Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 203
SKÍRNIR
STAÐTOLULEG MÆLING
197
fol.) og Magnúss sögu helga hinni lengri (ísl. fornr. XXXIV). (Sjá
nm. 5.)
Bergur Sokkason ábóti á Munkaþverá hefur veriö afkastamaður
mikill við ritstörf, ef öll þessi verk eru réttilega eignuð honum. Þó
er það í sjálfu sér ekki ótrúlegt. Eðlilegt er þó, að spurt sé, hvort
óhjákvæmilegt sé að telja, að það mark, þau einkenni máls og stíls,
sem Hallberg hefur fundið á öllum þessum ritum, sé í rauninni rit-
mark eins manns. Það er ómögulegt að kveða upp úrskurðardóm
um þetta, en mér er nær að halda að svo sé ekki. Aður er drepið á
riddarasögur í sambandi við þetta rannsóknarefni, og þegar Clarus
saga er orðin verk Bergs, vaknar að nýju spurningin: Að hve miklu
leyti eru þau sérkenni, sem Hallberg hefur lýst, einnig málmark ridd-
arasagna, þeirra sem þýddar hafa verið eða samdar um svipað leyti?
Um og eftir 1300 kemur upp nýr stíll, skrautlegur og orðmargur, og
á sama tíma ber eitthvað á norskum áhrifum í máli. Þennan stíl hafa
Widding, Hallberg og ef til vill fleiri kallað „florissant stil“, skrúð-
stíl. í honum er bæði viðhöfn og hraði, og eflaust er hann nokkuð
sér um orðaforða og orðfæri. Hann á einkum heima í uppbyggileg-
um bókmenntum, sem oft eru þýðingar eða endursagnir erlends
efnis. Klerkar hafa eflaust átt mikinn þátt í mótun hans. Riddara-
sögur voru einnig margar uppbyggilegs efnis, fluttu kristilegar hug-
sjónir á sinn hátt. Hallberg hefur vissulega sýnt, að þau rit, er hann
eignar Bergi ábóta, eru bæði hvert öðru lík og sérstæð um mikils-
verð einkenni í máli og stíl, þannig að þau skera sig greinilega úr.
En meiri vitneskju um þessa stíltegund í heild þarf að afla áður en
hægt er að ákveða með sannfærandi líkum hlutdeild eins manns í
því, er ritað var samkvæmt þessum sérstaka smekk og skóla. Þarna
eru það fyrst og fremst riddarasögurnar, en líklega sitthvað fleira,
sem rannsaka þarf. Einmitt í klaustrum hlýtur að teljast líklegt
að einstakir ritmenn og bræður hafi fengið sömu stílmótun og ritað
sama s'tíl. Þetta leiðir af hinu andlega umhverfi klaustursins, þar sem
möguleikar gagntækrar mótunar hljóta að hafa verið meiri en í flest-
um skólum síðar. Þessvegna er viðsjárvert að eigna einum andleg-
um föður í klaustri mesta fjölda ritverka, er bera sama mót, þótt
nafn hans sé tengt tveimur þeirra.
Um það má deila, hversu gagnlegt það sé í raun og veru að reyna
að finna einstökum bókverkum höfunda, úr því að möguleikar á