Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 219
HANNES FINNSSON:
MANNFÆKKUN AF HALLÆRUM
J<5n Eyþórsson og Jóhannes Nordal sáu um útgáfuna
Almenna bókafélagið, Reykjavík 1970
Meðal þeirra bókaflokka eða ritraða, sem Almenna bókafélagið hefur
hrundið af stokkunum, er sá ekki síztur, sem einna minnst hefur látið yfir
sér í broti og öðrum búnaði, Bókasafn AB: Islenzkar bókmenntir.
Bækur þessa flokks eru smáfríðar ásýndum, snyrtilegar og vel út gefnar,
svo sem vænta mátti af þeim völdu mönnum, er þar hafa um fjallað. Ef til vill
eru þær samt ögn of hátíðlega búnar til þess að höfða til alls almennings,
og þó einkum til þeirra sem landið erfa, unga fólksins. Hefði ekki verið til-
valið fyrir svo ötult og athafnasamt útgáfufyrirtæki sem Almenna bókafélagið
að hefja pappírskiljuútgáfu með því að bjóða yngstu kynslóðinni að kynnast
sæmdarkonunum Kristrúnu í Hamravík og Önnu á Stóruborg? Mér býður
í grun, að þann veg hefðu þær komizt, ef ekki í fleiri hendur, þá altjent
fyrir fleiri augu. Mál virðist til þess komið, að íslenzkir útgefendur átti
sig á þeirri byltingu í bókaútgáfu og bóklestri, sem hófst í miðri heimskrepp-
unni miklu með ensku Penguin-bókunum. Mál og menning hefur nú hafið
útgáfu pappírskilja um félagsfræði og stjómmál. Hví skyldu ekki aðrir feta í
sömu slóð, Almenna bókafélagið, Helgafell, ísafold, Iðunn og aðrir útgefendur,
sem nú kveður mest að? Að vísu hafa allir þessir aðilar - og enda fleiri —
stigið fáein ofur gætileg spor í áttina, en með hálfum huga að því er virðist.
Ekki er hér með sagt, að rit Hannesar biskups um Mannfækkun af hall-
œrum ætti að svo komnu erindi í ódýra fjöldaútgáfu með vinsælustu skáld-
sögum Jóns Trausta, Guðmundar Hagalíns og annarra höfunda á tuttugustu
öld. En fyrir smærri hóp, álitlegan þó og ötulan við bókakaup að því er ætla
má, ætti að vera þakklátt verk að gefa út rit hinna vanmetnu og vanræktu
höfunda, sem lifðu og störfuðu fyrir daga Sveinbjamar Egilssonar.
Rit Hannesar biskups, bæði það sem hér um ræðir og önnur, sem einnig
birtust í Ritum Lærdómslistafélagsins eða annars staðar, em meðal annars
merkilegur vitnisburður um menntun, áhugamál og söguskilning þeirra átj-
ándu aldar manna, sem skipuðu sér undir merki skynsemis- og fræðslustefn-
unnar. Föðurlandsást hefur löngum verið talin aðalsmerki og gott ef ekki
uppgötvun rómantísku hreyfingarinnar. En nú getur hver sem vill séð, að
skynsemisstefnumanninn Hannes Finnsson skortir ekki ást á landi sínu eða
þjóð. Gleggsti munurinn á honum og þeim, sem síðar komu, er sá að hann
sér hlutina í réttu Ijósi, og hann varast af fremsta megni að rugla saman
raunveruleika og hillingum. Hann leitar ekki uppi hetjur til þess að falla í
stafi fyrir, og fomöldin er honum hreint ekki hugstæðari en ömurlegu ald-
imar. Á hraðferð sinni um þjóðarsöguna staðnæmist hann við hafís, eldgos,
öskufall, grasbrest, heyleysi, skepnufelli og stórsóttir. Plágan mikla og bólu-
sóttarfaraldur er honum hugleiðingaefni, en ekki Njálsbrenna eða garpskap-
ur sögualdar og vígaferli Sturlungaaldar.