Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 161
SKÍRNIR NOTKUN EINSTAKRA ORÐFLOKKA 155
asken slangens leje’. Pá denne máde bliver skjaldesproget overlæsset
med substantiver som næppe nogen anden stilart i verden. Verbet
derimod beholder sin naturlige form.“4
Hér er vikið að allmerku atriði, þ. e. því, að notkun einstakra
orðflokka getur verið breytileg í hinum ýmsu tegundum skáld-
skapar. Eins og hér kemur fram, leiðir það af hinni miklu notkun
kenninga í dróttkvæðunum, að þar eru nafnorð óvenjulega mikill
hluti af heildarorðaforðanum, og jafnframt leiðir það af eðli máls-
ins, að verulegur hluti þessara orða hlýtur að standa í eignarfalli,
stýrðu af nafnorði (sem eignarfallseinkunnir), þar sem kenniorð
kenninga standa allajafna í þeirri stöðu. Þannig verður að gera
ráð fyrir því, að þetta máleinkenni og mikil kenninganotkun fylgist
að, og má því húast við að óreyndu, að t. d. í íslenzkum rímum frá
síðari öldum, þar sem kenninganotkun er veruleg, myndi nafnorð
öllu stærri hluta orðaforðans en ella.
Vitneskja um tíðni einstakra orðflokka er ekki fyrir hendi að því
er snertir neina tegund lauss eða bundins máls í íslenzku, enda er
heildarathugun á því að sjálfsögðu nær óframkvæmanleg vegna hins
mikla magns, sem kanna þyrfti. Hins vegar hefur sá, sem hér ritar,
gert nokkrar úrtaksathuganir á ljóðum eftir nokkur höfuðskáld
síðustu aldar og yngri, með það í huga að leiða í ljós, hvort finna
megi nokkurn marktækan mim þessarar tegundar í verkum þeirra.
Könnuð voru eftirfarandi atriði:
A. Heildarorðafjöldi verksins.
B. Heildarfjöldi nafnorða.
C. Fjöldi þeirra nafnorða, sem standa í eignarfalli og stýr-
ast af öðru nafnorði (nafnstýrðar eignarfallseinkunn-
ir).
D. Fjöldi sagnorða. Þó var sleppt hj álparsögnum og þeim
öðrum, sem gegna hliðstæðu hlutverki innan setninga.
Um lýsingarhætti sjá næsta lið.
E. Lýsingarorð. Með þeim voru taldir allir lýsingarhættir
í samsettum orðum og yfirleitt allir aðrir, sem notaðir
eru sem lýsingarorð (eru ekki liðir í samsettum tíðum
eða myndum).
Jafnan voru könnuð tvö atriði, þ. e. sjálfur orðafjöldinn og út-
reiknaður hundraðshluti hans (%) af heildarorðafjöldanum. Til