Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 124
118
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
SKÍRNIR
Hún flýtti sér í hvarf frá búð föður síns og stendur fyren varir í Almanna-
gjá, undir þverhníptum efrabarminum; hamrarnir lukust að henni, skútandi
bergið uppyfir henni át sig saman við þokuna. Hún reikaði undir gjárveggnum
um stund. Hana verkjaði í fætuma. Úðaðir hestar stóðu í haga í gjárbotninum
og gerðu döggvarþrep í grasið þar sem þeir bitu. Skamt undan heyrðist áin
niða í þokunni. Innanskams stóð hún við hyl kvennanna hinn mikla, þar sem
áin snýr við í farvegi sínum og rennur útúr gjánni. Hún horfði á vatnið bylgj-
ast einsog svart flauel í iðunni, djúpt og kalt og hreint í morgunsárinu . . .
(Man, 281).
Þingvellir eru leiksvið sögunnar. í upphafi er sviðið autt, en menn
koma ríðandi inn í mynd landsins „sem leið liggur vestanmeð vatni,
ofan gjárhallinn gegnt ósnum og yfrum á vaðinu“ (Klukka, 8) til
móts við gamlan mann — og til móts við lesandann. í sögulokin tæm-
ist sviðið ekki til fulls. Nokkrir glæpamenn standa eftir undir klett-
unum „og horfðu á biskupshj ónin ríða; og það glitti á döggslúngin
svartfext hrossin í morgunsárinu“ (Eldur, 207). Þannig er hringn-
um lokið. Það er frá Þingvöllum sem höfundur horfir á verk sitt.
I Þingvallalýsingunum koma fram öll helztu einkenni náttúrulýs-
inga íslandsklukkunnar. Einkum er áberandi atriði þessara stuttu
lýsinga að þær birtast venjulegast í heildarsýnum sem gefa yfirlit
yfir tiltölulega stór svæði án meiri háttar útlistunar landslags eða í
smáatriðum, litlum impressj ónistískum myndum, er fremur skapa
stemningu en eiginlega mynd. Gott dæmi um hvort tveggj a má finna
þegar gamla konu langar í ferðalag:
Seinast gefst einhver formaðurinn upp, tekur hana uppí bát sinn í fússi og
skýtur henni á land hjá Gróttu, síðan eru þeir rónir burt. Hún skreiðist yfir
þángvaxna kletta og sæbarið grjót, uns hún er komin uppá grænan bala. Jæa,
þá var hún komin yfir sjóinn. Heimafjöll hennar, Akrafjall og Skarðsheiðin
blánuðu í fjarska (Klukka, 70-71).
Þegar gamla konan er komin í fjöruna beinist athygli hennar að
því sem brýnast er, þeim nærstöddu vandamálum í formi grjóts og
kletta. Þegar hún er komin upp á balann getur hún skyggnzt tim og
þá hverfa hin stöku atriði í fjarlæga heild. Náttúran segir einnig til
um hreyfingar konunnar. Þótt ekki sé lýst öðru en þáttum úr lands-
lagi sér lesandinn konuna klöngrast upp þangblauta fjöruna þar til
hún getur rétt úr sér og horft um öxl. Þannig tjá náttúrulýsingarnar
oft annað og meira en náttúruna eina.