Skírnir - 01.01.1978, Síða 228
SKÍRNIR
226 SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR
vissar vegna þess að á bak við ritið er engin hugmynd önnur en að safna
upplýsingum, en aðrir geta þá dregið sínar ályktanir af því sem þarna kemur
fram. Bagalegt er að ekki skuli vera félagsleg viðmiðun í ritinu, við vitum
ekki hvað börn úr einstökum þjóðfélagshópum lesa og hvort munur er á
milli þeirra — eða t.d. hvort munur var á sjónvarpsnotkun þjóðfélagshóp-
anna. Þetta breytir þó ekki því að athugunin er stórmerk og hlýtur að verða
það fyrsta sem íslendingar benda erlendum vísindamönnum á þegar þeir
spyrja um íslensk börn og bækur. Þá reka menn sig hins vegar á þá óvæntu
hindrun að í ritinu er enginn útdráttur á erlendu máli og undrast það að
vonum. Skýringu á þessu má finna í formála höfundar að þessu bindi: „Þvx
miður treysti útgefandi sér ekki til vegna kostnaðar að láta fylgja ritinu út-
drátt á ensku." (bls. 8) Það vona ég að slíkt hendi ekki Menningarsjóð þegar
að því kemur, vonandi bráðum, að þessari könnun verði fylgt eftir með ann-
arri ennþá viðameiri.
Silja Aðalsteinsdóttir
SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR
ÞJÓÐFÉLAGSMYND ÍSLENSKRA BARNABÓKA
Athugun á barnabókum íslenskra höfunda á árunum 1960—70
Studia Islandica 35. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1976
Á seinni árum hefur vaxandi eftirtekt beinst að bókmenntum barna og ung-
linga, hér á landi eins og annarstaðar, og fer það sjálfsagt saman með endur-
vöktum áhuga á félagslegum efnivið og gildi skáldskapar og bókmenntum
sem neysluvöru á markaði, félagsfræði bókmenntanna sem svo má kalla. Ég
held á engan sé hallað þótt sagt sé að Silja Aðalsteinsdóttir hafi haft nokkurt
frumkvæði í þessari umræðu undanfarin ár sem gagnrýnandi, kennari og þýð-
andi barnabóka. Upphaf þess starfs má, að ég ætla, sjá i þessari ritgerð henn-
ar sem að stofni til er verkefni til kandidatsprófs í islenskum bókmenntum
við Háskóla íslands. Ætli það sé ekki fyrsta sinn sem barnabækur verða við-
fangsefni akademískrar könnunar og gagnrýni hér á landi? En það er fyrst
á allra síðustu árum sem barnabókmenntir hafa verið teknar upp sem náms-
efni, bæði í háskólanum og síðan i framhaldsskólum.
En hvað er þá barnabók? Því er fljótsvarað — „skáldverk sem eru sett á
almennan markað i bókaformi handa börnum og unglingum, og oftast skilin
frá bókum handa fullorðnu fólki i bókaverslunum og almenningsbókasöfn-
um,“ segir Silja í inngangi ritgerðarinnar. Taka má eftir því að hér er barna-
bókin skilgreind sem vörutegund en ekki bókmenntagrein sér á parti. Vitan-
lega lesa börn margt fleira en sér-hannaðar barnabækur, og vitanlega eru
miklu óskýrari skil á milli bókmennta handa börnum og unglingum annars
vegar, fullorðnum lesendum hins vegar heldur en eru á milli bamabóka og
fullorðinsbóka í verslun eða bókasafni. Meir að segja má halda því fram að