Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1978, Page 213

Skírnir - 01.01.1978, Page 213
SKÍRNIR RITDÓMAR 211 (sjá bls. 59). Um fyrsta þriðjung Heimskringlu er JLJ varkárari í orðum, þar sem hún segir aðeins að forrit þýðingarinnar hafi ekki getað verið af x-flokki, en ekki sé sannanlegt að það hafi verið af y-flokki, þar sem hugsan- legt sé að ættarskráin hafi verið þrískipt í fyrsta þriðjungi Heimskringlu. Þessu verður ekki á móti mælt, en þó mætti gera þá athugasemd að í þýð- ingunni eru fleiri leshættir sem koma heim við Jöfraskinnu (af y-flokki) en sá sem JLJ nefnir á bls. 56, og a. m. k. sumir þeirra geta bent til þess að sameiginlegar villur hafi verið í y-flokknum og þar með að forrit þýðingar- innar hafi verið af þeim flokki. Hinsvegar er varðveisla Hkr.-handritanna af fyrsta þriðjungnum með þeim hætti að ekki er hægt að fullyrða að hand- ritaflokkarnir hafi ekki verið nema tveir. JLJ hallast sýnilega að þeirri skoðun að líklegast sé að forrit þýðingarinnar hafi einnig verið af y-flokki í fyrsta þriðjungnum (bls. 50), en með lofsverðri varkárni tekur hún fram að það verði ekki sannað; hún bendir á að hugsanlegt sé að rannsókn á Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu kynni að geta varpað ljósi yfir þetta vandamál. Með þessari rannsókn hefur JLJ sem sé leitt í ljós þrjú mikilsverð atriði: I) að forrit H-Hr var af y-flokki Hkr.-handrita; 2) hvar forritum Peders Clausspns að öðrum og þriðja þriðjungi Heimskringlu skal skipað í texta- sögunni; 3) að forrit þýðingarinnar á síðasta þriðjungi Heimskringlu hefur verið hliðstætt forritinu að H-Hr. Allt þetta skiptir meginmáli fyrir texta- sögu Heimskringlu og skyldleika H-Hr við hana. I þriðja kafla snýr JLJ sér að rannsókn á Morkinskinnutextanum í H-Hr. Eins og kunnugt er, hefur Morkinskinnutextinn varðveist í handriti frá síðari hluta 13. aldar og fyrri hluti hans einnig í Flateyjarbók, þar sem honum var aukið við seint á 15. öld. Nú hefur JLJ áður fundið og birt handritsbrot frá 14. öld, sem verið hefur annaðhvort forrit Flateyjarbókar að þessum texta eða systurhandrit þess. JLJ færir nú að því gild rök að texti Flateyjarbókar og Morkinskinnutextinn í H-Hr séu runnir frá sama forriti, en það forrit hafi verið systurhandrit hinnar varðveittu Morkin- skinnu. Forrit þessara síðastnefndu systurhandrita hefur þó ekki verið upp- hafleg gerð Morkinskinnu, heldur glötuð gerð sem JLJ nefnir Msk2. Rök- semdafærsla JLJ um þetta efni er flóknari en svo að hér verði rakið, en ekki verður annað séð en að hún sé traust í alla staði. Þessi niðurstaða er mikilvæg vegna þess að af henni leiðir að hægt er að nota H-Hr að vissu marki til þess að fylla eyður í hinni varðveittu Morkin- skinnu, en hingað til hefur aðeins verið stuðst við Flateyjarbók í því efni. En Morkinskinnutextinn í H-Hr er jafngildur Flateyjarbók, og þar sem þeim ber á milli verður að athuga hverju sinni hvor leshátturinn sé lík- legri. Hér er því um svipaða niðurstöðu að ræða og á rannsókn JLJ á Hkr.-handritunum: H-Hr er nauðsynlegt hjálpargagn við nýja krítíska út- gáfu á Morkinskinnu, sem sýnilega verður ekki hjá komist. JLJ sýnir með ljósum dæmum hvert gagn má hafa af H-Hr í vissum vafaatriðum sem áður hafa valdið fræðimönnum heilabrotum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.