Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 224
218
RITDÓMAR
SKÍRNIR
Fjórði kaflinn, Ádeilur, er sýnu mestur, tekur yfir röskan helming af eigin-
legum texta ritgerðarinnar. Fyrsti þáttur hans nefnist: Frá rómantík til raun-
sæis. Gerir höfundur þar á þremur blaðsíðum grein fyrir þeirri breyting,
sem felst í fyrirsögninni og hún telur verða á Ameríkuárum Kambans. Síðan
fjallar hún í aldursröð um fjögur leikrit hans: Marmara, Oss morðingja,
Stjömur öræfanna og Sendiherrann frá Júpiter; enn fremur um fjórar smá-
sögur og skáldsöguna Ragnar Finnsson.
Þá fylgir útdráttur á ensku og ritaskrá um prentuð og óprentuð verk Kamb-
ans og svo önnur heimildarrit höfundar.
í öllum meginatriðum virðist þessi ritgerð trúverðuglega unnin. Frágangur
og tilvísanir eru traustvekjandi. Benda má þó á prentvillur: 56. bls. 3. 1. a. n„
bók í stað bóka, og 71. bls. 9. 1. a. o., úrgáfunni í stað útgáfunni. Ekki er
ætíð fullt samræmi í meðferð erlendra mannanafna. Þannig standa þeir
saman í röð í næstneðstu línu á 35. bls. Ibsen, Bjömson, Molíére, Dumas. Er
hætt við, að Bjpmson og Moliére hefðu ekki séð sérstaka verðleika hins fyrsta
og síðasta til réttrar stafsetningar umfram þá sjálfa. Ekki er heldur samræmi í
meðferð bókatitla. Þannig notar höfundur, mót venju, aðeins stóran staf í
fyrsta orði enskra bókatitla, og er þó enskri venju fylgt í útdrættinum. Hins
vegar fá danskar bækur að halda stómm stöfum inni í titlum, þegar stafsetn-
ing þeirra hefur verið með þeim hætti.
Enn skal vikið að einu, er lýtur að sjálfu „handverkinu" við að semja fræði-
lega ritgerð. Það er þó grandvallaratriði, að því er varðar allt fræðimannlegt
siðferði. Hér á ég við þá skyldu sérhvers fræðimanns að láta heimilda sinna
getið.
Ekki er að þessu vikið hér vegna þess, að Helga Kress sé öðrum sekari.
Síður en svo. Hún virðist flestum heiðarlegri, og því verða gerðar til hennar
ýtrastu kröfur. Helga birtir skxá um heimildir sínar og vitnar trúverðuglega
til þeirra. Hins vegar hafa jafnvel verið gefnar út doktorsritgerðir án þess,
að hlítt hafi verið þessari lágmarkskröfu um fræðileg vinnubrögð. Á hverju
ári koma líka út digrir doðrantar undir yfirskini fræðimennsku án þess, að
unnt sé að eygja haus eða sporð á heimildum höfunda. Það er þó afdráttar-
laus skylda fræðimanns að láta jafnan getið heimilda, hvort heldur er munn-
legra eða skriflegra. Mér virðist, að um eitt atriði a. m. k. kunni Helga Kress
að hafa brugðizt þessari skyldu.
Þar sem hún fjallar um skáldsöguna Ragnar Finnsson, lætur hún þess
getið á 82. bls., að 1912 hafi komið út í New York hókin My Life in Prison
eftir Donald Lowrie, og segir:
„Enginn vafi er á því, að Guðmundur Kamban hefur kynnt sér þessa bók
allrækilega og fær þaðan fjölmörg efnisatriði í skáldsögu sína...“
Hún rennir síðan traustum stoðum undir þessa fullyrðing með því að birta
hlið við hlið úr báðum verkunum tilvitnanir, sem um orðalag og minni era
nær samhljóða. Að því loknu bregður hún fyrir sig úrdrætti og segir á 85. bls.:
„Ákaflega ósennilegt er, að hér geti verið um tilviljun að ræða ...“
Hvergi verður annað séð af ritgerðinni en hér hafi Helga Kress af fund-