Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 61
SKÍRNIR ÓFEIGUR í SKÖRÐUM 59
30. Júlíus Ólafsson, búfræðingur í Húsavík, fæddur 20. júlí 1863, ókvæntur.
Fullg. félagi 1891-94[-95]. Aukafélagi 1898-99.
31. Kári Sigurjónsson, sonur bónda á ísólfsstöðum á Tjörnesi,20 fæddur 2.
marz 1875, ókvæntur. Aukafélagi 1900-02.
32. Rristján Jónsson, sonur bónda á Mýlaugsstöðum í Aðaldal, fæddur 15.
febr. 1866, kvæntur Guðbjörgu Jónsdóttur. Aukafélagi 1900-02.
33. Lúðvík Knudsen, prestur í Yztafelli í Köldukinn,21 fæddur 9. febr. 1867,
kvæntur Sigurlaugu Arnadóttur. Fullg. félagi 1892-98.2 2
34. Matthías Eggertsson, prestur á Einarsstöðum í Reykjadal,23 fæddur 15.
júní 1865, ókvæntur.24 Fullg. félagi 1889-94[-95].25
35. Páll Stefánsson, fyrirvinna á Þverá í Laxárdal, fæddur 18. maí 1869, ókvænt-
ur. Aukafélagi 1893 [-94] og 1896-98.
36. Pétur Jónsson, bóndi á Gautlöndum í Mývatnssveit, fæddur 28. ágúst 1858,
kvæntur Þóru Jónsdóttur. Fullg. félagi 1889-1902.
37. Sigtryggur Kristjánsson, bóndi í Kasthvammi í Laxárdal, fæddur 18. nóv.
1850, kvæntur Önnu Benediktsdóttur. Aukafélagi 1893—94 [—95] og 1896-97.
Fullg. félagi 1897-1902.
38. Sigurður Jónsson, lausamaður á Helluvaði í Mývatnssveit,26 fæddur 25.
ágúst 1878, ókvæntur.27 Aukafélagi 1899-1900. Fullg. félagi 1900-1902.
39. Sigurður Jónsson, bóndi í Yztafelli í Köldukinn, fæddur 28.28 jan. 1852,
kvæntur Kristbjörgu Marteinsdóttur. Fullg. félagi 1889-1902.
40. Sigurður Sigfússon, sonur hjóna á Halldórsstöðum í Reykjadal, fæddur 19.
ágúst 1880, ókvæntur. Aukafélagi 1899-1900. Fullg. félagi 1900-02.
41. Sigurgeir Jónsson, bóndi í Víðirkeri í Bárðardal, fæddur 4. sept. 1850,
kvæntur Þuríði Sigurðardóttur. Aukafélagi 1896-97.
42. Sigurgeir Pétursson, bóndi í Reykjahlíð í Mývatnssveit, fæddur 24. apríl
1853, ekkjumaður.29 Fullg. félagi 1889-93.30
43. Sigurjón Friðjónsson, sonur bónda á Sandi í Aðaldal, fæddur 22. sept. 1867,
ókvæntur.31 Fullg. félagi 1890-1902.
44. Snorri Jónsson, bóndi á Öndólfsstöðum í Reykjadal,32 fæddur 28. marz
1854, kvæntur Aðalbjörgu Jónsdóttur. Fullg. félagi 1889-1902.
45. Steingrímur Jónsson, sýslumaður í Húsavík, fæddur 27. des. 1867, kvæntur
Guðnýju Jónsdóttur. Fullg. félagi 1897-1902.
46. Steingrímur Sigurðsson, lausamaður á Halldórsstöðum í Laxárdal, fæddur
2. apríl 1857, ókvæntur. Aukafélagi 1901-02.
47. Steinþór Bjömsson, lausamaður á Helluvaði í Mývatnssveit,3 3 fæddur 21.
marz 1860, ókvæntur.34 Fullg. félagi 1889-93 og 1895-1902.
48. Þórarinn Jónsson, sonur húsfreyju á Halldórsstöðum í Laxárdal, fæddur 8.
ágúst 1865, ókvæntur. Fullg. félagi 1892-93.
VIII
Þegar félagatal þetta er athugað, kemur sitthvað forvitnilegt í lj ós.
Ef við athugum fyrst, úr hvaða starfsstéttum félagsmenn eru, og