Skírnir - 01.01.1978, Síða 206
204 MAGNÚS PÉTURSSON SKIRNIR
þegar dæma skal urn vlsindarannsóknir, ekki sízt þar sem jafn mætur maður
og gagnrýnatidi minn á í hlut.
Þar eð engin rannsókn á hljóðmyndun var til, er ég hóf rannsóknir mínar
árið 1967, var ákveðið að taka sem fyrsta viðfangsefni allt hljóðkerfi eins
Islendings fædds á suðurlandi. Rök fyrir því voru, að engin heildarrannsókn
var heldur til um sunnlenzku, málið, sem meirihluti núlifandi íslendinga
talar. Gerðar voru röntgenmyndir af þverskurðarplani talfæranna við mynd-
un málhljóðanna í stuttum setningum. Teknar voru 50 myndir á sekúndu
og til að trufla ekki hljóðmyndunina á nokkurn hátt voru engin skyggjandi
efni borin á tungu, varir og gómfillu. Nútíma röntgentækni gerir kleift að
ná skýrum myndum af mjúku talfærunum og var vissulega ekki vandkvæðum
bundið að teikna útlínur talfæranna. Engin vafaatriði voru tekin með í bók
mína. Valin var ein mynd úr fjölda mynda fyrir hvert hljóð: mynd mestu
opnu fyrir sérhljóð og minnstu opnu fyrir samhljóð. Árangur þessarar fyrstu
rannsóknar var lýsing hljóðkerfis nútímaíslenzku í Ijósi röntgenmynda, sem
birtist í bók minni útgefinni í París 1974.
Þegar um er að ræða algjöra byrjunarrannsókn, sem engin fordæmi eru
fyrir, er réttmætt að hafa lítið efni, og því var ákveðið að hafa aðeins einn
hljóðhafa, en vitaskuld var alltaf ljóst, að athuga þyrfti betur ýmis atriði.
í rannsókn, sem ég byrjaði árið 1970, var ákveðið að beita tímasamsvörun
röntgenmynda og hljóðrófs og hafa þyngdarpunktinn á sérhljóðakerfinu.
Jafnframt var þess gætt, að allt hljóðkerfi nútímaíslenzku kæmi á einn eða
annan hátt fram í rannsókninni. Hljóðhafi í þessari seinni rannsókn var
kona, fædd á suðurlandi og alls óskyld fyrri hljóðhafa. í öðrum atriðum
voru gögn fengin frá sex öðrum hljóðhöfum, svo að í rannsóknunum koma
alls átta hljóðhafar við sögu. Niðurstaða rannsóknarinnar kom út í bókar-
forrni á kostnað franska ríkisins í Lille í Frakklandi árið 1974.
Af þessu má ljóst vera, að ég hef rannsakað hljóðmyndun alls hljóðkerfis
nútímaíslenzku hjá tveim einstaklingum og nokkur atriði þess að auki í
framburði sex annarra Islendinga (eru þá ekki talin atriði, sem ég hef rann-
sakað síðar i framburði fjögurra íslendinga). Að því er hljóðmynduninni
viðvíkur er mjög mikið samræmi í framburði þeirra tveggja einstaklinga,
sem athugaðir voru. Erfitt er að trúa því, að út frá því megi ekki draga
nokkrar niðurstöður um íslenzkt mál og að það sé hrein tilviljun, að báðum
hljóðhöfum ber saman í öllum veigamiklum atriðum. En rétt er að minna á,
að engin önnur rannsókn á hljóðmyndun er til fyrir íslenzku og því er enn
sem komið er ekki við neitt að bera saman. Grundvöllur fyrir tortryggni á
niðurstöðurnar er því harla lítill, ef hún á að byggjast á öðru en óljósum
hugmyndum. Hver sá, sem líta vill á þessi mál af sanngirni, hlýtur því að
komast að þeirri niðurstöðu, að fræðileg skylda sé að líta á þessi mál óhlut-
drægt. í rannsóknum mínum hefur engu verið leynt og ekkert verið falsað.
Ég hef jafnvel bent á mistök, sem ég hef gert, í ritum mínum og á þess
vegna bágt með að skilja, hvers vegna gagnrýnandi minn telur fræðilega
skyldu að tortryggja niðurstöðurnar.