Skírnir - 01.09.1996, Blaðsíða 277
SKÍRNIR
MINNISPUNKTAR UM MINNISVARÐA
523
Njálsson og Njáll Þorgeirsson. Upp úr valsinum á átta ritvélum standa
arfalufsur. Enginn arfi er í vél Helga Njálssonar, því hann var veginn
með vopni, né í ritvél Hróaldar Ozurarsonar, sem var liðsmaður Flosa
og féll fyrir öxi Skarphéðins. Ritvélarnar mynda saman jafnhliða þrí-
hyrning sem stendur á hæðardragi við bæjarhlaðið á Bergþórshvoli og
bendir á fjallið Þríhyrning, sem Einar Pálsson segir að merki „Fjall þján-
inganna“ í keltneskri kristni.7 Aftan við þríhyrninginn vinstra megin, á
milli Bergþóru og Helga, er svo lægri stöpull sem myndar jafnhliða þrí-
hyrning við þau og vísar aftur. Á honum er bílnúmer með áletruninni L
1010. Bókstafurinn vísar til Rangárhverfis og talan vísar til tíma og
hrings eins og nánar verður vikið að.
Táknmál talna
Eins og sjá má er talan tíu tvítekin í bílnúmerinu auk þess sem ritvélarnar
eru tíu og mynda innbyrðis tíu jafnarma þríhyrninga sem aftur mynda
einn jafnarma þríhyrning. Ellefti þríhyrningurinn myndast af bílnúmer-
inu, Bergþóru og Helga og snýr aftur. I þessum tölum er mynda þrí-
hyrninginn og bílnúmerinu mun vísað til gamallar tölutáknfræði, og
nægir í því samhengi að vitna í Einar Pálsson: „Talan 10 er eigi aðeins
merk í fræðum Pýþagórasar, heldur og í tölvísi Biblíunnar, samanber 10
boðorð Móse. En tölvitringurinn Francesco Giorgio [sá sem lagði regl-
urnar fyrir hlutföll í kirkjubyggingunni San Francesco della Vigna í Fen-
eyjum árið 1525] er borinn fyrir því [...] að Teningur tölunnar 10 hæfi
Guði. Sá teningur er 10x10x10=1000. [...] Þetta virðist merkja, að meðal
tölvitringa hafi verið búizt við afturhvarfi til einingar við Guð árið
1000.“8
Annars staðar segir Einar: „Talan 10 fullgerir hringinn; talan 10 er
,sama tala‘ og talan 1. Núllin, sem vér köllum svo, voru ekki til í fornri
tölvísi Miðjarðarhafslanda og merktu tífeldin, hundraðfeldin o.s.frv. ekki
tölur, einungis fjölda eininga. Tala var hugsun, tákn; fjöldi eininga var
hagnýt notkun talna.“9
Magnús Pálsson hefur tjáð mér að hann hafi kynnt sér Njálufræði
Einars á þeim tíma sem hann vann að þessu verki. En auk þess hafi hann
verið að lesa útgáfu Anthonys Burgess á A Sborter Finnegans Wake eftir
James Joyce, þar sem Burgess fjallar í formála um táknmál bókarinnar.
Þar er meðal annars vitnað í ítalska heimspekinginn Giovanni Battista
Vico (1688-1744), sem hélt því fram í riti sínu La Scienza Nuova að sag-
an væri ekki línulegt ferli heldur hringferli sem endaði á upphafspunkti
7 Kristnitakan og kirkja Péturs í Skálholti, bls. 97.
8 Sama rit, bls. 186.
9 Sama rit, bls. 190.