Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 117
Breski leiklistarskól-
inn Drama stuDio
lonDon mun halDa inntöku-
próf í reykjavík laugar-
Daginn 21. maí.
Ratchet and Clank
Ævintýraleikur
PS4
★★★★★
Hinir geysivinsælu Ratchet og
Clank hafa snúið aftur. Þeir félagar
þurfa að koma sólkerfinu aftur
til bjargar í skemmtilegum ævin-
týraleik. Nýjasti leikurinn um þá
var gefinn út á dögunum en um er
að ræða endurgerð á hinum upp-
runalega Ratchet and Clank frá
2002. Seinna í mánuðinum verður
svo gefin út kvikmynd, sem byggir
á sama söguþræði og leikurinn.
Það er ekki oft sem eldri leikir eru
endurgerðir á þennan hátt, en ekki
bara uppfærðir og óhætt er að segja
að það komi ágætlega út.
Ratchet er vélvirki sem dreymir
um að ganga til liðs við varðmenn
sólkerfisins og ferðast um geiminn.
Clank er gallað stríðsvélmenni
sem brotlendir á plánetu Ratchet.
Saman þurfa þeir svo að koma
heiminum til bjargar.
Í gegnum ferðalag þeirra félaga
safna Rathcet og Clank byssum og
græjum sem gera þeim betur kleift
að berjast við óvini sína. Vopn
leiksins er hægt að betrumbæta og
þróa. Það er þó alltaf hægt að grípa
til gamla og góða skiptilykilsins til
að lumbra á vondu körlunum.
Leikurinn er mjög fjölskyldu-
vænn og býður upp á mjög fjöl-
breytta spilun. Allt frá því að fljúga
geimskipi, leysa þrautir, berjast
við óvini eða keppa á svifbretti.
Hann lítur mjög vel út, talsetning
er skemmtileg og samtöl karaktera
eru full af bröndurum fyrir bæði
börn og fullorðna.
Þá geta spilarar safnað ýmsum
hlutum eins og sérstökum boltum
úr gulli og spilum. Þannig er fólk
hvatt til að snúa aftur til pláneta
sem búið er að fara yfir til að leysa
þrautir sem ekki var hægt að fara
í gegnum áður. Allt í allt er um
að ræða um 15 klukkustundir af
spilun.
Nýi Ratchet and Clank leikurinn
ætti ekki að valda gömlum aðdá-
endum vonbrigðum auk þess að
afla fjölda nýrra. Leikurinn er eins
og áður segir byggður á uppruna-
lega leiknum, en hann er gerður
upp á nýtt frá grunni. Það kemur
vel út og lífgar hressilega upp á einn
af helstu tölvuleikjakarakterum
síðasta áratugar. Samúel Karl Ólason
ratchet og Clank betrumbættir
Ratchet og Clank mæta óvinum sínum á
nokkrum plánetum.
Mynd/InSoMnIaCGaMeS
Háskólinn á Akureyri
Hlökkum til að sjá þig
Í HÁSKÓLABÆNUM AKUREYRI
HeilbrigðisvísindasviðHug- og félagsvísindasvið Viðskipta- og raunvísindasvið
■ Hjúkrunarfræði
■ Iðjuþjálfunarfræði
■ Félagsvísindi
■ Fjölmiðlafræði
■ Nútímafræði
■ Sálfræði
■ Kennarafræði
( leikskóla-, grunnskóla-
og íþróttakjörsvið NÝTT)
■ Lögfræði
■ Viðskiptafræði
■ Líftækni
■ Sjávarútvegsfræði
www.unak.is
Allt nám er einnig hægt að stunda í fjarnámi.
Mikið framboð af skiptinámi.
býður upp á einstaklingsmiðað og fjölbreytilegt nám
í frábæru umhverfi.
Framhaldsnám
Framhaldsnám
Framhaldsnám
Heilbrigðisvísindi MS/Diplóma
Félagsvísindi MA
Lögfræði ML
Menntunarfræði MEd
Menntavísindi MA
Fjölmiðla- og boðskiptafræði MA/Diplóma
Heimskautaréttur LLM/MA/Diplóma
Auðlindafræði MS
Viðskiptafræði MS
Umsóknarfrestur er til og með 5. júní
Breski leiklistarskólinn Drama
Studio London mun halda inn-
tökupróf í Reykjavík laugardaginn
21. maí. Meðal leikara sem hafa
stundað nám við skólann eru þau
Emily Watson, Adrian Lukis, Rune
Temte og íslenski leikarinn Theo-
dór Júlíusson. Ekki er óalgengt að
leiklistarskólar haldi inntökupróf í
fleiri borgum en sinni heimaborg,
en þetta er í fyrst sinn sem Drama
Studio kemur til Íslands.
„Það var alveg dásamlegt að vera
í þessum skóla, mjög fjölbreytt nám
og frábærir kennarar. Ég kem til
með að kynna starf skólans í upp-
hafi prufudagsins. Skólinn er til
húsa í fallegu gömlu húsi í vestur-
hluta London og er þekktur fyrir
hlýlegt og persónulegt andrúmsloft.
Margir leiklistarskólar í London eru
orðnir hluti af stærri háskólum, en
Drama Studio London er eingöngu
leiklistarskóli. Ýmsir „farandkenn-
arar“ tala um að skólinn búi enn yfir
töfrandi andrúmslofti gömlu leik-
listarskólanna, þar sem nemendur
og kennarar eru eins og ein stór
fjölskylda. Æft er í öllum krókum
og kimum þessa fallega húss,“ segir
Margrét Kristín Sigurðardóttir
en hún útskrifaðist úr skólanum í
fyrrahaust.
Undirbúa þarf tvo mónólóga fyrir
inntökuprófið, en nánari upplýs-
ingar um það er að finna á heima-
síðu skólans. Skólinn býður upp á
þrjár námsbrautir, allt frá einu ári
til þriggja ára BA-náms í leiklist.
„Prufurnar fara fram á Dansverk-
svæðinu Skúlagötu 30. Fólk sækir
um í gegn um heimasíðu skólans og
hvet ég alla áhugasama til að sækja
um í inntökuprófið,“ segir Margrét.
gudrunjona@frettabladid.is
Dásamlegur
leiklistarskóli
Margrét Kristín Sigurðardóttir, út-
skrifaðist úr skólanum haustið 2015.
L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 65L A U G A R D A G U R 1 6 . A P R í L 2 0 1 6
1
6
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
8
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
1
9
-C
4
0
4
1
9
1
9
-C
2
C
8
1
9
1
9
-C
1
8
C
1
9
1
9
-C
0
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
0
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K