Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1978, Page 212

Skírnir - 01.01.1978, Page 212
210 JAKOB BENEDIKTSSON SKÍRNIR H-Hr um glataðar heimildir samsteypuunar, þ.e. þær gerðir Heimskringlu og Morkinskinnu sem notaðar voru, svo og önnur rit. Með því að ákvarða samhengi og skyldleika þessara glötuðu texta og þeirra sem varðveittir eru ætti að fást traustari undirstaða að nýju mati á textagildi varðveittu hand- ritanna. Þessi rannsókn er því nauðsynlegur undanfari þess að ráðist verði í nýjar krítískar útgáfur á Heimskringlu og Morkinskinnu. Það skal tekið fram þegar í stað að JLJ hefur staðið við þessa stefnuskrá sína og raunar meira en það, eins og drepið verður á hér á eftir. í upphafi bókar er gerð mjög skilmerkileg grein fyrir rannsóknum fyrri manna á því sviði sem bókin nær til, m. a. rannsóknum JLJ sjálfrar á Huldu, sem hún hafði birt í inngangi að ljósprentun handritsins í Early Icelandic Manuscripts VIII. Við þetta er bætt stuttri lýsingu á Hrokkin- skinnu, sem er hliðstætt handrit við Huldu, en yngra og lakara; gildi þess er ekki síst í því fólgið að það fyllir vissar eyður í Huldu. Forrit Huldu og Hrokkinskinnu (*H) telur JLJ hafa verið skrifað á milli 1280 og 1300, og færir að því góð rök, sem hér er ekki ástæða til að endursegja. Meginþættir bókarinnar eru 2. og 3. kafli, rannsóknin á þeim gerðum Heimskringlu og Morkinskinnu sem notaðar hafa verið í H-Hr. JLJ rekur fyrst rannsóknir fyrri manna á varðveittum Hkr.-handritum, gagnrýnir ýmsar niðurstöður með skarpskyggni og leggur sitthvað nýtt til málanna. Um skyldleika Hkr.-handritanna kemst hún að þeirri niðurstöðu að sú ættar- skrá þeirra sem Bjarni Aðalbjarnarson setti upp til bráðabirgða í Hkr.-út- gáfu sinni sé rétt svo langt sem hún nær, og er mikilsvert að fá það staðfest með þessari rannsókn, sem tekur til miklu fleiri texta en Bjarni athugaði. Hinsvegar hefur JLJ lagt fram margar og athyglisverðar nýjungar í rann- sókn sinni á textasögu Heimskringlu. í fyrsta lagi gerir hún skýra grein fyrir þeim aðferðum sem nauðsynlegar séu til þess að ganga frá nýrri krít- ískri útgáfu — en einmitt þessi bók sýnir öldungis ótvírætt að hjá þvílíkri útgáfu verður ekki til lengdar komist. í annan stað setur JLJ upp nýja og nákvæmari ættarskrá en áður var til um handrit y-flokksins af síðasta þriðjungi Heimskringlu. Þessi skrá styðst einvörðungu við frumrannsóknir JLJ sjálfrar og má heita kjarninn í þessum kafla bókarinnar. Þar sannar JLJ að Hkr.-handrit það sem notað var í H-Hr hefur verið af y-flokknum, en af annarri grein hans en varðveittu Hkr.-handritin (sjá skrána á bls. 43). Nánari ákvörðun á afstöðu þessa glataða y-handrits fær JLJ með þvi að rannsaka þýðingu Peders Clausspns á Heimskringlu. Um forrit þessarar þýð- ingar hefur margt verið skrifað, en fræðimenn hafa ekki verið á eitt sáttir. En með vandlegri textarannsókn hefur JLJ að mínu viti leyst úr því máli, svo að vart verður haggað við meginniðurstöðum hennar. Hún hefur þannig sýnt með fullum rökum að í Ólafs sögu helga hefur Peder Clausspn notað handrit af sérstöku sögunni, og hún hefur þar að auki ákvarðað þessu giat- aða handriti sess í ættarskrá Ólafssögu handrita. Eins hefur JLJ fært að því óhrekjandi rök að Peder Clausspn hefur notað handrit af y-flokki í sfðasta þriðjungi Heimskringlu og að þetta handrit hefur verið náskylt forriti H-Hr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.