Skírnir - 01.04.1997, Page 16
10
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
bæta því við skilgreiningu sína að maðurinn væri með „flatar
neglur" (D.L. 6.40)7
I ljósi þessara viðhorfa sem greina Díógenes frá öðrum heim-
spekingum, að meðtöldum þeim sem fjalla um sögu fornaldar-
heimspekinnar, sætir það lítilli furðu að David Sedley skuli skrifa:
„Kýníkismi var ekki heilsteypt heimspekikerfi, heldur jarðbund-
inn lífsmáti.“7 8 En þessi athugasemd felur í sér mótsögn sem er
fjandsamleg Díógenesi. Gert er ráð fyrir að jarðbundinn lífsmáti
komi í veg fyrir að við getum unnað viskunni af heilum hug, en
slík ályktun er í hróplegu ósamræmi við kenningar Kýníka um
eðli viskunnar. Þar með er ekki sagt að Díógenes hefði hafnað
þessum fullyrðingum eða sett fram nýja kenningu gegn þeim.
Með því gengi hann í gildru Aristótelesar sem fólst í því að setji
einhver fram þá kenningu að ekki skuli hugsa heimspekilega, þá
verður hann að rökstyðja þá afstöðu. Það er torvelt fyrir mennsk-
an mann að sneiða hjá þessari gildru, að minnsta kosti á meðan
hann tekur þátt í heimspekilegum rökræðum og beitir mannleg-
um aðferðum til að gera sig skiljanlegan. En það eru fleiri aðferð-
ir til þess. Það er hægt að gelta, bíta, urra. Með öðrum orðum:
maðurinn getur breyst í hund. Og þannig getur hann verið heill
og alger í viskuást sinni.
Hvernig gerði Díógenes sig skiljanlegan? I heimildum okkar
fer minna fyrir rökleiðslu en hnyttnum tilsvörum og leikrænni
atburðarás. Það er mýgrútur af slíku í örsögusafni (safni af
khreivum) okkar. Að sumu leyti er ergilegt að byggja umfjöllun
sína á þessum örsögum. Þær virðast iðulega ekki tengjast Díó-
genesi með nokkru móti; og oft er hringlað með efnið á þann hátt
að smáatriði þess sögulega atburðar sem stuðst er við verða óljós,
og sama gildir um kjarna hans. Er skemmst frá því að segja að
7 í bókinni Skilgreiningar sem ætlað er að sé eftir Platon, en við skulum taka
með fyrirvara, er þessa viðbót að finna (415al 1), og einnig í þeirri skilgrein-
ingu sem Sextos Empeirikos eignar Platoni (Pyrrhonískir höfuódrattir 2.28).
Samanber einnig Ekkekrates, Comicorum Atticorum Fragmenta 2.287-88, svo
að fleiri ámóta óbeinar sannanir fyrir akademískum áhuga á líffræðilegum
skilgreiningum séu nefndar.
8 David Sedley, „The protagonists", í Malcolm Schofield, Myles Burnyeat og
Jonathan Barnes (ritstj.), Doubt and Dogmatism, (Oxford, 1980), bls. 1-17, á
bls. 5.