Skírnir - 01.09.1996, Blaðsíða 125
SKÍRNIR
GÖTTERDÁMMERUN G
371
Görres (1776-1840). Sumarið 1845 hafði Wagner lesið ritgerð
Görres, Uber den Dichtungskreis des heiligen Grales (Um skáld-
skapinn kringum hið heilaga gral), sem var inngangur að
Lohengrin-útgáfu hans.45 Þau áhrif sem þessi lesning hefur haft á
Wagner - Herrmann Schneider segir Görres hafa verið lærimeist-
ara Wagners46 - má enn greina mörgum áratugum síðar í
óperunni ParsifaD7 Görres gekk út frá því að mýtur og hetjusög-
ur ólíkra þjóða væru skyldar: „I upphafi var einn skáldskapur og
ein saga, og sérhver þjóð mótaði hana á sinn eigin hátt [...],“ segir
í Zwölf Sdulen am Riesenwege (Tólf súlur á leið risans, 1808).48
Endurtekin tákn, minni og mynstur í ólíkum forntextum bentu
að hans áliti einnig til frum-texta, goðfræðilegs eðlis. I grein í
Zeitungfiir Einsiedler (Blað einbúa), sem Achims von Arnim gaf
út árið 18 08,49 skýrir Görres þetta með dæmi af hinum tólf köpp-
um Þiðreks af Bern sem hann segir sambærilega Óðni og nor-
rænu guðunum tólf, tólf köppum og berserkjum norrænna kon-
unga, Kristi og lærisveinum hans tólf, hinum tólf guðum
(consentes) Rómverja og Grikkja og loks hinni ævagömlu nátt-
úrugoðsögn um sólina með sínum tólf húsum.50 Enda þótt allt
söguefni megi rekja til einnar frummýtu sem týnd er í hinu for-
sögulega eða jafnvel því sem er utan við hið mannlega (þannig
hafi „hið þögla efni“ fengið mál í mýtunni), þá segir Görres að í
þeim goðfræðilega arfi, sem þjóð skírskoti til, felist öll saga henn-
ar.
45 Lohengrin, ein altteutsches Gedicht, nach der Abschrift des Vaticanischen
Manuskriptes von Ferdinand Gloeckle. Utg. af Josef Görres. Heidelberg 1813.
46 Schneider, Schriften, bls. 112.
47 Orð Kundrys, „Dich nannt’ ich, tör’ger Reiner / ’Fal parsi', - / Dich, reinen
Toren ’Parsifal“‘ (Wagner, Schriften, 8. bindi, bls. 355) samsvara alveg þeirri
kenningu Görres að nafn hetjunnar Parcival sé leitt úr arabísku: Parsi eða
Parseh Fal, þ.e. hinn hreini eða armi heimskingi (Gesammelte Schriften, 4.
bindi. Köln 1955, bls. 152). Þessi aðferð er dæmigerð fyrir Görres og aðra
rómantíska goðfræðinga sem útskýra eftir hentugleikum miðaldanöfn og ann-
að til að reyna að komast að kjarnanum.
48 Josef Görres: Gesammelte Schriften, 3. bindi. Köln 1926, bls. 323-29, tilv. bls.
327.
49 í þessu blaði, sem gefið var út í Heidelberg, voru kynntar hugmyndir áhrifa-
mikilla boðbera rómantíkurinnar.
50 Görres, Schriften, 3. bindi, bls. 321.