Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 20
18
LARS LONNROTH
SKÍRNIR
Hinc ubi vernantes cereali gramine campos,
Tot nemorum saltus, tot prata virentibus herbis
Lascivere videt, tot cinctas moenibus urbes,
Tot Bacchi frutices, tot nuptas vitibus ulmos:
Iam satis est, inquit, socii; mihi sufficit una
Haec regio, Europam vobis patriamque relinquo.
Sic ait, et patrium ducibus subdividit orbem13
Hér sér hann vorsána akra, þar ungskóga, þar engi, munaðarlega skrýdd
grænkandi gróðri. Þar sér hann borgir umluktar virkjum og lengra í burtu
runna Bakkusar, vínvið sem vefst ástúðlega um álmtré. „Nú er nóg komið, fé-
lagar,“ mælti hann. „Þetta land nægir mér, en ég læt yður Evrópu og föður-
landið eftir.“ Að svo mæltu skipti hann föðurleifð sinni milli herforingjanna.
- Sbr. miklu frjálslegri þýðingu Alexanders sögu, bls. 12 hér að framan.
Það er sér í lagi eftirtektarvert að fyrir brottförina frá Grikklandi
hafði Aristóteles varað Alexander við að láta Bakkus og Venus leiða
sig afvega.14 Hingað til hafði Alexander hlýtt þessum ráðum og
meðal annars eytt Þebu-borg þar sem Bakkus átti að hafa fæðzt og
helguð var honum og öðrum goðum.15 En nú stenzt hann ekki að
sjá „runna Bakkusar" og hið munaðarlega landslag (sem áherzla
er lögð á með orðum eins og „lascivere“ og ,,nuptus“). Sjálf fegurð
náttúrunnar verður til að spilla skyldurækni, hyggjuviti og hófsemi
hans svo hann þykist þegar orðinn drottnari hinnar nýju álfu. „Svá
treystiz hann nú sinni gæfu, at honum þykkir sem þetta liggi laust
fyrir,“ stendur í íslenzku þýðingunni (15). (Sbr. kvæði Gautiers,
1:453-455: „Nam timor ille ducum - tanta est fiducia fati — / Regn-
orum quaecumque iacent sub cardine quadro / Iam sibi parta pu-
tat.“) Lesandanum skilst nú þegar að ágirnd Alexanders á nýjum
löndum muni leiða hann til falls - hér er kominn fram hinn „trag-
íski brestur“ í skapferli hans sem jafnan veldur óförum hetjunnar
í klassískum harmleikjum. Enn berara verður þetta af orðum Alex-
anders skömmu síðar, að veraldleg frægð skipti sig meira en guð-
dómleg umbun: „Ef ek skyldi annars hvárs, þá vildi ek himinríkis
heldr missa en frægðarinnar.“ („Elysiisque velim hanc solam prae-
ponere campis.“)10
Hér er því um að ræða tímamót í frásögninni, jafn minnisverð
og afdrifarík að sínu leyti og þegar Gunnar snýr heim aftur til
Hlíðarenda í Njálu. Vissulega er hægt að gera eins og Einar Ól.