Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 15
SKÍRNIR
HUNDURINN DÍÓGENES
9
röksemd er vert að hafa í huga að í orðalagi hennar má greina
talsverða fyrirlitningu á hefðbundnum hugmyndum heimspek-
innar um röksemdir og mat á þeim. Gríska orðið sem hér er þýtt
sem „fáránlegt“ er atopon, en það er algengasta orðið yfir rökleg-
an fáránleika. En topos er staður; og morgunverður á markaði,
eða reyndar hvar sem er, hlýtur vitaskuld að eiga sér einhvern
stað. Sams konar fyrirlitning á hrognamáli heimspekilegra kenn-
inga kemur fram í ámóta óþýðanlegum leik að hugtakinu
metekhein sem merkir „að fá/eiga hluta af“ og Platon hafði eign-
að sér í því skyni að túlka sambandið á milli einstakra hluta og
frummynda: „Díógenes var að gæða sér á þurrkuðum fíkjum og
gekk til Platons og sagði: „þú mátt fá þér af þessum". Platon tók
við þeim og át þær, en þá sagði Díógenes: „ég sagði að þú mættir
‘fá þér af þeim’, ekki ‘borða þær’“ (metaskhein eipon, ou
katafagein: D.L. 6.25).4 Til eru ótal gamansögur sem lýsa andúð
Díógenesar á kenningum og röksemdum (D.L. 6.39-40; sbr.
Lúkíanos, Samræður hinna dauðu 1.2; Aulus Gellius 18.13.7-8).
Þegar einhver hélt því fram að Díógenes hefði horn, svaraði hann
með því að þreifa um enni sér og segja: „ég sé þau ekki“.5 Þeirri
fullyrðingu að ekkert hreyfðist svaraði hann með því að standa
upp og ganga í burtu.6 Þegar einhver tók sér fyrir hendur að út-
skýra stjörnufræði spurði Díógenes: „Hvað tók það þig langan
tíma að koma ofan af himninum?“. Þegar hann heyrði skilgrein-
ingu Platons á manninum sem tvífætt ófiðrað dýr fór hann að
leika reyttan hana. Hermt er að reytti haninn hafi látið Platon
4 Þetta er rangþýtt í Loeb útgáfunni, en þar stendur að munurinn á milli
metaskhein og katafagein sé sá sami og á milli „að borða svolítið“ og „að
borða allt“.
5 Athugasemdin um hornin er til í mismunandi gerðum í D.L. 7.187 og Sextos
Empeirikos, Pyrrhonískir höfuðdrættir 2.241.
6 Sjá einnig Simplikíos, Athugasemdir við Eðlisfneði Aristótelesar, bls. 1012, 1.
22-26. Sömu sögu segir Elías í Athugasemdum við Umsagnir Aristótelesar, bls.
109, 18-22 um Antisþenes. Auðvitað er engin ástæða til að efast um að sög-
urnar af þeim báðum séu jafnsannar. Þó grunar mig að sagan um Antisþenes
hafi verið sögð vegna þess að slík uppátæki voru Kýníkum lík, og það var
talið að Antisþenes hefði stofnað kýníkismann. I A History of Cynicism
(London, 1937), bls. 1-17 sýnir D. R. Dudley fram á að sú hugmynd hafi verið
á misskilningi byggð.