Skírnir - 01.09.1996, Blaðsíða 33
SKÍRNIR
HUGTAKIÐ RÓMANTÍK
279
sveiflna ungdómsáranna, glæstra vona en um leið nagandi ótta
æskunnar um komandi framtíð. Til þessa rómantíska tíma lítur
Matthías nú úr nokkurri fjarlægð, án þess samt að afneita því að
hann sé enn að einhverju leyti rómantískur sannleiksleitandi. En
hámarkinu er augsýnilega náð eins og efstastig lýsingarorðsins
ber með sér. Rómantíkin er tekin að fjara út.
Árið 1871 víkur Matthías aftur að rómantík í bréfi til Stein-
gríms og enn fjarlægist skáldið æskuna sem er svo nátengd þessari
stefnu, töfraljóma hennar og ævintýri.461 þetta sinn beinist gagn-
rýnin þó ekki að fornaldardýrkuninni heldur að þeirri óraunsæju
mynd sem honum finnst að menn dragi upp af fósturjörðinni sem
„fríðri fjallkonu“:
Innanlandsfréttir færðu annars magrar að vanda, ég hvorki vil né kann
lengur að rómanticera yfir þetta land, - það er löngu í mínum huga búið
að týna skarti sínu og skírnarklæði, auminginn, ég elska það, en ekki
með æskunnar töfraást, heldur með hálf-prosaiskri meðaumkunarelsku.
Ég sé enn sól roða á fjöll og silfurgráð á túni, en sólin er ekki lengur gull,
né döggin gimsteinar: dauðanístingurinn hefur löngu heltekið sólroða og
silfurgráð hjartans. Nei - þetta er sá gamli skáldskapur, sem einn aulinn
kveður öðrum til; það er ekki hinn sanni skáldskapur. Ég skrökva: á
mínum góðu stundum (- þegar ég hef hreinsað og dustað rykið á sál-
inni), er allt óbreytt eða betra en nokkru sinni áður; öll tilveran er eilíf,
allir skuggar hjóm, allt geymir sínar gullnu hliðar. (82)
Hér felur sögnin að rómantísera í sér ákveðið sjónarhorn eða
öllu heldur notkun töfraskuggsjár sem gefur heiminum fegurra
og glæsilegra svipmót en hann hefur í raun og veru.47 Þýska
skáldið Novalis hafði einmitt talið það helsta verkefni samtíðar-
innar að rómantísera heiminn: með því að gefa hinu lítilmótlega
æðri merkingu, hinu venjulega leyndardómsfulla ásýnd, hinu
þekkta tign þess óþekkta og hinu endanlega bjarma þess óendan-
46 Með þessi bréf Matthíasar í huga má telja athyglisvert hve Steingrímur Thor-
steinsson er fámáll um rómantíkina. Aðeins tvö dæmi hafa fundist um orðið í
prentuðum ritum hans og er hvorugt áhugavert í þessu samhengi. Sbr.
„Goethe og Schiller," Eimreiðin III (1897), 45; „Friedrich de la Motte Fouqué
og lsland,“ Skírnir 79 (1905), 334.
47 Að rómantísera merkti upprunalega að snúa einhverju efni í skáldsögu (Rom-
an).