Skírnir - 01.09.1996, Blaðsíða 132
378
KLAUS BÖLDL
SKÍRNIR
kann að hafa haft áhrif á það hvernig „Hin sjáandi“, valkyrjurnar
og nornirnar birtust í Niflungasöguþræði Wagners.68 Wagner
tengir að vísu oft saman minni sem óháð eru í heimildum hans, en
hér réttlætist sú tenging af þeim hliðstæðum sem nú voru nefnd-
ar.
Hafi Wagner lesið Deutsche Mythologie þegar sumarið 184369
þá hefur hann farið að fást við eddutextana á fyrsta þróunarstigi
Hringsins. I fyrrnefndu bréfi til Franz Múller er „Edda“ nefnd
meðal mikilvægustu heimildanna án nánari útlistunar. Þær eddu-
útgáfur sem Wagner hefur átt eða fengið að láni geyma mjög mis-
munandi texta; það var ekki fyrr en með útgáfu Karls Simrock,
Altere und Jiingere Edda und die mythischen Erzdhlungen der
Skalda (Eddukvæði og Snorra-Edda og goðsögulegar frásagnir
Skáldu, 1. útgáfa í Stuttgart 1851) að eddutextar urðu þýskum
lesendum fullkomlega aðgengilegir. Þessi útgáfa, sem Wagner
nefnir sjálfur, hefur haft áhrif á Hringinn. En hugmyndin að efni
Hringsins var þó löngu til komin þegar útgáfa Simrocks leit
dagsins ljós, og mikilvægum hlutum hans í aðalatriðum lokið.
Ahrif frá þessu verki eru því fremur stílfræðileg en efnisleg.
Af goðakvæðum Eddu sem mest áhrif hafa haft á Hringinn
skal fyrst nefna Völuspá sem er mikilvægasta heimildin að
„ragnarökkurs“-hugmyndinni. Hún geymir einnig upplýsingar
um veraldartréð Yggdrasil, en á það er meðal annars minnst í for-
leik Götterdammerung. Annað ljóð, Baldurs draumar (einnig
nefnt Vegtamskviða í pappírshandritum), hefur haft áhrif á inni-
hald og form Siegfried (III, 1). Óðinn (Vegtamur), sem hræðist
illa drauma sonar síns Baldurs, leitar uppi völvu til að ráða
draumana og vekur hana upp af dásvefni. Hjá Wagner vonast
Wotan einnig til að fá svar við spurningunni: „Hvernig sigrast
guðinn á áhyggjum sínum?“ Viskukeppnisminnið, sem fram
kemur þegar Wotan hittir Mime í Siegfried (II, 1), hefur Wagner
68 Sbr. Jacob Grimm: Deutsche Mythologie. 2. útg., Göttingen 1844. 1. bindi, bls.
374 o.áfr. Á síðunum á undan er greint frá hlutverki valkyrja sem verndar-
vætta ákveðinna hetja.
69 Hann hlýtur þá að hafa haft aðgang að fyrstu útgáfunni. Sbr. Wagner, Mein
Lehen, bls. 273.