Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 34
32
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
Hér er um tvær athafnir að ræða: annars vegar heitstrengingu
Hrafnkels og hins vegar drápiS á smalamanninum. Hvorutveggi at-
höfnin er þess eSlis, aS hægt er aS leggja á hana siSferSilegan dóm:
hin fyrri er hótun að vega ótiltekinn mann, sem gerir tiltekinn hlut,
og hin síðari er víg á tilteknum manni. Samkvæmt rómantískri
sagnaskýringu er hér um einfalt atriði að ræða, eins og sjá má af
ummælum SigurSar Nordals í Hrafnkötlu, en hann hlítir nítjándu
aldar hugmyndum um eðli Islendingasagna og hetj uhugsj ónir forn-
aldar. í ritgerS sinni kemst SigurSur Nordal svo að orði:
Þegar Hrafnkell vegur Einar, á hann um tvo kosti að velja, og er hvortveggi
illur. Annars vegar er eiður hans, hins vegar að vega heimamann sinn, sem er
honurn geðfelldur, fyrir litlar sakir. Þetta er algengt efnisatriði í fornbókmennt-
unum, bæði í Eddukvæðum og sögum. Orlögin geta ekið mönnum í þær öngvar,
að hertndarverk sé skásta úrrœðiS. Bolli verður að vega Kjartan fóstbróður
sinn, Gísli Súrsson Þorgrím mág sinn, Flosi að brenna Njál og Bergþóru inni.
En mikilmennin velja hiklaust, þó að þeim þyki verkin ill.2
Eg mun á öSrum stað fjalla um þau atriði í Gísla sögu, Laxdœlu
og Njálu, sem Nordal vitnar í til samanburðar, og læt þau því liggja
hér milli hluta. Þó má lauslega geta þess, að málin horfa að einu
leyti allt öðruvísi við í Hrafnkels sögu, þar sem Hrafnkell sjálfur
hefur af frj álsum vilj a takmarkaS valfrelsi sitt með eiðnum. Þó mun
óhætt að staShæfa, að siðferðilegt mat Sigurðar Nordals á þessum
harmsögulegu atburðum er næsta hæpið. Það verður engan veginn
ráðið af þessum sögum, að „hermdarverk sé skásta úrrá;Sið“, eða
að þeir Bolli, Gísli Súrsson, Flosi og Hrafnkell sýni í þessum glæp-
um, að þeir séu „mikilmenni". Við sagnaskýringar mega menn ekki
láta hetjudýrkun leiða sig út á slíka refilstigu. Gallinn á skýringu
Sigurðar Nordals er ekki einungis sá, að hann leggur ærið undar-
legan skilning í afstöðu höfundar til vígsins á Einari smalamanni,
heldur virðist honum ekki hafa komið til hugar, að neitt sé athuga-
vert við heitstrenginguna sjálfa. Þó er höfundur engan veginn myrk-
ur í orðum, er hann lætur Hrafnkel gera játningu sína: „Vér meg-
um þess oft iðrast, að vér erum málgir, og sjaldnar mundum vér
þess iðrast, þótt vér mæltum færra en fleira.“ Hrafnkell iðrast bæði
eiðs og verks.
Samkvæmt kristnum siðaskoðunum miðalda var það talið synd-