Skírnir - 01.04.1997, Page 14
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
rökgreiningarheimspeki og þeirrar sagnfræði sem af henni sprett-
ur. Aristóteles setti fram sterk rök fyrir nauðsyn þess að beita
rökleiðslu í heimspeki. Samkvæmt margvíslegum vitnisburði sem
safnað hefur verið saman hljóðuðu þau rök eitthvað á þessa leið:
Annaðhvort ættum við að hugsa heimspekilega eða ekki. Ef þú segir að
við ættum að gera það, þá erum við sammála. Ef þú segir að við ættum
ekki að gera það, verður þú að tilgreina einhverjar ástæður fyrir því. En
að tilgreina ástæður fyrir því að hugsa ekki heimspekilega, það er í eðli
sínu að hugsa heimspekilega. Það þarfnast því heimspekilegrar hugsunar
að halda því fram að við ættum ekki að hugsa heimspekilega. Þess vegna
komumst við ekki hjá því að nota heimspekilega rökleiðslu (brot 2 (útg.
Ross) af ritinu Protreptikos).
Ef heimspeki snýst um rökleiðslu og kenningasmíð, þá getur
hundurinn Díógenes varla talist til heimspekinga. Heimildir okk-
ar eigna Díógenesi þrjár röksemdir. Ein þeirra fjallar um lög og
borg og er svo fjarri öllu lagi að hún hlýtur að hafa skolast til í
tímans rás; eftir því sem ég kemst næst snýst hún að einhverju
leyti um lög og venjur (Díógenes Laertíos, Heimspekingaævir
6.72; framvegis skammstafað D.L.). Hinar tvær röksemdirnar
sýna fram á hversu fánýtt það er að gera ýmsan greinarmun sem
hefðin býður að gera skuli. Vitrir menn, segir Díógenes, viður-
kenna ekki eignarréttinn: „Allir hlutir tilheyra guðunum; guðirn-
ir eru vinir hinna vitru; vinir deila eignum sínum saman; þannig
tilheyra allir hlutir hinum vitru“ (D.L. 6.37, 72). Vitrir menn við-
urkenna ekki heldur að á sumum stöðum sé við hæfi að neyta
matar, en ekki á öðrum: „Ef það er ekki fáránlegt að borða morg-
unverð, þá er það ekki heldur fáránlegt á markaðinum; en það er
ekki fáránlegt að borða morgunverð; þess vegna er það ekki
fáránlegt á markaðinum" (D.L. 6.69).* * 3 Þó að þetta sé vissulega
Gosling og C.C.W. Taylor, The Greeks on Pleasure, (Oxford, 1982), formáli;
Michael Frede, Essays in Ancient Philosophy, (Oxford, 1987), bls. xvii og xv.
3 I þá gömlu góðu daga, segir Isokrates, kveið unga fólkið fyrir því, ef það
þurfti þó ekki væri nema að ganga yfir markaðstorgið: og þannig forðuðust
menn torgið, að ef þeir neyddust einhvern tíma til að ganga yfir það, fóru þeir
með veggjum af blygðun (7.48). Síðar verður fjallað um kvíða Aþenubúa fyrir
því að snæða á almannafæri. Rökleiðsla Díógenesar um morgunverðinn gerir
grein fyrir hvorutveggja.