Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 14
LARSLÖNNROTH
Hetjurnar líta bleika akra
Athuganir á Njáls sögu og Alexanders sögu
í 75ta kapÍtula Njáls sögu verður Gunnari litiö upp til hlíðar-
innar og bæjarins að Hlíðarenda og mælir þau orð, sem síðan er
oftlega til vitnað: „Fggr er hlíðin, svá at mér hefir hún aldri jafn-
fpgr sýnzk, bleikir akrar ok slegin tún, ok mun ek ríða heim aptr ok
fara hvergi.“ Fáir staðir í íslenzkum bókmenntum hafa verið rædd-
ir til annarrar eins hHtar og þessi. Það var þó ekki fyrr en 1954 að
Einar Ól. Sveinsson benti á hliðstætt atvik í Alexanders sögu sem
ekki hafði fyrr verið gaumur gefinn, hugsanlega fyrirmynd þessarar
frásagnar. Einar Ólafur segir um þetta:
Mönnum hefur oröið tíðrætt um bleika akra, og skal ég hnýta hér við at-
hugasemd um þau orð. Eg hef ekki rekizt nema á einn stað annan, þar sem
þau koma fyrir saman, en það er í Alexanders sögu. Þar segir, að á leiðinni
til Asíu leit Alexander konungur aldrei aftur til föðurlands síns; gleymdi hann
því, og var þar þó eftir móðir hans og systir. ‘At komanda morgni’, eftir að
hann var kominn til Asíu, ‘gengr konungr á fjall eitt hátt ok sér þaðan yfir
landit. Þar mátti hann alla vega sjá frá sér fagra vollu, bleika akra, stóra
skóga, blómgaða víngarða, sterkar borgir. Ok er konungr sá yfir þessa fegrð
alla, þá mælir hann svá til vildarliðs síns: ‘Þetta ríki, er nú lít ek yfir, ætla
ek mér sjálfum. En Grikkland, fpðurleifð mína, vil ek nú gefa yðr upp.” Mér
er gjarnt að hugsa mér, að höfundur Njálu hafi þekkt þessa frásögn og hafi
hún kveikt í honum, þegar hann skóp hina fullkomnu andstæðu hennar, sög-
una af hetjunni, sem sneri aftur. (Brennu-Njáls saga, Islenzk fomrit XII,
1954, bls. XXXVI, leturbreytingar Einars 01. Sveinssonar.)
Hugmyndin að samband sé á milli þessara sagna styðst við þá
skoðun að Brandur biskup Jónsson (d. 1264) hafi þýtt Alexanders
sögu, en hann var ábóti í Þykkvabæj arklaustri 1247-62 og einhver
fremsti maður Svínfellingaættar.1 Almennt er talið nú á dögum að
Njála hafi verið samin suðvestanlands nokkru eftir lát Brands bisk-
ups. Barði Guðmundsson heldur að höfundur hennar hafi verið
Þorvarður Þórarinsson, einn af höfðingjum Svínfellinga. Þó ve-