Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 58
56 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
bókaskrár ná yfir, en á lausum blöSum eru varðveittir reikningar
1900-01 og svo 1902 og 1903.
Með því að þetta misræmi gæti í nokkrum tilvikum valdið rugl-
ingi, verður, þegar svo stendur á, í þessari ritgerÖ sá háttur hafður til
samræmis að nota tvö ártöl, og stendur þá síðara ártalið innan
hornklofa, þegar það er ekki skráð í Gjörðabók.
Lítum nú nánar á þá vitneskju, sem Gjörðabók veitir.
Fyrsta árið voru félagsmenn 15, og greiddi hver þeirra 4 kr. í árs-
tillag. Næsta ár bættust við 3 félagsmenn, en 1 hætti. Það ár var
ársgjaldiÖ 2 kr., en hinir nýju félagar greiddu auk þess 2 kr. inn-
göngutillag. Þriðj a árið, 1891-92, bættust enn 3 við og 1 hætti þátt-
töku. Argjaldið var 3 kr., en auk þess greiddu hinir nýju 2 kr. inn-
göngutillag.
Starfsárið 1892-93 bættust félaginu 3 nýir meðlimir og urðu nú
22. Þennan vetur var gerð svohljóðandi samþykkt á fundi í Múla
21. jan. 1893:
Var samþ. að gefa utanfélagsmönnum kost á að nota hinar eldri bækur
-bókasafnið- til næsta ársfundar fyrir 2 króna tillag, er greiðist í félagssjóð,
og hafa þeir upp frá því félagsmannaréttindi.
Þetta ár voru bæði árstillag og inngöngutillag 2 kr. Einn hinna
nýju, séra Lúðvík Knudsen, greiddi hvort tveggja gjaldið, en hinir
tveir aðeins inngöngutillag. Annar þeirra, Þórarinn Jónsson á Hall-
dórsstöðum, var aðeins í félaginu þennan vetur, en hinn, Hólmgeir
Þorsteinsson, taldist síðan fullgildur félagsmaður.
Næsta starfsár, sem í Gjörðabók er aöeins táknað með 1893,
bættust við 5 nýir meðlimir, en 3 hættu, svo að félagatalan varð 24.
Af hinum nýju greiddi einn, Einar Benediktsson á Héöinshöfða,
bæði inngöngutillag, 2 kr., og árstillag, 3 kr., hinir aðeins inngöngu-
tillag.
Án þess að fundin verði í Gjörðabók nokkur samþykkt um efnið,
hefst nú í reynd lítil skipulagsbreyting. Þeir, sem þarna greiddu
aðeins inngöngutillag, urðu aukafélagar, þ. e. þeir munu hafa feng-
ið not af eldri bókum félagsins, en nýjar bækur gengu meðal full-
gildra félagsmanna þennan vetur.1
Næsta ár, sem í félagsmannatali er einnig aðeins táknað með
einu ártali, 1894, fækkaði félagsmönnum um 2. Nú var fyrst greint