Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 164
158
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
esar sýnir aðeins 2,2%, kvæði Matthías£ir 6,2%, en kvæði Einars
9,1%, sem er hátt og nálgast hlutfallið í 10. Númarímu (10,4%)
(sbr. 1. mynd). Því er ljóst, að notkun nafnstýrðs eignarfalls nafn-
orða er allmikil í hafískvæði Einars Benediktssonar, og svo mikil, að
naumast getur verið um einbera tilviljun að ræða. Niðurstöðurnar
sýna einnig, að í kvæði Einars er lægst hlutfall sagnorða og hæst lýs-
ingarorða af þessum þremur kvæðum - meira að segja er þar hærra
hlutfall lýsingarorða en í kvæði Hannesar, þrátt fyrir þann mikla
mun, sem er á hlutfallslegum fjölda nafnorða í þessum kvæðum — og
bendir það til þess, að í kvæði Einars birtist dáleikar á orðum, sem
fremur túlka kyrrstæða lýsingu en beina frásögn. 10. Númaríma sýn-
ir þó hæst hlutfall sagnorða og lýsingarorða af þessum fjórum verk-
um (sbr. 2.-3. mynd), en vafasamt er að draga ályktanir af þvi, þar
sem búast má við, að rímnahátturinn kalli frekar á stuttar setningar
(margar umsagnir) en hin frjálsari frásagnaraðferð hinna kvæð-
anna. Um lýsingarorðin er erfiðara að segja, en þó má vera, að
mikla tíðni þeirra megi skýra með ummælum Jónasar Hallgríms-
sonar í ritdómi hans um Tístransrímur Sigurðar, þar sem hann segir
þegar hann er að ræða um hortitti í rímtmum: „... eínkmn eru
þeír [þ. e. leirskáldin] hnaskari, enn frá verði sagt, að ná mátulega
laungum lísíngarorðum (adjectivis), og kjeíra þau inn í götin á
erindunum, enn hirða aldreígi, hvað þau þíða . . .“5
Þá voru athuguð til samanburðar fjögur kvæði eftir lærð skáld
frá fyrra helmingi síðustu aldar, tvö eftir Bj arna Thorarensen, ísland
(Þú nafnkunna landið..., V) og Veturinn (VI), og önnur tvö
eftir Jónas Hallgrímsson, Gunnarshólmi (VII) og Fjallið Skjald-
breiður (VIII). Niðurstöður urðu þessar:
A B C D E
V. 160 48 4 26 11
30,0% 2,5% 16,3% 6,9%
VI. 218 69 12 41 18
31,7% 5,5% 18,8% 8,3%
VII. 489 174 24 78 73
35,6% 4,9% 16,0% 14,9%
VIII. 413 147 22 80 44
35,6% 5,3% 19,4% 10,7%