Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 213
SKÍRNIR
RITDÓMAR
211
(sjá bls. 59). Um fyrsta þriðjung Heimskringlu er JLJ varkárari í orðum,
þar sem hún segir aðeins að forrit þýðingarinnar hafi ekki getað verið af
x-flokki, en ekki sé sannanlegt að það hafi verið af y-flokki, þar sem hugsan-
legt sé að ættarskráin hafi verið þrískipt í fyrsta þriðjungi Heimskringlu.
Þessu verður ekki á móti mælt, en þó mætti gera þá athugasemd að í þýð-
ingunni eru fleiri leshættir sem koma heim við Jöfraskinnu (af y-flokki) en
sá sem JLJ nefnir á bls. 56, og a. m. k. sumir þeirra geta bent til þess að
sameiginlegar villur hafi verið í y-flokknum og þar með að forrit þýðingar-
innar hafi verið af þeim flokki. Hinsvegar er varðveisla Hkr.-handritanna
af fyrsta þriðjungnum með þeim hætti að ekki er hægt að fullyrða að hand-
ritaflokkarnir hafi ekki verið nema tveir. JLJ hallast sýnilega að þeirri
skoðun að líklegast sé að forrit þýðingarinnar hafi einnig verið af y-flokki
í fyrsta þriðjungnum (bls. 50), en með lofsverðri varkárni tekur hún fram
að það verði ekki sannað; hún bendir á að hugsanlegt sé að rannsókn á
Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu kynni að geta varpað ljósi yfir þetta
vandamál.
Með þessari rannsókn hefur JLJ sem sé leitt í ljós þrjú mikilsverð atriði:
I) að forrit H-Hr var af y-flokki Hkr.-handrita; 2) hvar forritum Peders
Clausspns að öðrum og þriðja þriðjungi Heimskringlu skal skipað í texta-
sögunni; 3) að forrit þýðingarinnar á síðasta þriðjungi Heimskringlu hefur
verið hliðstætt forritinu að H-Hr. Allt þetta skiptir meginmáli fyrir texta-
sögu Heimskringlu og skyldleika H-Hr við hana.
I þriðja kafla snýr JLJ sér að rannsókn á Morkinskinnutextanum í H-Hr.
Eins og kunnugt er, hefur Morkinskinnutextinn varðveist í handriti frá
síðari hluta 13. aldar og fyrri hluti hans einnig í Flateyjarbók, þar sem
honum var aukið við seint á 15. öld. Nú hefur JLJ áður fundið og birt
handritsbrot frá 14. öld, sem verið hefur annaðhvort forrit Flateyjarbókar
að þessum texta eða systurhandrit þess. JLJ færir nú að því gild rök að
texti Flateyjarbókar og Morkinskinnutextinn í H-Hr séu runnir frá sama
forriti, en það forrit hafi verið systurhandrit hinnar varðveittu Morkin-
skinnu. Forrit þessara síðastnefndu systurhandrita hefur þó ekki verið upp-
hafleg gerð Morkinskinnu, heldur glötuð gerð sem JLJ nefnir Msk2. Rök-
semdafærsla JLJ um þetta efni er flóknari en svo að hér verði rakið, en
ekki verður annað séð en að hún sé traust í alla staði.
Þessi niðurstaða er mikilvæg vegna þess að af henni leiðir að hægt er að
nota H-Hr að vissu marki til þess að fylla eyður í hinni varðveittu Morkin-
skinnu, en hingað til hefur aðeins verið stuðst við Flateyjarbók í því efni.
En Morkinskinnutextinn í H-Hr er jafngildur Flateyjarbók, og þar sem
þeim ber á milli verður að athuga hverju sinni hvor leshátturinn sé lík-
legri. Hér er því um svipaða niðurstöðu að ræða og á rannsókn JLJ á
Hkr.-handritunum: H-Hr er nauðsynlegt hjálpargagn við nýja krítíska út-
gáfu á Morkinskinnu, sem sýnilega verður ekki hjá komist. JLJ sýnir með
ljósum dæmum hvert gagn má hafa af H-Hr í vissum vafaatriðum sem
áður hafa valdið fræðimönnum heilabrotum.