Skírnir - 01.01.1978, Qupperneq 231
SKÍRNIR
RITDÓMAR
229
Silja Aðalsteinsdóttir flokkar bækurnar í rannsókn sinni í þrennt eftir kyn-
ferði söguhetja og þá um leið væntanlega lesendanna — í drengjabækur,
stúlknabækur og blandaðar bækur, fyrsti flokkurinn stærstur, sá þriðji lang-
minnstur. Þetta er vitanlega nokkurn veginn vélgeng aðferð. Önnur auðgerð
flokkun, sem Silja ekki skeytir um, væri eftir tilætluðum aldri lesenda sem
væntanlega oft samsvarar aldri söguhetju. Þá skiptust bækurnar einnig í
þrennt, einfaldar sögur handa litlum börnum, byrjendum í lestri; sögur
handa börnum sem farin eru að geta gert sér gagn af reglulegum skáldsögum;
og loks skáldsögur handa unglingum; hver hópur um sig tvískiptur eftir kyn-
ferði söguhetju og lesenda, en ýtarleg kynskipting efnisins af hálfu höfunda
og útgefenda er eitt af skýrum iðnaðareinkennum barnabókaútgáfunnar.
Þessi skipting væri hagkvæm að því leyti til að hún leiddi í ljós aðgreinilega
skáldsagnahópa og etv. sögugerðir sem mætti síðan bera saman sín í milli og
við aðrar skáldsögur. Skáldsögur handa börnum og unglingum eru vitanlega
einn þáttur skáldsagnagerðar almennt og ber að skoða þær i samhengi henn-
ar. En Silja Aðalsteinsdóttir gerir í ritgerð sinni enga tilraun í þá átt.
Hér hefur verið staldrað við ýmislegar takmarkanir og annmarka á verki
Silju Aðalsteinsdóttur. En með þessum fyrirvara og að gefnum forsendum
ritgerðarinnar sjálfrar, eins og hún liggur fyrir, má að vísu margt segja lof-
legt um athuganir hennar. Viðfangsefni höfundar er þjóðfélagslegur efni-
viður íslenskra bamabóka upp og ofan, eins og þær gerast á markaðnum,
samfélagslýsing þeirra í viðtækri merkingu þess orðs. Og meginkostur á rit-
gerð hennar er skipuleg og skilmerkileg framsetning efnisins eftir þeirri að-
ferð sem hún hefur valið sér að því. í upphafi fjallar Silja um persónusköp-
un, efni og gerð bókanna, en að lokum um uppeldishugsjónir og siðfræði
þeirra og um höfundana. En meginmál ritgerðarinnar er skipulegt yfirlit um
hinn þjóðfélagslega efnivið — umhverfislýsingar, stéttaskipun, heimilið og
fjölskyldu, skóla og störf, afstöðu til kynjanna og kynhlutverk í sögunum,
lýsingar sagnanna á grimmd og ofbeldi, styrjöldum og atvinnuleysi, afstöðu
þeirra til yfirvalda og til annarra þjóða og kynþátta. Með þessum hætti birtir
ritgerðin yfirlit yfir og úttekt á fjölmörgum raunsæislegum efnisþáttum al-
gengra barnasagna sem jafnharðan felur í sér beint og óbeint mat á raun-
sæisstefnu og aðferðnm þeirra.
Eins og vænta mátti og enginn mun undrast sem fylgst hefur með íslensk-
um barnabókum undanfarin ár benda niðurstöður þessara athugana til að
íslenskar barnasögur séu upp og ofan býsna frumstæð skáldsagnagrein, mikill
fjöldi þeirra seriubækur eða sagnaflokkar, langflestar réttar og sléttar
skemmtisögur sem í mesta lagi leitast við að viðhalda eða halda að lesanda
sínum hefðbundnu og viðteknu verðmæta- og siðamati, lífsskoðunum og
heimssýn, án þess að framfleyta sjálfar eða hvetja Iesandann til neinnar eigin
skoðunar heimsins og hlutanna. Sögusvið, atburðir, persónulýsingar fjarska
margra þeirra eru bundnar liðnum tímum, sveitinni i gamla daga, en nú-
tímafólk og lífshættir torgætt — kannski af því, segir Silja, að efniviður
barnabókanna er umfram allt æskureynsla höfunda sjálfra. Ekkert af þessu