Skírnir - 01.09.1996, Blaðsíða 120
366
KLAUSBÖLDL
SKÍRNIR
kynstofns. Þessi víða skilgreining á „Þjóðverja“ kristallast í þeim
fleygu orðum Fichtes að „hiklaust verði að líta á Norðurlandabúa
sem Þjóðverja“.30 Þannig verða norrænar bókmenntir ósvikinn
hluti hinna þýsku.
Meintur frumskyldleiki Þjóðverja og Norðurlandabúa stuðl-
aði að þeirri miklu grósku sem var í rannsóknum Þjóðverja á
fornum bókmenntum Islands, Noregs og Danmerkur á 19. öld.
Þannig skrifar Wilhelm Grimm í útgáfu sinni á „forndönskum
hetjuljóðum": „Margt sameiginlegt kemur í ljós, já, einn og sami
stofn, sem breitt hefur greinar sínar yfir báðar þjóðirnar.“31 Varla
er þó hægt að tala um „norræna endurreisn“ á svipaðan hátt og í
Svíþjóð og Danmörku. Eini þýski höfundurinn á fyrri helmingi
19. aldar, sem vann úr fornnorrænum efniviði í miklum mæli, var
prússneski baróninn Friedrich de la Motte-Fouqué (1777-1843),
en heimildir hans voru m.a. Heimskringla Snorra (Olafs Sage,
1811; Alf und Yngwi, 1813), eddukvæði um Baldur (Baldur der
Gute, 1818) og Helgakviðurnar (Helgi der Hiorwardssohn, Helgi
der Hundingstöter, Helgi der Haddingenheld, 1818). íslendinga-
sögurnar hafa einnig haft mikil áhrif á verk Fouqués; í vinsælli
riddarasögu hans, Der Zauberring (Töfrahringurinn, 1810), má
t.d. sjá minni úr Egils sögu. Frásögn úr Egils sögu liggur ennfrem-
ur til grundvallar sögunni „Eine Grablegung auf Island“
(Hauglagning á íslandi; hún birtist árið 1813 í tímaritinu
Deutsches Museum hjá Friedrich Schlegel). Loks er þess að geta
að verk Fouqués, Die Saga von dem Gunlaugur (1826) er fyrsta
íslendingasagan sem endursamin er í heild sinni á þýsku.32
Með tilliti til Hringsins eru það þó Niflungaleikrit Fouqués
sem sérstakan áhuga vekja. í fyrirlestrum sínum árið 1802 hafði
30 Johann Gottlieb Fichte: Reden an die deutscbe Nation í Auswahl in sechs
B'ánden. 5. bindi. Leipzig 1923, bls. 423.
31 Wilhelm Grimm: Kleinere Schriften. 1. bindi. Berlín 1881, bls. 187.
32 Fouqué tengdist íslandi persónulegum böndum þó að hann sæi ekki landið
með eigin augum. Árið 1820 beitti hann sér fyrir stofnun bókasafns í Reykja-
vík og var fyrir það gerður að heiðursfélaga Hins íslenzka bókmenntafélags.
Sjá Ulrich Groenke: „Fouqué und die islándische Literaturgesellschaft" í Is-
land-Berichte (20, 1979), 2. hefti, bls. 94-101.