Skírnir - 01.09.1996, Blaðsíða 127
SKÍRNIR
GÖTTERDÁMMERUNG
373
henni að austan. Mýtan bregði að vísu yfir sig blæju sagnfræðinn-
ar og dragi þaðan til sín gjörðir, sögur og nöfn.54 Þannig megi
skýra sögulegt ósamræmi. Atburðarás hetjusögunnar samsvari
aldrei sögulegri atvikaröð heldur goðsögninni, sem liggur henni
til grundvallar, eða „hinni óafmáanlegu hetjusögn“ sem verður til
þegar trúarleg saga byrjar að afhelgast. Raunverulegir atburðir
eru lagaðir að goðfræðilegu mynstri. Von der Hagen segir enn-
fremur að Niflungasagan hafi fengið fastmótaða mynd á Norður-
löndum á þjóðflutningatímunum55 en í Þýskalandi hafi hún orðið
fyrir áhrifum frá yngra hetjutímabili (Rúdiger, Pelegrin)56 og
fengið á sig kristilegt og riddaralegt svipmót.57 Það hafi íslensk
gerð sögunnar ekki gert því að kristni barst seinna til Islands og
af minni þunga en sunnar í álfunni, og sú gamla goðafræði sem
borist hafði úr austri á þjóðflutningatímunum hafi eignast þar
griðland. Loks hafi hið sérstaka form bókmenntahefðarinnar á
norðurslóðum verið hagstætt varðveislu ævagamals efniviðar því
að þar hafi „söngvararnir" skipað virðulegan sess; sess skálda sem
„sömdu og báru milli kynslóða söngva sína í ákveðnu listrænu
formi (stuðluðum ljóðum eddukvæða)" (bls. xxv).
I öðru verki von der Hagens, Die Nibelungen: ihre Bedeutung
fiir die Gegenwart und fiir immer (Niflungar: mikilvægi þeirra í
samtíð og framtíð, Breslau 1819), skýrast enn hugmyndir hans
um samhengi milli goðsagna og hetjusagna. Segja má að þar nái
vangaveltur rómantíkurinnar um Niflunga hámarki.58 Von der
54 v.d. Hagen, Lieder der Edda, bls. xvi-xvii.
55 Sá mikli Wilhelm Grimm var sammála von der Hagen í því að ekki aðeins
Niflungaefniviðurinn, heldur hetjusagan almennt hlyti að hafa átt uppruna
sinn á þýskri grund. I verki Grimms, Deutsche Heldensage, sem Wagner átti
eintak af, segir að með tilliti til efnisins séu öll hetjuljóð Eddu þýsk (bls. 4 og
víðar). Að vísu verður hann að játa að menn hafi árangurslaust leitað í þýskum
kvæðum að persónunni Helga sem svip setur á eddukvæðin (bls. 436).
56 Minna má á að Rudiger er lykilpersóna í Niflungaljóðinu þýska (Roðingeir í
Þiðreks sögu) og er þar fulltrúi kristilegs kærleika. Pelegrin er þar hins vegar
biskup og móðurbróðir Búrgundakonunga.
57 v.d. Hagen, Lieder der Edda, bls. xviii.
58 Taka má undir með Herrmanni Schneider og Elizabeth Magee að Wagner
hljóti að hafa þekkt þessa bók; Magee leiðir að því líkur að Wagner hafi fengið
hana að láni í janúar 1844 á Konunglega bókasafninu í Dresden (Magee,
Wagner, bls. 40).