. Langholtskirkja ORGANISTI KÓRS JÓRNANDI LISTRÆNN STJÓRNANDI Ertu að leita að talent? Við finnum starfsmanninn fyrir þig lind@talent.is bryndis@talent.is www.talent.is | talent@talent.is 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 1 2 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 1 A -1 C E 4 1 9 1 A -1 B A 8 1 9 1 A -1 A 6 C 1 9 1 A -1 9 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.