Skírnir - 01.01.1978, Side 212
210
JAKOB BENEDIKTSSON
SKÍRNIR
H-Hr um glataðar heimildir samsteypuunar, þ.e. þær gerðir Heimskringlu
og Morkinskinnu sem notaðar voru, svo og önnur rit. Með því að ákvarða
samhengi og skyldleika þessara glötuðu texta og þeirra sem varðveittir eru
ætti að fást traustari undirstaða að nýju mati á textagildi varðveittu hand-
ritanna. Þessi rannsókn er því nauðsynlegur undanfari þess að ráðist verði
í nýjar krítískar útgáfur á Heimskringlu og Morkinskinnu.
Það skal tekið fram þegar í stað að JLJ hefur staðið við þessa stefnuskrá
sína og raunar meira en það, eins og drepið verður á hér á eftir.
í upphafi bókar er gerð mjög skilmerkileg grein fyrir rannsóknum fyrri
manna á því sviði sem bókin nær til, m. a. rannsóknum JLJ sjálfrar á
Huldu, sem hún hafði birt í inngangi að ljósprentun handritsins í Early
Icelandic Manuscripts VIII. Við þetta er bætt stuttri lýsingu á Hrokkin-
skinnu, sem er hliðstætt handrit við Huldu, en yngra og lakara; gildi þess
er ekki síst í því fólgið að það fyllir vissar eyður í Huldu. Forrit Huldu
og Hrokkinskinnu (*H) telur JLJ hafa verið skrifað á milli 1280 og 1300,
og færir að því góð rök, sem hér er ekki ástæða til að endursegja.
Meginþættir bókarinnar eru 2. og 3. kafli, rannsóknin á þeim gerðum
Heimskringlu og Morkinskinnu sem notaðar hafa verið í H-Hr. JLJ rekur
fyrst rannsóknir fyrri manna á varðveittum Hkr.-handritum, gagnrýnir ýmsar
niðurstöður með skarpskyggni og leggur sitthvað nýtt til málanna. Um
skyldleika Hkr.-handritanna kemst hún að þeirri niðurstöðu að sú ættar-
skrá þeirra sem Bjarni Aðalbjarnarson setti upp til bráðabirgða í Hkr.-út-
gáfu sinni sé rétt svo langt sem hún nær, og er mikilsvert að fá það staðfest
með þessari rannsókn, sem tekur til miklu fleiri texta en Bjarni athugaði.
Hinsvegar hefur JLJ lagt fram margar og athyglisverðar nýjungar í rann-
sókn sinni á textasögu Heimskringlu. í fyrsta lagi gerir hún skýra grein
fyrir þeim aðferðum sem nauðsynlegar séu til þess að ganga frá nýrri krít-
ískri útgáfu — en einmitt þessi bók sýnir öldungis ótvírætt að hjá þvílíkri
útgáfu verður ekki til lengdar komist. í annan stað setur JLJ upp nýja
og nákvæmari ættarskrá en áður var til um handrit y-flokksins af síðasta
þriðjungi Heimskringlu. Þessi skrá styðst einvörðungu við frumrannsóknir
JLJ sjálfrar og má heita kjarninn í þessum kafla bókarinnar. Þar sannar
JLJ að Hkr.-handrit það sem notað var í H-Hr hefur verið af y-flokknum,
en af annarri grein hans en varðveittu Hkr.-handritin (sjá skrána á bls. 43).
Nánari ákvörðun á afstöðu þessa glataða y-handrits fær JLJ með þvi að
rannsaka þýðingu Peders Clausspns á Heimskringlu. Um forrit þessarar þýð-
ingar hefur margt verið skrifað, en fræðimenn hafa ekki verið á eitt sáttir.
En með vandlegri textarannsókn hefur JLJ að mínu viti leyst úr því máli,
svo að vart verður haggað við meginniðurstöðum hennar. Hún hefur þannig
sýnt með fullum rökum að í Ólafs sögu helga hefur Peder Clausspn notað
handrit af sérstöku sögunni, og hún hefur þar að auki ákvarðað þessu giat-
aða handriti sess í ættarskrá Ólafssögu handrita. Eins hefur JLJ fært að því
óhrekjandi rök að Peder Clausspn hefur notað handrit af y-flokki í sfðasta
þriðjungi Heimskringlu og að þetta handrit hefur verið náskylt forriti H-Hr