Skírnir - 01.09.1996, Blaðsíða 97
SKÍRNIR
FÓTALEYSI GÖNGUMANNS
343
skipaða takmarkið með bókmenntaverkum er aldrei vitneskja ein
eða „upplýsingar“ um neinn raunveruleika heldur þekking, það
er að segja sannleiksleit og sannleiksgerð, sem stjórnast ævinlega
af horfinu fram á veginn, til loka manns eða lengra, framtíðarsýn.
Saga stjórnast af endi sínum. Og nái hún ekki áheyrn og þar með
gildi sem efni til sjálfsmyndar manna og heimsmyndar núna, í
þeim samtíma sem er, sem þekking á lífinu til þess að lifa við, þá
hefur hún misst marks og er ekki til í þeim skilningi tilvistar sem
hér á við, sem lifandi „menntunarþáttur“.
Sannleikur er það sem er tilgangur og viðfang orðmennta, allr-
ar sögu. Hann er það sem getur orðið til upp úr glundri atriða,
sundurlausra vitneskjupunkta í minni, með því móti að leitað er
að og finnst eitthvað það sem er merking þeirra eða gefur þeim
merkingu og þau verða skiljanleg í því samhengi sem sú merking
er; þetta samhengi og merking þess er þá orðinn sannleikur, eða
eitthvað sem stefnir á sannleika.
Sannleika sem er sinn eiginn og sjálfur, og er ekki að vita
hvernig raunveruleikinn svonefndi standi af sér gagnvart honum,
enda þótt oft sé verið að flokka bókmenntir eftir afstöðu textanna
til einhvers raunveruleika, sem mann grunar stundum að sé á
parti skáldskapur flokkendanna, skáldskapur sem tengist þá í
hinn endann líka sannleikshugtaki einhvers konar. Slík flokkun
er ef til vill ekki torveld fyrir vísindamenn sem gæddir eru
beinum tengslum við hvorn þessara „veruleika" fyrir sig, en
auðveldara er ef menn gera sér einn ,,-leika“ úr báðum þessum
hugmyndum og markmiðum viðleitni sinnar og textahöfund-
anna, því að þá er síðan gerlegt að telja saman og mæla, hvernig
textana og raunheiminn greini á eða hve þeir séu sammála, og þá
væntanlega báðir samræmir sannleikanum. Enda voru þeir að
upphafi hið sama, sannleikur og raunveruleiki.
Vera má samt, að nú sé rétt að líta svo á að báðar þessar
hugmyndir séu manninum lífsnauðsynlegar goðsagnarlegar
staðreyndir: óháð algildi framvörpuð úr huga mannsins út í
umgeiminn til þess að vera þar viðmiðanir, hafnarmörk í heimi
andans sem maðurinn virðist ekki geta komizt af án; og því vitan-
lega meðal frum-rannsóknarefna hugvísinda allra, eða a.m.k. allra
þeirra sem ekki þekkja eðli þessara hugmynduðu skepna til við-