Skírnir - 01.04.1997, Side 19
SKÍRNIR
HUNDURINN DÍÓGENES
13
milli kynfæranna og annarra líkamshluta. En þótt þetta blasi við
okkur, megum við ekki láta framhjá okkur fara að hér býr fleira
undir. Helsti sérfræðingur í sjálfsfróun Grikkja, Kenneth Dover,
segir: „I gamanleikjum er ákveðin tilhneiging til að sýna sjálfsfró-
un sem hegðun við hæfi þræla sem ekki hafa tök á að fá útrás fyr-
ir kynhvöt sína á jafn fjölbreyttan og sæluríkan hátt og frjálsir
menn [...] Eina dæmið um sjálfsfróun karlkyns borgara er að
finna í Skýjunum 734 og þar á í hlut hinn grófgerði sveitalubbi
Strepsíades."11 Við þetta má bæta að þótt sjálfsfróun karlkyns
borgara sé trauðla viðurkennd í gamanleikjunum, þá er þar gert
ráð fyrir að eiginkonur þeirra stundi hana í gríð og erg (Lýsistrata
108-110, 158, Þingkonurnar 915-18; sbr. Herondas 6). Það máþví
segja að sjálfsfróun Díógenesar hafi afmáð skilin á milli þræla og
frjálsra manna, borgarbúa og sveitamanna, karla og kvenna. Og
það kann að vera að kynferðislegt athæfi hans á almannafæri hafi
ennfremur afmáð tvenn önnur skil; það er að segja á milli Grikkja
og barbara, og manna og dýra. Eg segi „tvenn önnur skil“, þó að
ég sæki helstu rök mín til gagna sem virðast telja þau af sömu rót
runnin. I leiðangri sínum um héruð Asíu hittu hinir tíu þúsund
fyrir ættflokk einn sem stundaði kynmök á almannafæri og var
„ákaflega frumstæður og virti að vettugi þær venjur sem tíðkuð-
ust hjá Grikkjum. I miðri þvögu gerðu villimennirnir það sem
fólk gerir bara á afviknum stöðum, og þegar þeir voru út af fyrir
sig, þá gerðu þeir það sem vani er að gera í félagsskap við aðra:
þeir töluðu við sjálfa sig, hlógu, og þegar minnst varði fóru þeir
dálkur VIII, 1. 9-10 apot[r]ibes[þai fanepös]. Það er af eintómri þvermóðsku
sem Plútarkos reynir að tengja þetta við nautnastefnu; hann lætur ekkert tæki-
færi ónotað til þess að deila á Stóuspekina. Galenos hafnar réttilega öllum
tengslum við nautnastefnu í sinni sjálfsfróunarsögu, en ég ber brigður á þá
læknisfræðilegu skýringu sem hann gefur í staðinn, og reyndar gefur hann í
skyn með orðunum „Að minnsta kosti...“ að hún sé byggð á getgátum: „Að
minnsta kosti ástundaði Díógenes kynlíf, vegna þess að hann sóttist eftir að
losna við þá stíflu sem myndast þegar haldið er aftur af sæðinu, en hann taldi
ekki til gæða þá vellíðan sem fylgir því að sprauta sæðinu. Hvað sem því líður
er sagt að hann hafi eitt sinn boðað vændiskonu til fundar við sig. Hún lét
bíða eftir sér, svo að hann lagði hönd utan um liminn og nuddaði sæðið í
burtu. Þegar hún kom um síðir sendi hann hana í burtu með þeim orðum að
höndin hefði orðið fyrri til en brúðarsöngurinn" (Um stadi kennda 6.15).
11 K. J. Dover, Greek Homosexuality, (London, 1978), bls. 97.