Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 238
232
RITDOMAR
SKÍRNIR
virði er þá lífsbaráttan ef hugsjónin er hjóm og byltingin blekking? Eða eins
og Þorsteinn orðar það á einum stað í þessari bók:
Til einhvers mun það komið að eiga við þig leik
mitt únga veika hold
þú ægilega veröld með andlit svört og bleik
og orma í þinni mold.
Til einhvers mun það komið að eiga með þér stríð
sem ómaks virði sé
með fylgi þeirra mörgu sem fram á mína tíð
voru festir uppá tré.
Til einhvers hef ég lagt í svo lánga hrakníngsferð
sem lamar senn mitt hold
því litlu virðist skipta hið eina: að ég verð
að eingu í þinni mold.
En til hvers? Bókin veitir engin skýr svör, en helzt er vonarglætu að finna
í þeim sífullu dýrkendum Skógarkrists, Jóni og Guðmundi, sem ætíð eru
glaðir og reifir, góðir og grandvarir, og bjuggu reyndar Sigurð til úr leir
þegar þeir voru litlir, en standa uppúr sem ímynd hins góða og lífseiga í
manninum.
Það má finna sitthvað að þessari bók. Hún er tætingslega byggð, ein-
feldningsleg á köflum, stundum er málskrúð hennar belgingslegt og innan-
tómt. En í henni er engu að síður sár kvika; við erum þess áskynja að vandi
skáldsins er engin þurrfræðileg hugmyndafræði, heldur vandi lífsins sjálfs.
Og hún er skrifuð á sterku, margbrotnu máli, sem stundum geigar, en er
oftar en hitt töfrandi og markvisst.
Þetta er bók skálds, og aðferð hennar er á marga lund keimlík þeirri sem
Þorsteinn hefur beitt í ljóðum sínum og mætti orða á yfirborðslegasta hátt
að fælist í samruna gamals og nýs í máli og efni. I Himinbjargarsögu ríkir
sú tilfinning sem einkennir einnig Ijóð Þorsteins, að heimur fortíðar og nú-
tíðar, sögu og ævintýris séu óaðskiljanlegir, og að hvor um sig gefi hinum
aukið líf.
Sverrir Hólmarsson
EINAR BRAGI:
HRAFNAR í SKÝJUM
Þýdd Ijóð. Ljóðkynni, Reykjavík 1970.
I bók þessari eru 55 ljóð, eftir 25 höfunda, úr 7 tungumálum - sænsku,
pólsku, tékknesku, ensku, frönsku, spænsku og ótilgreindri mállýzku sígauna.
Mörg hver, ef ekki öll, hafa þau áður birzt í tímaritinu Birtingi, og allmörg