Skírnir - 01.04.1997, Page 18
12
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
skilning með heimspekilegum rökræðum, en þannig (ég tek hér
dæmi af handahófi úr D.L. 7.62) getum við öðlast skilning á
þeirri athugasemd Krysipposar að þrætubókarlist fáist við
sémainonta kai semainomena (tákn og táknmið). Þess vegna
verðum við að leita út fyrir heimspekina til að finna merkingu
löngutangar. Og í orðabók Polluxar (2.184) er orðið ho
katapygön (kynvillingur) gefið upp sem attískt heiti fyrir útrétta
löngutöng.9 Þessi leit var tiltölulega auðveld, en sú staðreynd að
við þurftum að leita sýnir hve handahófskenndur þessi greinar-
munur var sem Díógenes braut gegn.
Örsagan okkar er dæmigerð að því leyti að hún styðst við þá
staðbundnu merkingu sem fjórðu aldar Aþenubúar lögðu í
löngutöng á sínum tíma. Hún er reyndar enn dæmigerðari en
virðist í fljótu bragði. Stundum rekumst við á örsögur sem við
höldum að við skiljum undireins, en við nánari athugun reynast
þær slá á fleiri strengi. Gott dæmi um þetta er sú örsaga sem
einna frægust hefur orðið, en hún fjallar um atburð sem vakti vel-
þóknun Krysipposar, þótt hún yrði honum því miður ekki til eft-
irbreytni. Eg tilfæri hér þá gerð sem birtist hjá Plútarkosi í Um
mótsagnir Stóumanna: „Hann hrósaði Díógenesi fyrir að fróa sér
á almannafæri og segja við nærstadda: „Bara að það væri eins
auðvelt að nudda í burtu hungrið í maga mínum““ (21, 1044b).10
Það má ljóst vera að Díógenes er hér líka að reyna að nudda í
burtu skilin á milli almenningsstaða og annarra staða, og einnig á
9 Sbr. Díon Krysostomos 33.37 og Liddell & Scott undir skimalizö og kata-
daktylizö. Carl Sittl, í Die Gebarden der Griechen und Römer, (Leipzig,
1890), bls. 101, fjallar frekar um notkun löngutangar. Annað dæmi: Díógenes
„sagði að konur ættu að halda sig á almenningsstöðum [koinas] og hafna gift-
ingum, en karlmaður sem hefði talið konu hughvarf ætti að leggjast með þeirri
konu [ton peisanta té peisþeiséi suneinai]“ (D.L. 6.72). Ég hélt að ég hefði skil-
ið þetta til fulls um leið og ég las þetta. Ég blygðast mín fyrir að viðurkenna
að mér fannst þetta tal um hughvarf bera vott um göfugt frjálslyndi. Af tilvilj-
un komst ég að því að þetta tal Díógenesar hefur hljómað miður göfuglega í
eyrum þeirra sem hlýddu á það: mér hefði verið nær að minnast vændiskon-
unnar Þeódótu sem Xenofón lýsti, í Minnisverðum samtölum 3.11.1., sem
hoias suneinai toi peiþonti; og ég hefði einnig átt að minnast þess að orðið
koiné var í grísku síðar notað um vændiskonur (Liddell & Scott undir koinos
A IV 3 c).
10 Stoicorum Veterum Fragmenta 3.705. Aðrar gerðir í D.L. 6.45, 59; Arseníos
bls. 203, 11. 15-17; Aþenajos 4.158f. Sjá einnig Fílodemos, Um Stóumenn,