Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 182
176
HELGA KRESS
SKÍRNIR
kynslóðin (30. Generation, 1933). Fjallar hún um Island samtímans,
þ. e. þrítugustu kynslóðina frá landnámi, og boðuð er nauðsyn er-
lendra menningarstrauma. Frá unga aldri var Guðmundi Kamban
þetta efni mjög hugleikið, og vikur hann hvað eftir annað að því í
blaðagreinum, fyrirlestrum og viðtölum.24 Telur hann, að til þess
að geta talizt siðmenntuð þjóð, verði íslendingar að fylgjast með í
því, sem gerist hjá erlendum stórþjóðum, jafnt í tízku og siðum
sem öðrum málum. I Þrítugustu kynslóðinni finnur hann að flestu,
sem minnir á aldalanga einangrun þjóðarinnar. íslenzk peysuföt
og sítt hár kvenna eru honum mikill þyrnir í augum, einnig neftóbak
og rímur. Hann vill opna landið upp á gátt fyrir öllum erlendum
áhrifum svo og útlendingum, sem kynnu að vilja setjast hér að.
Sagan hefst með flugvéladyn yfir styttu fyrsta landnámsmannsins á
Arnarhóli og lýkur á lýsingu og hástemmdu lofi um komu flugflota
Balbos til íslands, sem gerir landið að þátttakanda í heimsviðburð-
um og færir það nær umheiminum.
I samræmi við þessa alþjóðahyggju tók Kamban ungur upp ætt-
arnafn sitt, og alla tíð var hann mjög áfram um, að Islendingar
legðu niður forna nafnsiði, sem hann sagði úrelta og hlægilega í
augum siðmenntaðra útlendinga. Gerði hann m. a. í því sambandi
ítarlegar tillögur um íslenzk ættarnöfn, sem sum voru síðan tekin
upp.25
í beinum tengslum við þetta er einnig stílstefna Kambans. í grein,
sem hann skrifaði tvítugur að aldri, vegur hann mj ög að málhreins-
unarstefnunni, sem hann nefnir svo, og íslenzkri bókmenntagagnrýni,
sem hann segir fólgna í upptalningu á orðum, sem ritdómarar telji
vonda íslenzku, en góðan stíl telur hann ekki kominn undir mál-
fræðiþekkingu. Beztu rithöfundana segir hann vera þá, sem skrifa
svo, að lesendur heyri þá tala. Sjálfsagt þykir honum, að íslenzkir
rithöfundar taki upp erlend orð og slanguryrði í verk sín.26 Þessari
stefnu fylgir Kamban síðan í öllum verkum sínum, jafnt skáldsögum
sem leikritum. En hann virðist á hinn bóginn ekki gera sér grein fyr-
ir því misræmi, sem felst í því, að jafnhliða útlenzkuslettum notar
hann mikið af sjaldgæfum íslenzkum orðum eða jafnvel nýyrðum,
sem láta ókunnuglega í eyrum. Orð eins og blómvöndull, skynborinn,
hugstola, talvœkur, kaldrœði, fallbeinn, klœðabúr, atleitni, fartogi,
viðkennsla stinga undarlega í stúf við barbarískur, húmbúg, system,