Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 185
SKIRNIR
GUÐMUNDUR KAMBAN
179
um, sem er raunar vandséð, hvaða erindi eigi til íslenzkra les-
enda. Að þessu fyrirkomulagi verkanna er ýmislegt að finna. Skáld-
skaparferill Kambans hefði tekið á sig skýrari mynd í augum les-
enda, ef stærri verkunum hefði hreinlega verið raðað eftir aldri. En
úr því að sú stefna var tekin að hafa hverja skáldskapartegund sér,
ætti það ekki að hafa verið neitt áhorfsmál, að leikritin skyldu
skipa öndvegissess og vera fremst. Hefði farið vel á því, að ritsafnið
hæfist á Höddu Pöddu, fyrsta alvöruverki Kambans. Alla tíð taldi
Guðmundur Kamban sig fyrst og fremst leikritahöfund, og að eigin
sögn leiddist hann aðeins út á brautir skáldsögunnar, af því að hon-
um gekk erfiðlega að koma leikritum sínum á framfæri.
Ekki liggur Ijóst fyrir, eftir hvaða reglum verkunum er komið
fyrir innan þessara marka. Einna helzt virðist sem þeim hafi upp-
haflega átt að raða eftir aldri, en síðan verið gerðar ýmsar tilfær-
ingar á því skipulagi. Smásögunum hefur verið raðað trúverðuglega
eftir meintum aldri þeirra. Hér ber þess þó að geta, að Vondafljót
birtist upphaflega í Berlingske Tidende 16. júní 1918, og Vigfús Aþ-
anasíusson er a. m. k. 11 árum eldri en hann er gerður í útgáfunni,
því að hann birtist í Berlingske Tidende 17. febrúar 1924. Um kvæð-
in er það að segja, að þau eru að mestu leyti birt í tímaröð, þó er
kvæði frá 1915 sett niður á milli tveggja kvæða frá 1907! Skáldsag-
an Hús í svefni kom út 1925 og ætti því eðlilegast að koma næst á
eftir Ragnari Finnssyni, en í stað þess er henni komið fyrir á eftir
Þrítugustu kynslóðinni, sem út kom 1933. Illa fer á því, að Skálholti
er dreift á þrjú bindi í stað þess að vera í tveimur. Leikritið Þess
vegna skiljum við er staðsett á milli Marmara og Vér morðingjar;
væri aldur eldri gerðar þess látinn ráða, ætti það að vera næst á
eftir Vér morðingjar, en sé tekið mið af yngri gerðinni, á það
réttilega heima á milli leikritanna I Skálholti og Vöf. Má vera, að
skýring þessarar ruglingslegu röðunar sé sú, að verkin hafi að
nokkru leyti verið valin saman eftir lengd þeirra, þannig að bindin
7 yrðu nokkurn veginn jafnþykk. Og það er vitaskuld sjónarmið út
af fyrir sig!
Þar sem mörg leikrit Kambans eru til í tveimur gerðum, er um-
sjónarmönnum nokkur vandi á höndum hvora birta skuli. Telja má
eðlilegast, að verkin séu hirt eins og höfundur gekk síðast frá þeim.
í þessu gætir þó nokkurs misræmis. Leikritið Hin arabísku tjöldin