Skírnir - 01.09.1996, Blaðsíða 179
SKÍRNIR
SAGA MANNKYNS
425
lega eða einhverja ákveðna úr þeirra hópi. En þar sem lífið hafði
spillst að nýju og sokkið djúpt í svað illverka höfðu þeir forðast
samskipti við mennina lengi vel. Fullur vorkunnar yfir ógæfuleg-
um harðindum okkar innti nú Júpiter hina ódauðlegu eftir því
hvort ekki væri einn þeirra fáanlegur til að heimsækja, einsog þeir
voru vanir hér áður fyrr, og styrkja að nýju afkvæmi sín í and-
streymi sínu, einkum og sér í lagi þá sem höfðu berlega ekki unn-
ið til þessa alheimsskipbrots. Við þessu þögðu allir guðirnir.
Aðeins Amor, sonur himneskrar Venusar, er ber sama nafn og
hugarburðurinn sem kenndur er við ástina, en er honum með öllu
ólíkur í eðli, hæfni og hegðun, bauð sig fram (enda meðaumkun
hans meiri en allra annarra guða) til að vinna þetta verk sem
Júpiter lagði til og stíga ofan af himni. Fram til þessa hafði hann
aldrei vikið þaðan burt, því þar sem hann er hinum ódauðlegu
ósegjanlega kær leyfðu þeir ekki að hann yfirgæfi samfélag þeirra,
ekki einu sinni stutta stund, enda þótt ýmsir menn í fornöld
hefðu látið samnefndan hugarburð blekkja sig á stundum með
umbreytingum sínum og ýmsum brögðum, og talið sig hafa séð
ótvíræð merki um návist þessa mikla guðs. En hann sótti sem sagt
dauðlega fyrst heim eftir að þeir höfðu verið settir undir ægivald
Sannleikans. Og þaðan í frá venur hann líka komu sína aðeins
stöku sinnum og staldrar þá við stutta stund í einu, bæði vegna
þess að mannkyn er almennt óverðugt heimsóknar hans sem og
vegna þess að guðirnir þola fjarveru hans afar illa. Er hann stígur
niður til jarðar velur hann úr mildustu og ljúfustu hjörtu hinna
örlátustu og veglyndustu einstaklinga og staldrar þar við um
stund. Síðan lætur hann streyma um þá svo sjaldfundna og stór-
kostlega blíðu og fyllir þá svo göfugum tilfinningum og svo mik-
illi hæfni og elju að þeir fá þá að reyna, sem annars er með öllu
óþekkt á meðal manna, eitthvað sem kemst nær því að vera raun-
veruleg sæla en eftirlíking hennar. Aðeins í örfá skipti tengir hann
saman tvö hjörtu er hann faðmar að sér báða aðila samtímis og
kveikir í báðum gagnkvæman ástríðuloga og brennandi þrá, enda
þótt allir þeir er hann tekur sér bólstað í biðji hann þessa heitt og
innilega. Því Júpiter fellst ekki á að látið verði eftir þeim, nema þá
örfáum, þar sem hamingja sú er slíkt blessunarverk elur af sér
liggur of skammt að baki hinnar guðlegu. Hvað sem öðru líður