Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 195
SKÍRNIR
STAÐTO LULEG MÆLING
189
er ráð fyrir, að Heimskringla hafi verið fyrirmynd Knýtlinga sögu.
Hallberg fer hér þá leið, að fella úr allar samstæður, sem einnig
koma fyrir í Heimskringlu. Eftir það verður systrasvipur Laxdælu
cg Knýtlinga sögu skýr. - Þess má geta, að í þessari ritgerð er einnig
sýnd samstaða sagnanna tveggja um notkun sagnorðsins svara til
þess að innleiða beina ræðu. Einnig er samstæðupróf, þar sem Sögu-
brot af fornkonungum er sett í stað Knýtlinga sögu, og virðist það
styðja, að tengsl geti verið milli Knýtlinga sögu og þess rits. En
textinn er of stuttur til að mikið sé á því að byggja. í þessari rit-
gerð má segja, að fyrri hlutinn, rannsókn á tíðni hinna 35 útvöldu
orða sé notuð við hliðina á samstæðnarannsókninni, henni til fyll-
ingar. í síðari greinum hverfa samstæðnarannsóknir úr sögunni. I
þessum fyrstu ritgerðum er mest byggt á tíðni einstakra orða orða-
forðans. í síðari verkum fer meira fyrir stílrænum atriðum í rann-
sóknum. í yfirlitsbókinni er aðeins gerð grein fyrir rannsókninni á
Knýtlinga sögu og Laxdælu á fáum blaðsíðum; eigi að síður hefur
samanburðargrunnurinn enn verið aukinn að miklum mun.
í næsta ritverki (sjá nm. 3) er ekki verið að varpa nótinni um
verk ákveðins höfundar, heldur er stefnt að því að auka hæfni að-
ferðarinnar: skilgreina ný einkenni, er mæla megi og hafa að vopni.
Fyrir valinu verður hlutfallið milli beinnar og öfugrar orðaraðar í
venjulegri frásögn. (Bein orðaröð: frumlag -f- umsögn í upphafi
málsgreinar í frásögn; öfug orðaröð: umsögn -j- frumlag í sömu
stöðu.) Bein ræða og óbein er vitaskuld undanskilin við orðtökuna,
og sama gildir um frumlagslausar setningar og orðasambönd eins
og hann mœlti, svarar undan beinni ræðu. Slík orðasambönd undan
óbeinni ræðu eru hins vegar talin með. Ljóst er, að merking er hér
um bil hin sama í flestum dæmum hvort heldur frumlagið eða sögn-
in stendur fremst. Því er hér um að ræða val, að mestu leyti frjálst,
og fer niðurstaðan eftir stílsmekk ritarans. Tilgangur rannsóknar-
innar er að mæla hlutfallið milli beinnar og öfugrar orðaraðar í sem
flestum forntextum. Niðurstaða talningarinnar er sett fram sem
hundraðstala beinnar eða öfugrar orðaraðar af samtölu þeirra. Fyrst
er lagt til atlögu við Sturlungu og bornar saman einstakar sögur
hennar. Öfug orðaröð er í Sturlu sögu 4,4%, í Sturlu þœtti 59,1%.
Lítið af öfugri orðaröð og allar undir 10% hafa auk Sturlu sögu
Þorgils saga og Hafliða, Guðmundar saga dýra, Hrafns saga Svein-